Siglfirðingur - 18.07.1924, Blaðsíða 2
118
SIOLFIRÐINGUR
V
Stórstúkuþing Templara
var háð á Akureyri dagana 7. til
13. þ. m. Mættir voru þar um 60
fulltrúar víðsvegar að af landinu, og
einn norskur stórstúkfjelagi, sem
var hjer á ferðalagi.
Pingið hófst með skrúðgöngu frá
samkomuhúsi bæjarius, og í kirkj-
una. Parfórfram hátíðleg guðsþjón-
usta; prjedikaði sra, Gunnar í Saur-
bæ, en vígslubiskup Geir Sæmunds-
son þjónaði fyrir alteri, og söngfl.
undir stjórn Sigurgeirs söngkennara
styrði söngnum, voru viðhafðir há-
tíðarsöngvar sra. Bjarna Porsteins-
sonar.
Pá var gengið aftur í skrúðgöngu
útað Templarahúsinu, og þingið sett
af Stórtemplar Ejnar H. Kvaran í
samkomusal bæjarins.
Af málum þeim sem þingið hafði
til meðferðar og sem voru mörg,
eru þessi hin helstu:
1. Breyting Siðbókarinnar. — í
samræmi við ákvörðun síðasta há-
stúkuþings, var æfilanga bindind-
isheitið afnumið við inngöngu í
regluna.
2. Unglingareglan fær hjer eftir sitt
sjerstaka þing sem hefir flest öll
mál hennar til meðferðar
3. Samþ. áskorun til stjórnarinnar
að halda kappsamlega áfram til-
raunum til ótvegunar nýrra fiski-
markaða.
4. Skorað á stjórnina að lilutast til
um, að bindindisffteðsla verði tek-
in upp í öllum barna- og unglinga-
skólum landsins.
5. Samþ. áskorun til stjórnarinnar
um betra eftirlit með áfengissölu..
lækna og lyfsala.
6. Afnám áfengisverslunar ríkisins
á Siglufirði. Um það mál mun jeg
skrifa sjerstaklega síðar.
7. Skorað á stjórnina að auka toll-
eftirlit, sjerstaklega hjer á Siglufirði
yfir síldartímann.
8. Skorað á stjórninaað vikjaþeim
embættismönnum úr embættum,
sem sannir verða að embædisvan-
ræksiu sökum drykkjuskapar, eða
láta sjá sig ölfaða á almannafæri.
Q. Samþ. að senda Indriða Einars-
son skáld, á norræna bindindis-
fundinn sem haldinn verður í Osló
í sumar.
Fjárhagur reglunnar er þröngur,
og var í því tilefni skorað á alla
bindindisvini, utan reglunnar sem
innan, að styrkja starfið með frjáls-
um fjárframlögum.
Yfirstjórn reglunnar hjer á landi,
hefir altaf áður átt aðsetur í R.vík.
Sú breyting varð á því á þessu
þingi, að framkvæmdaiiefndin var
flutt til Akureyrar, og skipa hana
þessir menn: St.T. Brynleiíur Tobí-
asson kennari Akrreyri, St.Kansl.
Porst. M. Jónsson kennari f. alþm.
Akureyri, St.Vt. Álflieiður Einarsd.
frú. Akureyri, St.Rit. Halld. Friðjóns-
son ritstj. Akureyri, St.Gjk. Guðbj.
Björnsson kaupm. Akureyri,St.gæsl.-
u. t. Steínþór Guðmundsson skóla-
stj. Akureyri, St.Kap. GunnarBene-
diktsson prestur Saurbæ, St.Fræðslu-
stj. Jón P. Björnsson kennari Sauð-
árkrók, St. fregnritari Sig. Kristjáns-
son kaupm. Siglufirði.
Pingið fór að öllu hið besta fram
og nefnd sú sem kosin hafði verið
af Akureyringum til að annast mót-
töku gestanna og allan imdirbún-
ing, leysti starf sitt hið besta af
hendi. Efndi hún einn daganna til
skemtifarar fram í Eyjafjörð og til
kaffisamsætis með ræðuhöldum og
dansleik í þinglok.
Fuiltrúarnir fóru flestir heim með
Botníu. J.
Erl. símfrjettir.
Pað er opinbeilega tilkynt að for-
ingi dönsku sendinefndarinnar í
Moskva, Schou, hafi verið skipað-
ur sendiherra Dana í Rússlandi og
foringi tilsvarandi nefndar í Khöfn
skipaður Margé d'affaires í Kaup-
mannahö"fn.
Macdonald fór skyndiför til París
8. þ. m. til þess að leiðrjetta mis-
skilning útaf væntanlegum Lund-
unafundi. Varð fundur þeirra Herri-
ots hinn vinsamlegasti og horfur á
góðu samkomulagi milli þeirra.
Tollsamningar Norðmanna og
íslendinga hata verið birtir: Fiski-
stöðvar Norðmanna hjer á landi má
reka meðan íslenskt saltkjöt nýtur
tolllækkunar í Noregi. Skipagjald
skal vera hið sama á öllum höfnum
Norðmönnum sje leyfilegt að nota
síldarbáta (snurpubáta) til flutninga
á höfnum og ákvæðið um að bátar
skuli vera á "þilfari og veiðarfæri
innanborðs skal óátalið þó fyrir-
skipunum þar um sjeekki nákvæm-
lega fylgt, ef bátarnir eru ekki
utanborðs til veiða. Ef skip er tek-
ið og vill ekki greiða sekt, skal það
látið laust áður en dómur er ákveð-
inn. Fiskiveiðalögin skal framkvæma
eins og áður með velvild til Norð-
manna, en engin tilslökun er gerð
á veiði, veikun eða umhleðslu í
landhelgi.
Lundunafundurinn liófst á mið-
vikudag og er búist við góðum af-
leiðingum. Ameiíkumenn óska eftir
fjárhagslegri samvinnu og innilegra
sambandi við Evropuþjóðirnar.
ítalskir flugmenn ætla að fljúga
frá Rómaborg til New-York og
leggja leið sína uin ísland og
Grænland.
Norsk söngmær,
Wisa Axelsen, er nýkomin hingað
til bæjarins, og ætlar að syngja í
Nýja Bíó á mánudagskvöldið.
Söngmær þessi hefir lært hjá
Amwan Erpecum Sem í Kristjaníu
og Kammersanger Jan van Gork-
om Pýskalandi.
Hún söng í fyrsta sinn opinber-
lega í Stavanger um jólin í vetur,
og fjekk einróma lof fyrir. í Stav-
anger Aftenblad er söngs hennar
getið á þessa leið:
Sangerinden Wisa Axelsen debut-
koncert igaar i Godtemplarsalen var
meget godt besokt, ogefterdet liv-
lige bifald at domme slog hendes
sang udmerket an. Frk. Axelsen
har en hoi, lys klingende sopran-
stemme, som delvis — særlig í hoi-
den — klang vidunderlig ren og
vakker.
Hún gerir ekki ráð fyrir að syngja
hjer nema aðeins einusinni, og er
vonandi að fólk noti tækifærið og
fylli húsið.
Söngmærina aðstoðar Molli Tjens-
vold.
A-1-I-s-k-o-n-a-r
skipakostur
ódýrastur í
versl. Sig. Kristjánssonar.