Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.08.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 01.08.1924, Blaðsíða 2
SIQLFIRÐINOUR 122 SIGLFIRÐINO UR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostarblað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. seta tilnefningu og verða þessir í kjöri: Frá Republikönum Coolidge, núverandi forseti; frá Demókrötum William Dawis fyrv. sendiherra í London og frá jafnaðarmönnum La Folletta frá Wisconsin. Disconto- og Revisionsbankinn í Khöfn hefir stöðvað útborganir fyrst um sinn. Erfiðieikar á ráðstefnunni í Lon- don, aðallega viðvíkjandi lánveit- ingum til viðreisnar Pýskalandi. Hafa ýms skilyrði komið fram frá fulltrúum lánveitenda, svo óvíst er hvernig málið endar. Norska stjórnin hefir sagt af sér vegna þess að þingið feldi frum- varp hennar um afnáni bannlaganna. Rvík 1. ágúst Stjórnarskífti í Noregi. Mowinkel forsætis- og utanríkisráðherra, Paul Berg dómsmálaráðherra, Five land- búnaðarráðherra, Holmsbo fjármála- ráðherra, Meling verslunarráðherra, Tveiten kirkjumálaráðherra. Útlit fyrir hungursneyð á kom- andi vetri í Rússlandi. Lítil steinolíulind fundin nálægt Oautaborg. Pýskaland fær yfirráð yfir fjármál- um og tollmálum í Ruhrhjeraðinu. Qwest kom til Reykjavíkur með skipshöfnina af Teddy. Doktor Svendsen, danskur mað- ur, flutti fyrirlestur í Rvík um rauða- krossinn. Garðyrkjusýning verður haldin í Rvík síðast í ágúst. Larebell, breskt herskip liggur í Rvík. Giiðm. Thorsteinsson listm.ílari andaðist I Sölleröd 26. júlí. S va r >Grillir« notar skúmaskot (skarnið rotið gleymsku) og visku þrotinn fór á flot fullur þotum heimsku. A. Johnson. »Sjer þú það Pórour, ckki grilii jeg þaó var haft eftir Geir Zöega* Sama varð Siglfiróingað orði. Hann sjer ekki hvert skeyti þessu er stefnt og grunar helst að örin bendi svo langt frá marki, að »fjandinn sjái hr.na el.ki í besta kíki«. Þýðing eggjahvítunnar. Kafli úi skýtslu Hvanneyraskólans. Pegar þvagrannsóknin kom um veturinn 1Q13, með þessu litlaköfn- unarefnismagni, var strax gerð smá fóðurstilraun. Pá um veturinn var tiJ slatti af matarsíld í tunnu. Voru nú 2 kúm gefnar 2 síldar á dag hvorri. Voru þær rétt strax mjög gráðugar í sildina, benti það líka á þöríina. Efttr stuttan tima græddu þær sig um 2 lítra hvor af mjólk. Eg fjekk 1 kg. af mjólg fyrir 1 síld. Voru það allgóð skifti og benti líka greinilega á, að fóðrið væri illa sam- sett og ófullnægjandi til mjólkur- myndunar. Petta er fyrsta ástæðan til þess að eg fór smátt og smátt að breyta um fóður mjólkurkúnna. Minka hey- gjöfina, sjerstaklega þurheyið, en f þess stað blanda sáman ymsum öðrum fóðurtegundum. Heftr það gefist mæta vel, eins og eftirfar- andi samanburður sýnir á árunum 1913 og 1923. Veturinn 1913 fjekk meðalkýriná Hvanneyri í 38 vikna innistöðu 1568 f. e. af heyi og mjólkaði á þe'm tíma 1593 kg. 1923 vóru kymar inni á gjöf í 32 vikur og sje mjólkur og fóðurtími styttur um 6 vikur, svojafn langur verði og 1923, eru hlutföllin þessi: 1913 1923 Vetrarmjólkin .. 1342 kg. 2229 kg, Sumarmjólkin . . 57fj — 1022 — Heyfóður (32 v.) 1320 fe. 1124 fe. Fóðurblanda 216 — Ársmjólkin . .2163 kg. 3251 kg. Vetrarfóðrið ... 1568 fe. 1340 fe. Meðalkýrin 1923 hefir jetið 20 fe. meira. en meðal kyrin 1913 á sama tíma, en líka mjólkað á þess- um tíma 887 kg. ineira af mjólkeða alls yfir árið 1088 kg. Sviar og Danir fá í nautgripa- ræktunarfélögunus sínum 3 kg, ai mjólk fyrir hverja 1 fe. I afurða fóðrinu. Reiknað eftir sömu reglum og þeir, fengum við 1.9 kg., en 1923 3.09 kg. fyrir hverja foðurein- ingu í afurðafóðrinu, eða nálega sömu tölu og þeir. Meira. Siglufjörður. »Siglfirðingur<- gat ekki komið út um síðustu helgi vegua anna, á prentsmlðjunni. Ritstjórinn er nú á ferðalagi vestur í Skagaf. ogannastjónjóhaitnesson um út- komu blaðíins í fjarveru hans. Eru menn beðnir að snúa sér til hans, eða til Stefáns verslunarm. Stefánssonar með auglýsingar og annað, blaðinu viðkomandi. Afli. Síldveiði var góð fyrri viku, og mun um síðustu helga hafa yerið búið að salta hjer á Siglufirði um 40 þús. tunnur. Þessa viku hefir veiðin verið fremur treg, enda hafa þokur talsvert hamlað. Þrfr farmaraf »íld hafa þegar verið sendir af stað hjeð- an til Svíþjóðar. Þ o r s k a f 1 i hefur verið allgóðar Tíðin hefur veríð nokkuru betri nú á síðkast- ið. Þokur hafa að sönnu verið, en hlýtt veður. Orasvöxtur er nú að verða í með- allagi á túnum, en ljelegur á útengjum. Sláttur byrjaði alment um fyrri helgi. Skipstrand. Um fyrri helgi strandaði Nýpan ferey- iskur bofnvörpungur, á Skallarifi við Skaga. Mannbjörg varð, en skipið sökk. Það var á Ieið hingað norður á síldveiðar. Nokkur síldarskip hafa runnið á grunn nú síðustu dagana i þokunni, en öll náð sjer sjálf af aftur, og án verulegra skemda.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.