Siglfirðingur


Siglfirðingur - 05.09.1924, Síða 3

Siglfirðingur - 05.09.1924, Síða 3
SIGLFIRÐINGUR 131 Erl. símfrjettir. Ný byrjað er á viðskiftasamning- um milli Belgíu og Rússlands. Er ætlun Rússa að gera Antwerpen að aðal miðstöð verzlunar sinnar við vesturþjóðirnar. Macdenald hefur skrifað Herriot brjef og lýsir þar yfir, að hann á- Iíli Ruhrhjeraðstökuna með öllu ó- leyfilega, og skorar á. Herriot að kalla heim herinn hið bráðasta. Hef- ir brjefið vakið miklar umræður í Frakklandi. Tillögur sjerfræðinganefndarinnar um skaðabótagreiðslur Rjóðverja hafa nú verið undirskrifaðir. Lán handa Pjóðverjum, að upp- hæð 40 miljónir sterlingspund, hef- ur verið boðið út. Útboðsfrestur til 15. október, Ákaflag aðsókn ráðgerð að þjóð- bandalagsfundinum í Genf, og bú- ist við góðum árangri af honum. Sódavatns- útflutningurinn. Ein vörutegund er nú komin uí íslenskum útflutningsskýrslum, sem ekki hefur sjest þar áður, og það er sódavatnið. Að vísu er hjer ekki um háar tölur að ræða, enda er þetta aðeins byrjun, dálítill vísir, sem ekki er ólíklegt að eigi fyrir höndum að dafna vel. Forstjóri gosdrykkjaverksmiðjunn- ar „Siríus“, hr. Frans Andersen hefur skýrt Verslunartíðindum þann- ig frá tildrögunum. Snemma í síðastliðnum apríl mán- uði fengu 2 hóteleigendur í Aber- deen á Skotlandi sódavatn frá „Sirí- us“, á Lagarfossi. f’ótti þeim það svo bragðgott, að þeir pöntuðu sódavatnssendingu þegar í stað. Voru þá sendar 1500 flöskur 19. apríl og var verðið (cif) 439 kr. 85 aur. 30. júlí voru svo sendar enn á ný 800 fl, f. kr. 233.56. Hingað til hefur ekki verið sent meira út, en pantanir eru komnar fyrir nálega jafnmiklu og út hefur verið flutt. Vegna margvíslegs kostnaðar hef- ur þetta sódavatn orðið dýrara en hægt var að fá það annarsstaðar frá. En þrátt fyrir það seldist það svo vel, vegna þess að það þótti öðru sódavatni betra. Petta er í sjálfu sjer ekki undarlegt þegar þess er gætt hvað veldur, að það er hreina Gvendarbrunnavatnið, sem gjörir drykkinn svalandi og Ijúf- fengan. Petta góða vatn þekkja allir Reyk- ingar og fleiri, en hitt er sennilega færri kunnugt um, að fyrir mörgum árum sendi Ásgeir heit. Torfason efnafræðingur vatn til rannsókna og fjekk það svar, að óvíða mundi fást annarstaðar hreinna eða betra. Sje gert ráð fyrir að eftirspurn eftir íslensku sódavatni fari vaxandi frá útlöndum, sem ekki er ósenni- legt, eftir því sem fleiri kynnast því og kunna að meta gæði þess, þá mæta tiifinnanlegir erfiðleikar sem er fjárskorturinn, því þá mundi þurfa allmikið rekstursfje. En hjer eru byrjendur, sem verða að fikra sig áfram stuðningslítið, og eru jafnvel svo óhepnir að beina að sjer erlendri athygli á hafttímum, sem eru framleiðslu þeirra þrándur í götu. Að vísu mun flösku-innflutn- ingur frjáls, en án nokkurs inni- halds. Gjörir þetta vöruna dýrari en hún annars þyrfti að vera, ef framlefðslukostnaðurinn Ijettist með innflutningi öls eða annara löglegra drykkja. Er það leitt að þing og stjórnar- völd, í stað þess að styðja, gjöra ógagn þarflegum fyrirtækjum, sem ekki óliklega hafa allmikla framtíð- armöguleika í sjer fólgna. („Verslunartíðindi".) Læknaþingið sem haldið var á Akureyri í sumar, samþykti meðal margs annars þess- ar tillögur: 1. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að láta ekki drykk- felda lækna vera í embætti. 2. Fundurinn skorar á ríkis- stjórnina að hlutast til um, að feld verði úr núgildandi lög- um heimild lyfsala og hjerað- lækna til að selja mönnum á- fenga drykki eftir lyfseðlum. Pað þykir tíðindum sæta, að slík- ar samþyktir skuli koma frá lækn- unum sjálfum, þeirri stjettinni, sem mest og best liafa hagnast á um- ræddri heimild. Mætti það verða fyrirboði gagngjörðra endurbóta um meðferð áfengis á landi hjer. Frj etti r. H.f. Kveldúlfur í Rvík hefurkeypt Hjalteyri við Eyjafjörð fyrir 140 þús. krónur. Seljandinn er ekkja Jóns heitins Norðmanns. 24. ágúst var háó hjólreiðakapp- mót í Rvik á 90 km. vegalengd. Keppendur voru 11 en aðeins 3 komust alla leið. Þorst. Ásmunds- son var 4 kl. 21 m. 40 s. Axel Grímsson var 4 kl. 35 m. 24,5 s. og Jón Kjartansson var 4 kl. 54 m. 25 s. »Snorri Goði« heitir nýr botn- vörpungur sem h. f. Kveldúlfur hefur keypt frá Noregi. »Afmælisfjelagið« heitir nýtt fje- lag sem nokkrir menn hafa stofnað í Rvík, og eru í stjórn þess Ólafur Lárusson, Georg Ólafsson, Ársæll Árnason, Egill Jacobsen og Magn- Kjaran. Sjera Stanley Guðmundsson á Barði í Fljótum, hefur tekið sér ætt- arnafnið Melax, og fengið staðfest- ingu stjórnarráðsins á því. Matthías Rórðarson hefur nýlega fundið bæjarrústir Herjólfs Bárðar- sonar lándnámsmanns Vestmann- eyja. Dómur er fallinn í máli því sem S. í. S. höfðaði gegn Birni Krist- jánssyni fyrir ritið »Verslunarólagið«. Krafðist Sambandið að fá hálfa miljón króna skaðabætur auk hæfi- legrar sektar. — Dómurinn sýknaði Björn af kröfum Sambandsins, en dæmdi nokkur ummæli bæklingsins dauð og ómerk. í slysatryggingarnefnd hefir stjórn- in skipaó þá Rorst. Porsteinsson, Hjeðinn Valdimarsson og Gunnar Egilsson.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.