Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.08.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 29.08.1924, Blaðsíða 3
SIOLFIRÐINOUR 127 Kaupendurnir eru beðnir afsökunar á drætti þeim sem orðið hefur á útkomu blaðsins, sem stafar af fjarveru út- gefandans og því að ekki náðist samkomulag um prentun blaðsins á meðan. enn geti þær öruggar kallast og því síður fullkomnar, eru víst sára fáir sem efast um að þær áður langt líður verði það. En sem komið er, hefur þó ekki tekist að koma á loftsiglingum yfir hin stóru höf atlants- og kyrrahaf- ið, en þúsundir viturra og hugvit- samra heila, gefa sig nú alla við að leysa þá Herkúlesar þraut. Flug Ameríkumannanna sem nú gista land vort, er einnig gjört í þessum tilgangi. Þrjú af stórveldum heimsíns hafa stofnað til flugferða í þeim tilgangi að fljúga umhverfis hnöttinn, og nota reynsluna sem fæst á þann hátt til þess, að finna upp flugvjel sem geti á hvaða tíma sem er, flog- ið yfir hin stóru höf. England og Frakkland hafa sent einka flugvjelar í þennan leiðangur en hermálastjórn Ameriku sendir fjórar flugvjelar og er þeim stýrt af fræknustu og bestu flugmönnunum. sem þeir eiga. Tilgangur með því, að senda svona margar flugvélar er sá, að þær geti sem best veitt hverri ann- ari aðstoð, og ennþá fremur eftir- tekt á fluginu, svo reynsla þeirra verði sem víðtækust og ábyggleg- ust og hugmyndin sem skýrust um það, hvernig best muni að haga loftferðum framtíðarinnar, Það fór sem kunnugt er, að einni flugvjelinni hlektist á á leiðinni. Eins og vængskotin örn sökkhún í freyðandi bylgjur hafsins en giftu- samlega tókst það, að fluggörpun- um varð bjargað. Einnig þetta ó- happ getur hjálpað tii að ná tak- markinu. Það er oft dýrt að afla tnentunar í skóla reynslunnar. Nú hendir annað óhappið; lega íssins við Grænlandsstrendur er svo ó- hagstæð, að loftfararnir treystast ekki að svo komnu til að halda ferð- inni áfram. Vonandi komast þeir Ieiðar sinnar og farnast vel. Vjer íslendingar óskum og vonum góðs árangurs af ferðinni. Fyrir oss íslendinga eru allar framfarir í fluglistinni mjög svo þýðingarmiklar. Land vort er afskekt og þótt samgöngur á sjó megi kall- ast góðar nú móts við það, sem var fyrir fáurnárum, þá geturþó hafísinn altaf lokað hálfu landinu um lengri eða s k e m r i t í m a. Fannkyngi fyrirbyggir árlega flutn- inga um landið, og húm og regin- fjöll og vegleysur hindra samgöng- ur og útiloka flutning bjargræðis frá suðurlandi til norðurlands í ísa- árum. Vjer norðlendingar getumenn orðiðhungur- m o r ð a í þ ú s u n d a ta I i þ ó 11 syðra sjeu alsnægtir. Það er líklegt, að þess verði ekki langt að bíða, að járnbraut verði bygð milli suður- og norðurlands, þegar fossaafl landsins hefur verið beislað. Slíkt mundi að vísu verða ómetanlegt hjálparmeðal þeim sveit- um sem næstar ýrðu en útkjálkabæirn ir, eins og t. d. Siglufjörður, yrðu jafn bjargþrota á ísaárunum. Af hinum hraðstígu framförum flug- listarinnar, má hiklaust draga þá á- lyktun, að það verði aðeins stund- arbið, að loftferðir takist reglu- bundnar, milli Evrópu og Ameríku með ísland sem millistöð. Hitt er heldur engin fjarsiæða að ætla, að innan skams verði raf- magn, unnið úr fossafli, notað sem hreyfiafl flugvjelanna. Komi svo málum, stæði ísland jafn fossauð- ugt og það er,- flestum löndum betur áð vígi til að taka fluglistina í þjónustu samgangnanna, þá mundi þess skamt að býða að flugvjelar svifu yfir landið þverrt ogendilangt, og færðu íslenskum bæjum og sveit- um brauð og björg á þrenginga- tímunum og yrðu höfuð slagæð framfara og framkvæmda í góð- ærinu. Þá — þegar ísland er orðið höf- uð tengiliðurinn í samgöngum Ame- ríku og Evrópu, hefir fengið innan lands samgöngur sínar í sama horf og önnur mentalönd heimsins og tekið fossa aflið íþjónustu iðnað arins, — þá á landið glæsilega tíma í vændum, — ef til vill glæsilegri en nokkurn dreymir um nú. JJ- SIGLFl RÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst40blöð kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. í lausa- sölu 15, aura blaðið. Erlendis kostar blað- ið 5 króiuir. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef; Erl. símfrjettir. Samkomulag varð um það á Lundunafundinum að Frakkarverði alfarnir með her sinn úr Ruhrhjer- uðunum í ágúst 1925. ToHur á þýskum vörum í Eng- léndi hefur verið hækkaður aftur úr 5% uppí 26%, eða eins og hann var áður. Alþjóóafundur áformaður í Genf í næsta mánuði. Búist við að Mac- donald leggji fram frumvarp um afvopnun stórveldanna. Bandaríkjamenn telja engin vand- kvæði á að útvega Þjóðverjum Ián til skaðabótagreiðslu strax og þeir geti sett viðunandi tryggingu. Frj etti r. Islandssundið fór fram 10. þ. m. og vann það Erl. Pálsson. 2 menn druknuðu við Vestmann- eyjar 20. þ. m., annar giftur en hinn ógiftur. Voru að sækja hey til lands. Kristján Linnet hefur fengið veit- ingu fyrir Vestmanneyjasyslu, og fór hann þangað með Esju síðast. Magnús Guðbrandsson vann Ála- fosshlaupið. Samkv. þingsálykfun frá síðasta þingi hefir nú verið skipuð kælis- kypsnefnd. í henni eiga sæti: Emil

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.