Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 1
SIGLNRÐ I. árg. Siglufirði 12. sept. 1924. 34. blað Ein opna úr bókinni „Skapgerðarlist". Kynslóðir þær, sem undir lok eru liðnar, hafa allar sótst eftir hainingju, eins og við. Reynsla þeirra ætti að geta komið okkur að haldi. Raunin er ólýgnust, segir máltækið. Hvað segir reynslan þá? Hamingjan er ekki fólgin í auð fjár. Par hafa margir leitað hennar, en ekki fundið. Hún er ekki fólgin í hárri tignarstöðu. Par hafa margir leitað, en orðið fyrir vonbrigðum. Hún er ekki fólgin í ástum og víni. Sumir reyndu að grípa hana þar, en urðu sleppifengir Hún er ekki heldur fólgin í bóklegum lærdómi. Margir lreistuðu þess að finna hana þar, en varð lítið ágengt. Ekkert af þessu er rjetta leiðin. Maður getur átt auð og völd, notið víns og ásta, verið lærdómsmaður og þó — hamingjusnauðnr. Hvert er þá að leita? Hverir hafa komist hamingj- unni næst? Mennirnir, sem mátu mest að lifa flekklausu lífi. Peir voru, öðrum a'nægðari, bjartsýnni og öruggastir allra um sigur. Peir sóttust ekki eftir fje og metorðum þessa heims, heldur eftir auði og völdum sinna eigin sálna. Og það er einmitt hin rjetta leið. Hún er fólgin i því, að menn þroski sjálfa sig með ráðnum og ein- beittum hugum. í þessá átt bendir reynslan. Og við vitum mcð sjálfum okkur, að leiðbeining hennar er rjett. Skylduna, að þroska okkur sjálfa, lagði Alfaðir okkur á herðar. Og meðan við vanrækjum hana, er vonlaust um ham- ingju. Pú ert í heiminn borinn, til þess að rækja þessa skyldu. Og þú hefir að minnsta kosti óljósa hugmynd um, að því sje svo farið. Pjer er ætlaður undra mikill þroski. Og ef þú að eins vilt, geturðu stórum flýtt fyrir houum. En enginn, nema þú einn, geturgertþað. Aðrir menn geta ekki þroskað vilja þinn og skapgerð, hugsað og fundið til fyrir þig. Peir geta að vísu ýtt undir þig, en sjálfur verðurðu þó að bera eigin byrði. Proski þinn og framtíð eru í höndum sjálfs þín. Og þjer ber að nota það vald, sein þú ert borinn til. Láttu ekki atvik og þúsundir ára þrýsta þjer smám saman til þess, sem þú gætir gert á hálfu skemri tíma. Pjer ætti þó að vera það hugleikið að hvata för til hamingju. Pú þarft hvorki auðæfi nje jötunnvaxinn Iíkama. En þú þarft líkamlega hreysti, heilbrigðan hug og göfugar tilfinningar. í því er fólgið frelsi og líf. L/fsgleði er hvorki fólgin í fje nje frægð, og ekki heldur í því, að maður sje hár í lofti, eða honum vel í skinn komið; hún er fólgin í traustri og veglegri skapgerð. Kostaðu kapps um að ávinna þjer hana. Og þú færð hamingju að launum, á sínum tíma. Pví að innrimaður þinnlegst þá á sveifina með þjer og tryggir þjer sigur. Ef þú stefnir að öðru, muntu sóa orku þinrii í sífeldri tilraun að halda fast um einhver hrörnandi gæði, Láttu list- ina þá, að þróa skapgerð þína, sitja fyrir öllu öðru. í raun og veru ertu að vinna að skapgerð þinni allan lífsdaginn — laga hana eða skemma. Engin hugsun, kend nje athöfn lætur hana ósnerta. Og ummeiki öll á skapgerðum manna eru verk tveggja aðilja: utanað- komandi áhrifa og lundarfarsins, sem mætir þeim áhrif- um. Oagnkvæm áhrif þessara aðilja koma jafnan tvennu til leiðar: einhverri breytingu á skapgerðum manna og Kve ðj a Hinn 14. ágúst fyrir 50 árum síð- an, létti Allan-línu skipið, St Patrick, akkerum hér á Akureyrar höfn hlaðið nál. 300 farþegjum, sem allir höfðu ákvarðað sig til Vestur- heims. í þeirra tölu voru þeir Bene- dikt Einarsson, ungur maður, ó- kvæntur frá Mývatni, Júlíus Páls- son, ættaður héðan frá Akureyri, Porsteinn Jóhsson frá Villingadal, hér í framsveitinni, og ýmsir fleiri, sem eg nenni ekki að telja. Veður var hið fegursta, glaða sólskin og gott leiði, er skipið sigldi út fjörð- inn. Um nónbilið eða litlu fyr var skipið komið vestur á Sauðárkrók, og tók þar nál. 50 farþegja. í þeim hóp var Brynjólfur bóndi frá Vatns- skarði, og synir hans 3, er hétu, að mig minnir, Magnús, Björn og Skafti. Hafa allir þeir, sem hér eru taldir orðið vel metnir borgarar vest- an hafs. Petta varannar stór-hópur- inn, sem fór frá íslandi vestur. Næsta dag, 15. ágúst, á að giska um dagmál, var skipið komið inn á Breiðafjörð, og sigldi beint til suð- urs. Var þá fjöldi farþegja á dekki og horfði á strendurnar og fjöllin, sem fjarlægðust meir og meir og sigu jafnharðan í sjó. Eftir nokkra klukkutíma, (á að giska 3—4) var aðeins eitt fjall að sjá, upp úr hafi, og stóðu af því geislar hádegissól- arinnar. Pað var Snæfellsjökull, sem þar gnæfði yfir hafið og Ijómaði bjartar en nokkur demant. Mörgum farþegjum fanst mikið um þessa sjón, einkum seinustu geislavend- ina sem jökullinn sendi oss, því það voru endurkastaðir sólargeislar, töfr- andi bjartir en kaldir. Sumir far- þegjar tárfeldu þegar jökullinn með sinni geislakórónu hvarf. ¦

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.