Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.08.1924, Síða 1

Siglfirðingur - 01.08.1924, Síða 1
I. árg. Saltfisksmarkaðurinn. Árið 1923, var fluttur til Genua verk- aður og óverkaður saltfiskur: Frá Noregi ca. 290 tonn — íslandi — 9554 — — Newfoundlandi — 1898 — — Frakklandi — 4700 — — Englandi — 97 — þar að auki koma hjerumbil 200 tonn frá Danmörku og um 50 tonn frá Pýskalandi, en sá fiskur mun vera af ísl. uppruna. Pegar samanburður við árið 1922 er hafður í huga, má sjá að mun meira hefur verið flutt inn 1923, sjerstaklega af íslenskum og frönsk- um fiski, sem ryður sjer meir og meir til rúms, sá fyrnefndi vegna gæða og sá síðarnefndi vegna lág- gengisins. Innflutningur Newlound- lenskum fiski var svipaður og hef- ur áður verið, en það var ekki góð- ur fiskur. Norski fiskinnflutningur- inn var mjög lítill, aðallega sýnis- horn, og stafar það af því að fólk- ið vill heldur ísl. fiskinn. Yfirleitt hefur það verið svo síð- ari árin, að innflutningur á ísl. fiski hefur aukist að mun á Ítalíu og fólkinu þar fellur betur og betur í geð verkunin á honum. En hann geymist ílla og verður því tæplega fluttur þangað heitustu mánuðina. Birgðir voru litlar nú um áramót, og er gert ráð fyrir að þær verði fyrir löngu þrotnar áður en ný framleiðsla kemur á markaðinn. Má því búast við háu verði, þó að ým- islegt geti stuðlað að því að lækka það, t. d. ef mikið berst að. Samt sem áður er margt sem bendir til, að saltfisksverðið verði svipað 1924 eins og það var 1921. Siglufirði 1. ágúst 1924. Bókafregn. »Fylkir«. Tímarit um verkvísind og þjóðmál, m. m. Ritstjóri og út 'gefandi Frímann B. Arngrímsson. Níunda ár. Tímarits þessa, sem nú kemur út í níunda sinn, hefir að und- anförnu verið að Iitlu getið í blöð- unum. og er það næsta mikil furða, því telja má, að það sé eitt hið merkasta tímarit sem gefið ér út á íslandi. Hefir það jafnan haft inni að halda margvislegan fróðleik, og svo er enn. Aðal rnálið, er það heflr flutt, og flytur enn, er hvatning ritstjórans til manna um að nota hvítu kolin, rafmagnið, til Ijósa, eldunar og hit- unar, hefir hann nú um 30 ára skeið barist fyrir þessu málefni og feng- ið litla áheyrn. Hefir það þó sann- ast, að hann hefur besta þekkingu allra manna hér á landi í þeim efnum. Fyrsta greinin í þessu tímariti er um þetta efni. Skýrir ritstjórinn þar frá með Ijósum tölum, hve mikið landsmenn hafa goldið á undanförn- um 29 árum fyrir Ijósmeti og elds- neyti, einkum steinolíu og kol, og telst honum til, að það muni vera um 91 miljón króna. Annað áhuga- mál ritstjórans er takmörkun inn- flutnings og notkunar á munaðar- vöru er hann sýnir fram á, að flutt hafi verið inn á síðustu 43 ár- um fyrir yfir 13 0 m i 1 j ó n i r k r ó n a. Með því að sýna og sanna hve mikið fé fer fyrir munaðarvörur, svo og til ljósmetis, og eldneytis, kemst ritstjórinn að þeirri föstu niðurstöðu að ekki sé hægt að kenna um fátækt landsmanna, að ekki er komið lengra á veg með raf- lýsingu og rafhitun íbúða en er. Rað yrði of langt mál að skýra 31. blað frá öllu því er rit þetta hefir inni að halda, en svo menn sjái að rit- stjórinn kernur víða við setjeglijer efnisskrá ritsins: 1. Síðasta fýrspítan. 2. Steinarannsóknir á síóastiiðnu ári og fl. 3. Hennar hátign, skuld og full- veldið. 4. Hringsjá. 5. Endurminningar frá þjóðmála- fundinum. 6. Hvar á að spara og hvernig? 7. Fullveldisdraumar og flónska. 8. Veðsetning íslands ogviðreisn almennings. 9. Nýtísku mentunin. 10. Akureyri og Norðurland. 11. Ritsjá. 12. Mannalát. Allar eru ritgerðirnar snildar vel skrifaðar, en vera kann, að sumar setningar láti illa í eyrum þeirra er verða fyrir skeytum riístjórans, sem víða eru skörp. Er það síst að undra þegar litið er á við hver kjör hann hefir orðió aó búa um undanfarin ár, virtur að vettugi og nær því hrópaður niður af sér minni mönnum. Þá, sem vilja kynna sér hið raun- verulega fjárhagsástand íslands, vil jeg hvetja til að kaupa rit þetta og lesa, og hver er sá, er ekki vill vita um ástæður þjóðarbúsins, sem hver og einn landsmaður er meðeigandi í. H. J. Erl. símfrjettir. Professor Miethe í Beriín hefur tekist að framleiða gull úr kvika- silfri. Kostnaður við að framleiða 1 kíló er 20 miljónir gtillmarka. Bandaríkjamenn hafa lokið for-

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.