Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.06.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 13.06.1924, Blaðsíða 2
SIOLFIRÐINO U R 102 v,í)í MM K-a-f-f-i brent og malað írá Sophusi Arna gerir alla glaða. þingið líti ekki einhliða á þettamál og gæti vel að þeim dilk, sem það getur dregið á eftir sjer, bæði frá þjóðlegri og fjárhagslegri hlið sjeð.« snn, Noregs er hjer um bil 4 milj. kr. virði. Sje nú litið á málið frá verslun- arviðskiftasjónarmiði, þá má gera ráð fyrir, að menn hafi alment ekki geit sjer grein fyrir, að við höfum margra og mikilla hagsmuna að gæta á íslandi og megum vera við því búnir að íslendingar gjaldi líku líkt. Pví sannleikurinn er sá, að vjer höfum meiri hagsrnuna að gæta á íslandi, en íslendingar í Noregi. Norskar síldveiðar á (slandi nema árlega nálægt 7 miijón króna.Norð- menn eiga stórar síldarverksmiðjur á íslandi. Áður ráku þeir þar hval- veiðar. Hvað vöruflutninga snertir eru íslendingar einnig góðir við- skiftamenn. Norsk skip flytja aðal- lega kolin til íslands og saltfiskinn til Spánar og Portúgal. Nú hafa 2 skip reglubundnar ferðir á milli Noregs og íslands. Ennfremur eru Norðmenn farnir að gjöra sjer far um að koma norskum afurðum til íslands, og verið tekið þarvel.Vöru- flutningar á milli Ameríku og fs- lands eru ennfremur á norskum skipum yfir Bergen. Eigi þessi við- skifti því ekki að fara í hundana, má ekki líta of einhliða á kjöttolls- málið Tvö ár eru nú liðin síðan fyrsta tollálagningin kom, og verði tollinum ekki Ijett af svo um muni er Ijóst, að viðskifti vor við íslend- inga, sem þegar eru komin á góð- an rekspöl, kverfa úr sögunni. Og þá skulum vjer gæta þess, að þeir sem horfa með ánægju á aðfarirn- ar, það eru Danir.í því þeirra erindi rekum við með þessu móti. Vjer höfum nú sjeð, að á Alþingi íslendinga hefur komið fram frum- varp þess efnis, að leggja 50—250 þús.kr.toll á norska síldarframleiðslu og 20 kr. á tonn í hverju skipi. Petta er hnefahögg, sem bent er að Noregi, og sem getur orðið full al- varlegt fyrir norsk-íslensk viðskifti. Vjer vonum þessvegna aö Stór- Þorst. Þorsteinsson. hreppstjóri í Vík var fæddur 17. júní 1853 á Hjalla- landi í Vatnsdal og voru foreldrar hans Porsteinn Porleifsson er síðar bjó í Kjörvogi, anuálaður þjóðhagi, og Herdís Jónsdóttir, prests á Und- irfelli. Porst. sál. fluttist tveggja ára gamall að Barði í Fljótum, til sra Jóns Norðmanns og konu hans, Katrínar móðursystur sinnar, og ólst upp hjá þeim. Sra Jón Norð- mann var orðlagður gáfu og Iær- dómsmaður, og naut Porst. þar góðrar alþýðumeníunar, því hann hafði góðar gáfur ög fjölhæfar, og á einu sviði, — í stærðfræðinni — svo framúrskarandi að fáum mundi þar hafa hent að þreyta við hann. Kendi hann síðar mörgum sjó- mannafræði með besta árangri. Eftir lát fóstra síns, dvaldi Porst. hjá móðursystur sinni og stóð lengst af fyrir búi hennar meðan hún þurfti þess við. 1889 giftist Porst. sál. Guólaugu Baldvinsdóttur fiá Máná sem lifir mann sinn, og bygði á næsta vori nýbýli við Haganesvíkina og kall- aði Vík. Par hafa þau hjón búið ávalt síðan, og stundaði Porst. sál. þaðan jöfnum höndum sjó- og landbúnað. Svo sem vænta mátti eft- ir hæfileikum hans, stóð Porst. sál. mjög framarlega í opinberum málum sveitar sinnar, og voru honum fal- in mörg trúnaðarstörf. Hann var í Hreppsnefnd Haganeshrepps nær- felt óslitið frá 1891 og lengst af oddviti, sýslunefndarmaður varhann í samfelt 12 a'r o:* hreppstjóri frál916 til dauðadags auk ýmsra annara op- inberra starfa er hann gengdi. í bindindismálinu beitti Poist sál. hæfileikum sínam vel, og starfaði slitlaust fyrir það meðan stúka var í Fljótum, og alt til dauðavar það honum hjartfólgið áhugamál Hjermeð er öllum strang- lega bannað að reka fjen- að sinn á jörðina Engi- d a 1 nema að hafa samið um borgun fyrir það við undirritaðann. Siglufirði 12. júní 1924 Sophus Arnason. Sköminu eftir að sími var lagður um Haganesvík, varð Porst. þar stöðvarst. og nokkru siðar póstaf- greiðslumaður og gengdi hann þeim störfum til dauðadags. Pau hjón, Porst, og Ouðlaug, eignuðust tvö börn er úr æsku kom- ust, en það eru þau Sveinn skipsíj. og Herdís sem bæði eiga nú heima hfer. Vík, heimili þeirra hjóna, var ann- álað gestrisnisheimiii; fyndni og fróðleikur kryddaði þar veitingarnar og holl ráð voru þar ætíð látinn í tje af fúsu geði hverjum nauðleyt- armanni, og þeir voru margir íer þangað sóttu. Porst. sál. var prúðmenni í sjóu og í raun; geðstiltur og hygginn, varfærinn og vandaður svo, aðhann vildi ekki vamm sitt vita, fróður og víðlesinn og dreugur hinn besti. Smiður var hann góður, bæði á trje og járn, nærfærinn við sjúka og hjálpaði oft með góðum árangri í sjúkdómstilfellum er ekki náðist til læknis. Oáfur Porst. sál. vorumikl- ar og sjerkennilegar og alloft mun hugsanaferill hans hafa legið nokkuð utan við hina breiðu þjóðleið, svo sumum þeim er grynnra ristu veitt- ist nokkuð erfitt á stundum að fylgj- ast þar með, en hann komst 'eiri- mitt þess vegna, oft lengra en fjöld- inn. Með Porst. í Vík er til moldar genginn sá maður, er mjög hefír mótað sveit sína á marga lund, og sem óefað má telja einhvern lang- merkasta manninn sem Vesturfljót- in hafa eignast hinn síðasta manns- aldurinn. Mun sess hans þarvand- fyltur, bæði í hinum opinberu trún- aðarstörfum, og sem manns. J. J-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.