Siglfirðingur - 13.06.1924, Blaðsíða 3
103
SIOLFIRÐINOUR
S 1 y s
í gærkvöld um kl. 8fóru2 menn
á bátifrá mk. »Bára«, sem lá uppí
fjöru á Akureyri, til þess að leggja
varpakkeri fram af skipinu. En þeg-
ar akkerið fór fyrir borð, festist
önnur flugan í bátnun og kvolfdi
honum. Annar maðurinn bjargaðist
en hinn, Jónas Friðriksson frá
Kambhóli, druknaði.
Notið aðeins
€ÍÍ\
á húsþök yðar í stað Blackíernis (jafnt á járn trje og
pappaþök), því það gjörir þau algjörlega vatnsþjett og
myndar glerharða húð, sem endist afar lengi. Verð-
ið er aðeins SÖaura kg. ef tekið er á heil.húsþök.
Pekt um allan beim!
Friðb. Níelsson.
Erl. símfrjettir.
Allsherjarjárnbrautarverkfall hófst
í Lundúnaborg um síðustu helgi,
svo samgöngur til og frá borginni
eru stöðvaðar að kalla má.
Doktor Marx hefur tekist að
mynda stjórn aftur í Þyskalandi
með sömu ráðherrum og áður. —
Kommúnistar Iiafa komið á stað
miklum róstum þar í landi.
Frakkinn Oisy hefur flogið frá
París til Tokio.
Uruguaymenn kafa sigrað við
knattspyrnuna á Oiympíuleikjunum
í París.
Bráðabyrgðarstjórn var mynduð
í Frakklandi undir forsæti Marsalls
aðeins til þess aó birta boðskap
Millerands forseta um að hann segi
því að eins af sjer forsetastörfum,
að báðar deildir þingsins neiti að
vinna með sjer á grundvelli stjórn-
skipunarlaga landsins. — Pennan
boðskap hefir öldungadeildin frest-
að að taka til umræðu með 154
atkv, gegn 144. En fulltrúadeildin
samþykti með yfirgnæfandi meiri-
hluta tillögu frá "Herriot um að
neita að ræða boðskapinn.
Eftir þetta sagði Millerand af sjer
og fer forsetakosning fram 13. júní
(í dag). — Úrslitunum fagnað af
frjálslyndum. Stjórnarmyndun frest-
að þangað til forsetakosningin er
afstaðin.
Fyrlrspurn
til brunamálanefndar.
Er það leyfilegt að hafa steinolíu-
geymslu inn í bænum? Og ef svo
er, hví er olíunni valinn staður svo
nærri íbúðarhúsum eins og nú er?
Bent skal á það einnig, að olíaner
svo nærri fjölfarinni götu, að ekki
þarf nema ofurlitla ógætni af veg-
faranda, t. d, að hann fleyji frá sjer
eldspítu logandi vindilstúf eða sig-
aretíuenda, þá er alt í báli og brandi,
því jarðvegurinn er allur smitaður
olíu úr trjetunnunum. Og hver get-
ur sagt um það feiknatjón sem af
slíkri íkveykju hlytist, t. d, við
sprengingu stáltunnanna. Hefir
brunamálanefndin gert sjer ljósa
grein fyrir því hver íeikna voði af
slíku gæti leitt. Og hefir hún yfir
höfuð nokkuð athugað um þetta
mál?
E 1 d h r æ d d u r.
Frjetíir.
O. C. Thorarensen lyfsaii (yngri)
á Akureyri, hefir" verið skipaður
norskur konsúll frá 1, jiíníað telja.
Gagnfræðaskólanum á Akureyri
var sagt upp 1. þ. m. Tóku 39
nemendur fullnaðarpróf, þaraf 26
með I einkun. 12 með II einkun og
1 með III einkun.
Læknaþing verður haldið á Aí;-
ureyri í sumár. Búist við að læknar
muni sækja það víðsvegar að af land-
inu.
»Sjöstjarnan« eign Stefáns Jóns-
sonar skipstj. á Ákureyri, fór til
Englands með frosinn kola 4. þ. m.
Um bæjarfógetaembættið í Vest-
manneyjiim hafa þessir sótt: Bogi
Brynjólfsson sýslumaður í Húna-
vatnssýslu, Kr. Linnet sýslum. í
Skagafjarðarsýslu, Pálljónsson lög-
maður á ísafirði, Sigfús Jóhnsen og
Sig. Sigurðsson fulltrúar í stjórnar-
ráðinu.
Rannsóknaiskipið Dana, er kom-
ið til Reykjavíkur.
Hestamannafjelagið »Fákur« í
Reykjavík efndi til kappreiða á ann-
an í hvítasunnu.
- Prófi í efnafræði luku átta stud-
endar í fyrradag.
Prjú börn hafa fengið mislinga í
Reykjavík þessa viku. Veikin væg.
íslandsfalk er á leið til Græn-
lands.
Sjera Jóhann Þorkelsson, dóm-
kirkjuprestur í Reykjavík, hefur'sóít
um lausn frá prestskap frá 1. okt.
Porsteinn Benediktsson, prestur í
Lundi, andaðist 9. þ. m.
Barnaveiki heíur gert vartvið sig
í Fljótshlíð undir Eyjafjöllum.