Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.09.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 05.09.1924, Blaðsíða 2
130 SIQLFIRÐINOUR SIGLFIRÐING UR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degi. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. f lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostarblað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. hver centimeter dálksbreiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sem auglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. nýjuð og hrein í traustinu og trúnni á guð. Sem sýnishorn ritsnildar Papinis vil jeg þýða nokkrar línur úr kaflan- um um syndugu konuna, sem smurði fætur Frelsarans í húsi Sím- onar líkþráa: tHún kemur hljóð inn í húsSímonar með alabastkrukku sína. Hún hefur sjeð Jesús áður og heyrt hann tala. Hin synd- uga kona hefur komist að raun um að til cr kærleikur, sem er fegurri, sem ekk- ert á skylt við munað eða girnd, ogað fátækt er til, sem er auðugri en gull og silfur. Hendur hennar og líkami eru nú hrein og augun geta grátið. Hún er nú reiðubúin til að gauga inn í ríkið eftir boði konungsins. Hún vill á einhvern hátt sína Frelsaranum þakkl. sitt, og fyrir allra augum, vill þakka honum sem hefur frels- að sál hennar og hrifið hana burt frá sví- virðingu og skömm, honum sem gefur henni þar að auki von, sem er svo 6- endanlega dýrðleg, að öll jarðnesk á- nægja hverfur. Hún gengur feimin og bljúg með lokaða krukkuna, eins og lítil skólastúlka, án þess að mæla eitt orð, lítur aðeins kringum sigeittaugna- blik, til þess að sjá hvar Frelsarinn sit- ur, og hún finnur að allra augu mæna á sig í undrun yfir hvað hún ætli að gera. Hún brýtur svo hálsinn á krukkunni, og fer að smyrja Jesú með auðmjúkum ástúíugum höndum með ilmandi, dýr- mætum smyrshim en allra augu stara á hana undrandi. Eftir að hún hefur smurt hárlokka Friðatboðans, legst hún á knje og fer að smyrja fætur hans með blíðri umhyggju, eins og ung móðir, sem í fyrsta skifti þvær nýfædda barnið sitt. En svo eru kraftar hennar þrotnir. Hún getur ekki lengur stjórnað tllFnningum sínum, blíðu og auðmýkt, sem kremur hjartað, reyrir hálsinn saman og gerir augun þrútin, Hún vill svo gjarnan segja eitthvað, aðeins þökk, hreina og hjart- fólgna þökk fyrir hið góða, sem Frels- arinn hefur gert fyrir hana, og fyrir hið nýja, bjarta Ijós, sem hann hefurkastað yfir tiiveru hennar. En hvernig á hún að geta mælt nokkurt orð, sem samsvar- að geti þeirri óútmálanlegu náð, er hann hefur auðsýnt henni, orð, sem honum sjeu samboðin. Auk þess skjálfa varir hennar svo mikið, að hún mundi ekki geta stunið upp neinu orði, En úr því að hún getur ekki talað með munninum, verður hún að láta augun tala, og hin brennheitu tár detta hvert á fætur öðru niður á fætur Frelsarans sem þögul þakklætisfórn«. ÖIl bókin er þessu lík, brennandi af aðdáun og kærleika til Frelsar- ans, sem er hin einasta lífsvon vor og leiðarstjarna í heiminum«. Eftirlitsleysi með slátrun sauðfjár. Jeg mætti nýlega hundi á götunni og var hann að burðast með eitt- hvað, sem honum veittist mjög erfitt. Pegar jeg fór að gá betur að var þetta hvorki meira nje minna en vinstur og laki úr kind, sem hann var að reyna að draga á afvikinn stað til þess að geta setiðaðþess- ari krás í næði. Pjer finnst þetta lesari, ef til vill hlægilegt að jeg skuíi færa þetta í frásögur, en nú skulum við segja að sullur hafi verið í hráæti þessu, hundurinn jetið hann, og þar af- leiðandi fengið bandorma í garnir sínar, og egg ormanna á síðan borist í fjölda manna og þeir orðið sullaveikir og þurft að leggjast á skurðarborðið undir hníf læknisins og orðið að þola kvalir í Iengri eða skemri tíma að eins fyrir vanrækslu slátrarans, að láta hundinn ná í sullinn. þessi atburður varð til þess að jegfór upp á »blóðvöll« þar sem slátrað er nú daglega, og lítur þar alt annað en þrifalega út. Par er alt löðrandi í görnum og allskonar hráæti úr kindunum bæði fyrir innan og utan girðinguna, og þarna geta hungraðir hundar satt hungur sitt! Hjer i þessum bæ erfjöldi hunda sem bæði börn og fullorðið fólk hefir mikil mök við, og væri því ekkert óeðlilegt þótt sullaveiki gerði hjer einhverntíma vart við sig, ef að þessu eftirlitsleysi með slátrun sauð- fjár heldur áfram. Sullaveiki í mönn- um væri ekki til ef að hundar næðu ekki í sulli úr sauðkindinni. Hundarnir erit milliliður — sauð- kindarinnar og mannsins. — Sullaveikin er því miður svo al- geng enn hjer á landi, að 2 skurð- læknar, sem nú starfa í Rvík, hafa gert sullaskurði á nærri 400 sjúk- lingum, eftir því sem Ounnlaugur Claessen læknir skýrir frá í Pjóð- vinafjelagsalmanakinu 1925, í rit- gerðinni »Betur má ef duga skal«. Par segir m. a. svo: ------- — Ef íslenskir hundar ná ekki upp frá þessum degi að jeta sull — sem er einn þráðurinn í æfi- skeiði ormsins, verður enginn hund- ur framar ormaveikur og bandorm- urinn því útdauður með þeirri hundakynslóð, sem nú lifir. Afleið- ingin af því yrði aftur sú, að menn sýktust ekki framar af sullaveiki á íslandi og bændur hættu að missa fje silt úr höfuðsótt; |en höfuðsótt eða vanki er sullaveiki í heila sauð- kindarinnar. - —• — Sullaveiki orsakast af kæruleysi og menningarleysi. Læknirinn segir ennfremur, að engu hráæti megi fleýgja í hundana, því í því geti hæglega verið sullir sem menn ekki verða varir við, og telur hann besta ráðið að brenna eða grafa djúpt í jörð niður. — Jeg hefi vakið hjer máls á þessu af því að jeg álít að hjer sje um hættu að ræða, ef ekki verður nú þegar ráðin bót á þessu. Peim mönnum, sem slátra, má ekki líðast það lengur að hundar nái í hráæti úr kindunum og fari á »skemtigöngu« með það út úm all- an bæinn! S. B. K. Otfluttar ísl. afurðir. Samkvæmt uppgjöf hinnar nýju gjaldeyrisnefndar nam útflutningur íslenskra afurða í júlímánuði um 18 miljón og 600 þúsund kr. af öllu landinu. Par af saltfiskur, bæði verk- aður og óverkaður, um 6 miljónir, síld rúmar 600 þús., Iýsi tæp 800 þús., ull rúm 780 þús., hross um 110 þús., sundmagar um eitt þús., fiskimjel um 59 þús. og Iax um 45 þiís. kr.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.