Siglfirðingur


Siglfirðingur - 11.07.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 11.07.1924, Blaðsíða 3
Siglufjörður. íshúsfjelagið hjelt aðalfund sinn 8. ’þ. m. Arður af rekstri fjelagsins síðastliðið ár hafði orðið kr. 1965,40. Af þeirri upphæð voru gjald- kera greiddar kr. 400.00 en 1565,40 voru yfirfærðar til næsta árs. Stjórn fjelagins og endurskoðendur voru endurkosnir. Þá var sainþykt að auka hlutafjeð upp í 50 þús. kr. og að auka ísgeymsluplássið. Jarðarfarir. Pálína heitin Pálsdóttir var jarðsett 5. þ. m. — Sig. sál. Ingimundarson var jarðsett- ur 8. þ. m. Gengu Goodtemplarar með fána Reglunnar fyrir líkfylgdinni. — Ragn- ar, sonur Páls Guðmundssnar veitingam. var jarðsettur í gær. Síldveiði með snurpinót er byrjuð nú þegar, og er það óvanalega snemma. Hafa tvö skip fengið síld; á aunað hundr;»ð tunnur hvert. Skipakomur eru nú svo tíðar, að nærri liggur að skip komi á hverjum klukkutíma. Er það aðal- lega síldveidaskip og tunnu- og saltskip og er ekki viðlit að telja þau upp hjer. Úr niðurjöfnunarnefnd ganga þeir Þormóður Eyólfsson, Kjartan Jónsson og Einar Hermannson, og á kosn- ing að fara fram í haust. Komið hefur til orða að gera öflug samtök um að fá þá endurkosna, því niðurjöfnun útsvaranna mun vera eitt af vandasömustu opinberu störfum bæjarins, og því afaráriðandi, að eingöngu vanir menn starfi að því, enda leitun á hæfari mönnum til starfans. Útbú íslandsbanka tók til starfa hjer í gær. Starfsmenn eru þeir sömu og í fyrra, Kristján Karlsson og Ólafar H. Jensson Sjúkrasamlagið vantar peninga! Þeir sem skulda iðgjöld eru ámyntir um að greiða þau tafarlaust. Borgaraíundur, sem haldinn var á sunnudaginn var, sam- þykti með 65 atkvæðum gegn 9, að byggja mótorhjálparstöð til ljósaukningar, þrátt fyrir að því var lýst yfir að lán væri ó- fengið og fengist líklega ekki, enda hafði rafljósalausu fólki verið Hóað á fundinn eins og rollum á stekk. Bæjarstjórnin samþykti á fundí í fyrradag að fela raf- veitunefnd að komaupp mótorhjálparstöð- inni og kaupa það sem til þess þyrfti — ef lán fengist. Flóvent var einn á móti, enda er hann viðurkendur kjarkmaður. Gáta n Á fyrsta borgarafundinum um hjálpar- stöðina talaði Bjami Þorsteinsson skýrt og greinilega á móti hjálparstöðinni. Á bæj- arstjórnarfundinum I fyrradag greiðir hann atkv. með henni. Ráðningar sendist blaðinu fyrir Þorláksmessu (á sumri). f b; SIOLFIRÐINOUR 115 Hlutaútboð. Samkvæmt ákvörðun aðaifundar íshúsfjelags Siglufjarðar er hjer með boðið út alt að 10000 krónur í nýju hlutafje í fjelaginu, Þeir sem vilja sinna þessu eru beðnir að snúa sjer til einhverra oklc- ar undirritaðra. Siglufirði 10. júlí 1924 Helgi Hafliðason Friðb. Níeslson F’orm. Eyólfsson forin. gjaldkeri ritari G. Hannesson Sophus A. Blöndal. Hvíta vorull kaupir afarháu verði verslun Sig. Kristjánssonar. Kauptaxti frá 15. júlí Verkamannafélag Siglufjarðar Dagvinna---*----------- kr. 1.20 kl.st. Eftirvinna — — — ------»« l.óO — Helgidagavinna — --- — »« 2.00 — Verkamannafélagsstjórnin. Ótrúlegt Því var skotið að Siglfirðing, að tiltals hefði komið hjá fulltrúunum, að biðjaer- lent vjelaveskstæði að lána bænum einn »Dynamó« gfcgn greiðslu á 3—4 árum. Er þetta broslegra en svo að sennilegt geti talist. Hvers vegna fjekk bæjarfógetinn 25 þús. og íshúsfje- lagið 10 þúsund króna lántil húsbygginga í einu og sama bankaútbúi, en heill kaup- staður fær hvergi bankalán fyrir einum Dynamó? — Þeim líst líklega ekki eins vel á Sandfoss, þeini bankafróðu, eins og rafljósanefndinni. 42 götuljós hefur bæjarsrjórn samþykt að setja upp í bænum — þegar hjálparstöðin er komin upp. Ekki er Siglfirðingur ánægður með niðurröðun þessara Ijósa, telur sumstaðar oflangt en sumstaðar óþarflega skamt á milli þeirra. Ráðlegging. Siglfirðingur vill leyfa sjtír að benda hinni háttvirtu rafljósanefnd á, hvort ekki væri reynandi af fá peninga tii hjálpar- stöðvarinnar með almennu innan- bæjar útboði. Er ekki ótrúlegt, að einhverjir yrðu til að kaupa skuldabrjef af bænum fyrir þesáari upphæð, ef þau yrðu með sæmilegum vöxtum og ekki til of margra ára. SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, m i n s t 4 0 b 1 ö ð, kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostarbiað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje sldl- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir iniðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. A-l-s-k-o-n-a-r m-a-t-v-ö-r-u-r er best að kaupa í verslun Ásg. Pjeturssonar. I. O. G. T. Stúkan »Framsókn« nr. 187 heldurfundi á hverju sunnuudagskvöldi kl. 7,30 í leikfimishúsiniu Nýir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl, 3 á sama stað.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.