Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.07.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 18.07.1924, Blaðsíða 4
120 SIQLFIRÐINQUR Snurpunót í ágætu standi er til sölu nú þegar. Má borgast með síld. Ole O. Tynes. Umbúðapappír, pappírspoka og allar aðrar pappírsvörur selur ódýraslar og bestar, Heildverslun Garðars Gíslasonar Reykjavík. Ljereft, Tvisttau, Flúnel, Lasting, Sherting, Ermafóður, Molskin, Nankin og ýmsar fleiri vefnaðarvörur selur og útvegar eftir pöntun beint erlendis frá. Heildverslun Garðars Gíslasonar Reykjavík. þá orðinn kr. 64.883.50, lagt í slys atryggingarsjóð kr. 4.000 oger hann þá orðinn rúm 20 þús. kr. f bygg- ingarsjóð var lagt 6 þús. kr. og er hann nú orðinn um 40 þús. kr. og í endurnýjunarsjóð var lagt kr,12þús. Ágóðaþóknun starfsfólksins var kr. 9300,00 og arður til hluthafa 10 prc. nam kr. 12.260.00. Bókasafn dr. Jóns heitins Þorkels- sonar hefur verið selt til Noregs fyrir 30 þús. kr. Jóhann Krisjánsson hefur verið settur læknir í Höfðakverfishjeraði frá 1. júlí. — Jón Benediktsson hef- ur fengið veitingu fyrir Hofsóshjer- aði. Ljóðabók eftir Guðmund Friðjóns- son kemur út í haust. Fundur innstæðueigenda í Spari- sjóði Árnessýslu hefur samþykt að ganga að tilboði Landsbankans um að taka sjóðinn að sjer gegn því að borga 75 prc. af innstæðufjenu. Þórarinn B. Þorlákson, listmálari og bóksali í Reykjavík, andaðist 10. þ. m. úr hjartabilun. Stórstúkuþinginu var slitið 12. þ. m. Frjettir af því eru á öðrum stað hjer í blaðinu. Winnipegborg varó 50 ára 18. f. m. og var þess minst með hátíða- höldum. Amerískur botnvörpungur fórst við Nýja-Skotland í Kanada 27. maí Níu menn druknaðu; þaraf þessir íslendingar: C, Ebenezarson, Ó. Þor- láksson, Ólafur Jensson, G. Qríms- son og Sigurður sonur hans. Fallbyssa hefur verið sett á íRór* áður en hann fór til eftirlits með síldveiðunum. Fallbyssumaður af »Fyllu« verður á skipinu í sum- ai til þess að gæta vopnsins. »Fylla« tók enskan togara að veið- uin í landhelgi við Garðasjó 9. þ. m. Játaði hann brotið og fjekk 10 þús. gullkróna sekt. Auk þess var afli og veiðarfæri gert upptækt. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Níelsson. Kveðjuorð. Hjer með votta jeg ölluin þeim ástar þakklæti mitt, er sýndu mjer samhug og hjálpfýsi er jegvarð fyr- ir þeirri sáru sorg að missa bróour minn; sjerstaklega þakka jeg Helga Hafliðasyni kaupmanni, konu hans og syni, sem sáu um ailan kostnað er að jarðarförinni laut og tóku ekki einn eyrir fyrir. Rótt sárar minningar sjeu bundn- ar við þennan stað, þá þroskast mitt í sorginni ljúfar endurminning- ar um þá menn, er hafa reynst mjer sannir vinir í þessum þungu kring- umstæðum, minningar, er verða mjer ógleymanlegar. Siglufirði 12. júlí 1924 Guðmundur Ásmundsson Skaftfellingur. Þakkarorð. Innilegt hjartans þakklæti viljuui við votta öllum þeim sem á einn eða annan hátt sýndu okkur sam- úð og vinsamlega hjálp við hið sviplega fráfall, og jarðarför, Sigurð- ar sonar okkar. Viljum við sjerstak- lega nefna góðtemplarastúkuna Fram- sókn og útgerðarmann Ola Tynes, sem að öllu leiti kostuðu útförina. Biðjum við himnaföðurinn að launa þessu raungóða fólki, alla hjálp þess og fórnfýsi. Siglufirði 12. júlí 1924 Jóhanna Arngrímsdóttir Ingimundur Sigurðsson. Nýkomið: Blúndur allsk. Kniplingar Leggingabönd Herkulesbönd Tvinni Misl. bómullartvinni L'ífstykki afar ódýr Tölur Lásnælur Teygjubönd margsk. Flibbahnappar Hnappamót Smellur hv. og sv. Títuprjónar Bandprjónar Fingurbjargir Kjólaspennur Hárnet Brodergarn D. M. C. Skúfasilki Leðurbelti og margt fleira Versl. Sig. Kristjánssonar. Siglufjarðarprentsmiðja 1924.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.