Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.08.1924, Blaðsíða 4

Siglfirðingur - 29.08.1924, Blaðsíða 4
128 SIGLFIRÐINOUR Cement og • Saumur nýkominn. Friðb. Níelsson. Níelsen formaður, Jón Árnason, Carl Proppé, Halldór Porsteinsson og Fr. Pórhallsson. Flugmennirnir Smith, Nelson og Locatelli lögðu á stað frá Reykjavík til Fredriksdal a Grænlandi kl. 774 f. h. 21. þ. m. Kl. 1 sama dag voru þeir komnir vel hálfa leið og eftir 10 og 11 stunda flug komu þeir Smith og Nelson á áfangastaðinn en vél Locatelli bil- aði svo hann varð að setjast á sjó- inn. Eftir hálfan fjórða sólarhring fann »Richmond« hann 130 mílur austur af Hvarfi. Voru flugmenn- irnir aðframkomnir og yfirbugaðir og vjelin alveg ónýt. Nú eru Smith og Nelson komnir til Labrador heilir á húfi. Væri ósk- andi að þeim gengi vel það sem enn er eftir af hringferðinni. Helgeislinn. Englendingur einn, Mr. Grindell Matthews, hefir fundið upp eða lært að beita, ósýnilegum straum er hann kallar Helgeisla. Geisli þessi er talinn svo sterkur, að hann geti drepið alt lifandi í Iangri fjar- lægð, stöðvað aflmiklar vjelar á sama augnabliki og honum er beint á þær og látið öflugustu flugvjelar falla til jarðar eins og vængbrotinn fugl. Mr. Matthews er nú í Lyon og leitast við að selja uppfyndingu sína, þennan kingikraft sem ef hann reynist eins og af er látið, getur orðið til þess, að gjöra allan her- búnað heimsins að engu. Málverkasýningu hefir Sveitin Pórarinsson opna í barnaskólanum á laugardaginn og sunnudaginn n. k. frá kl. 11 f. h. til kl. 9 e. m. Trjaviður væntanlegur í næsta mánuði. Friðb. Níelsson. Borgið! Allir þeir, sem skulda við verslun mína, eru hjermeð ámintir um, að greiða skuldir sínar í síð- asta lagi fyrir 10. n. m. Andrjes Hafliðason. T\2 & mótorbátur fæst keyptur með tækifæris verði. Nánari upplýsingar gefur skipstjórinn á m.k. „Isafold" Nýkomið: Bollapör Diskar Gummístígvjel drengja og fullorðna Kusthausar Gardinutau Lakaljereft 8kr. ¦' Iakið Blátt nankin í vinnuföt Saccharine Lampar Lampaglös. Verzlunin ,,Hamborg". I. O. G. T. Stúkan »Framsókn<: nr. 187 heldurfundi á hverju sunnudagskvöldi kl. 7,30 í leikfimishúsinu. Nyir meðlimir velkomnir. Unglingastúkan »Eyrarrós« nr. 68 held- ur fundi á hverjum sunnudegi kl. 3 á sama stað. Þurkað betisín mjög hentugt til að hita upp prím- usa og önnur gasáhöid, fæst hjá Friðb. Níelssyni. Útgefandi og ábyrgðarmaður: Friðb. Nielsson. Siglufjarðarprentsmiðja 1924.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.