Siglfirðingur


Siglfirðingur - 04.07.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 04.07.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 4. júlí 1924. 28. blað Þjöðarmerki á útflutningsafurðum. f norskum blöðum, er þess get- ið, að Norðmenn hafi i huga að fá sjer þjóðarmerki, er setja skuli á all- ar 1. flokks vörur, fyrst og fremst fiskinn og svo dnnig á aðrar út- flutningsvörur. Telja þau að slíkt merki muni stuðla að því að auka álit og eftirspurn eftir vörunum. Morgunblaðið norska getur þess að Róbert Miller forstjóri berjist fyrir þessu máli. Er hugmynd hans sú hvað fiskinn snertir, að áletrunin »Noregur«, »Saltfisksmat«, ásamt bókstað matsmannsins, standi und- ir merki, er hafi norskt landslag til fyrirmyndar. Segir hann að ekkisjfe hægt að nota víkingaskipið í merki, þvt' það hafi Danir tekið frá þeim, heldur ekki Ijónið, því það getur hvert annað land notað, og enn- fremur ekki hægt að tala um neina norska liti, því litirnir eru alþjóða eign. En sje fyrirmyndin tekin úr norskri náttúru, geti engin önnur þjóðstæltnorskaþjóðarmerkið.Bend- ir hann þar helst á »Hestmanden«, en svo heitir fjall eitt, nórðarlega i Noregi, nálægt heimskautabaugnum. Er það einkennilegt mjög, og líkist ríðandi manni, er stefnir vesttfTtil hafs. Er jaínan straumur mikill af útlendum ferðamönnum til þess að sjá fjall þetta, og er það því viða kunnugt. Ályktar Miller svo, að þeg- ar menn sjeu orðnir vanir að sjá þetta merki á fiskinum, sem aðeins sje 1. flokks vara, og sjái það síð- an á annari vörutegund, þá sje merkið þeim trygging fyrir að hjer sje einnig um góða vöru að ræða, sem óhætt sje að kaupa. Þetta mál hefur verið lagt fyrir Cnstiania Handelstands Forening, og lýsir fonnaðurinn, J. Schram, konsúll, því yfir, að sjer geðjist mjög vel að þessari hugmynd. Þjóð- armerkið þurfi að koma og »Hest- manden« sje einkar velfallinn til fyr- irmyndar. Hann geti sýnt listamönn- unum ýmsar hlíðar, og stefnahans til vesturs tákn þess að meginhluti norskra útflutningsvara stefni til vesturáttar. Þessi norska hugmynd ætti að geta verið þörf hugvekja fyrir oss íslendinga. Ekki er oss síður þörf en þeim á þjóðarmerki, ef það gæti eitthvað bætt fyrir afurðasölunni. Annmarkamir eru hjer að ýmsu leyti minni. Því þar sem fjölbreytni er meiri, þar er einnig hætta á, að mikill hluti af vörunum verði ekki merkishæfur og framleiðend- ur þeirra beri því meira skarðan hlut frá borði með sína framleiðslu, því að sjálfsögðu verður þess vand- lega að gæta, að ekkert misjafnt blandist saman við þá vöru, sem merkið ber, með þejrri kröfu að verða 1. flokks vara. Með aðalútflutningsvörur hjeðan er meira og meira stefnt að því marki, að gjöra sem mfst af þeim 1. flokks vöru. Og sennilega getur það tekist ef vandvirkni er nóg, en til þess ætti þjóðarmerki að stuðla ekki svo lítið, því þjóðarmerki á ó- þrifnum vörum er þjóðarskömm, sem menn mundu ekki una. Hvað merkið sjálft snertir, þá hefur íslensk náttúra ekki síður ýmislegt sjerkennilegt en sú norska, og ekki er »Hekla« síður kunn en »Hestmanden«. — En sú hlið er alls ekki þýðingarlítil. Því merki af smekk og hagleik gert, það heíur á sjer menningarbrag, þaó sýnirað hjer er ekki um skrælingja heldur menningarþjóðarvöru að ræða. (Versl.tíðindi.) íslandsglíman fór fram 23. f. m. Glímukonungur varð nú í 3ja sinn Sigurður Greipsson. Ný verðlaun fyrir góða glímu hlautPorgeirJóns- son frá Varmalæk. J a r ð a r f ö r Pálínu sál. Pálsdótt- ir er andaðist 28. f. m. fer framað öllu forfallalausu laugardaginn 5. þ. m. og hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu Tjarnargötu 7, kl. 1 e. h. Anna Hermannsdóttir. J ar ð a r f ö r Sigurðar sál. Ingimundarsonar fer fram að öllu forfallalausu þriðjudaginn 8. þ. m. og hefst með hús- kveðju frá heimili okkar, Vind- heimum, kl. 1 e. h. Foreldrarnir. Okkar innilegustu þakkir vottum við öllum þeim, sem á einn eða annan hátt sýndu hluttekning við fráfall og jarðarför okkar elskuðu dóttir Önnu Laufeyar, sem andað* ist 13. fyrri mán. Guðrúnjónasdótíir Björn Jónasson. Erl. símfrjettir. Símað er frá Rómaborg að helstu mennirnir, sem tóku þátt í morði jafnaðarmannaforingjans Matteotte, hafi verið handteknir, og að þeir hafi játað á sig glæpinn. Harriot, forsætisráðherra Frakka, hefir lýst yfir því, að Frakkarmuni fara úr Ruhr strax og þjóðverjar uppfylli skilmála sjerfræðinganefnd- arinnar. Ennfremur láta lausa þýska fanga sem fangelsaðir hafa verið fyrir pólitísk afbrot. Bretar hafa slitið stj Vnmálasara*

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.