Siglfirðingur


Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 12.09.1924, Blaðsíða 2
134 SIGLFIRÐINGUR SIGLFIRÐINGUR kemur út fyrst um sinn á hverjum föstu- degt. Fyrsti árgangur, minst 40 blöð kostar 4 krónur er greiðist fyrirfram. I lausa- sölu 15 aura blaðið. Erlendis kostarblað- ið 5 krónur. Auglýsingar kosta 1 kr. liver centimeter dálksbteiddar og greiðast við afhendingu nema öðruvísi sje umsamið. Þeir sein attglýsa mikið geta komist að samningi um lægra verð. — Auglýsingum sje skil- að á prentsmiðjuna eða til útgefanda fyr- ir miðvikudagskvöld. Ritstjórn og afgreiðslu annast útgef. Allir vissu, að það var kveðja ís- lands, en flestir voru þó með glöðu bragði,og treystu því, að hið mikla meginland, sem þeir ætluðu til, yrði þeim gæfuríkt.' Ferðin yfir hafið gekk tíðinda- laust, og 5. september hafnaði skip- ið sig í Quebec og þaðan flutti hópurinn, sumir vestur til Ontario aðrir austur til Nova Scothia og enn aðrir lengra vestur, til Banda- ríkjanna. Tíu ár liðu svo, að fáir mintust á kveðju Snæfellsjökuls eða ræddu um jökla íslands, sem verndarvætti eyjunnar söguríku. Á þeimlOárum hafði margt á dagana drifið. Flest- ir íslendingar voru farnir frá Ont- ario og komnir vestur til Manitoba, Dakota og Minnesota, höfðu stofn- sett fréttablaðið L e i f, bygt sér samkomuhús og stofnað »Framfara- félag« og síðan »gróðafélag« í Winnipeg. En öll þeirra hugsun snérist um hin daglegu störf, og fáir fylgdust með eða vissu um vísindalegar rannsóknir, sem þá gjörðust í suðurlöndum og í mið- Evrópu. — F j ó r t á n ár höfðu liðið frá vesturförinni liéðan frá ís- landi áður en nokkur þessaravest- urfara' sá undrasmíði þau sem ítalskir, enskir, franskir, þýskir og ameríkanskir völundar höfðu þá í smíðum og sem voru ætluð til að safna orku vatnsfalla og fossa og senda hana eftir afltaugum, mörg hundruð mílna, hvort heldur sem maskínu átök, hita eða Ijós, og þannig gefa mannkyninu nyar og auðsveipar hersveitir livar sem stór- ar elfur falla, og nyjar hiíalindir hvar sem jökulár og fossar duna. Ressi völundarsmíði voru þó þá í hvers manns munni í öllum stærri borgum í Bandaríkjunum og Canada, og ekki leið á löngu áður en ís- lendingar jafnt sem ungir Canada- menn og Bandaríkjamenn fóru að leggja stund á hina ungu vísinda- grein, sem þúsundir vísindamanna höfðu þá unnið að um 3 aldir, já fyrir j'úsundum ára. Pað var þá, sem höfundi þessara lína fór að skiljast hvað geislakveðjan frá Snæ- fellsjökli 15. ág. 1874 þýddi. Sjálfur var jökullinn feikna samsafn af frosnu vatni, sem orka sólarinnar eða hiti hafði lyft upp á fjallið Snæ- fell, og sem sólargeislarnir á sumr- um leystu úr klakahlekkjunum og sendu aftur tii sjávar gefandi um leið berginu, eða hverjum sern hafá vildi orkuna til baka, sem áður hafði hafið það til skýa. Þannig var jökullinn orkugeyntir, og árnar sem frá honum falla, hita og orkulindir. Allir jöklar íslands voru orkunámar, allar jökulár íslands eða vatnsföll eru orku- og hitalind- ir. Sú orka gat, ef b u n d i n m e ð afltaugum völundanna, h i t a ð ö 11 h e i m i I i í s I a n d s o g m e i r a t i I. En til að teinja hana og binda, þarf áðurgreindar megingjarðir og afltaugar. Fyrir 30 árum sfðan 15. septem- ber kom einn áðurgreindra vestur- fara til höfuðstaóar íslands og sagði bæjarbúum hvað nýuppfundnar maskínur gætu gjört til að ala Ijós og hita þar sem straumharðar ár og vatnsföll væru til. Ekki fyr hafði hann flutt erindi um þetta, en k o I a- o g s t e i n- olíusalar bæjarins fengu kennimenn þar í bænum í lið með sér, og sögðu manninn skrumara einn, sníkjugest og vitstola og ráku hann úr landi; en jafnharð- an fóru ungir metnaðarfullir menn að bjóða útlendingum ítök í ám og fossuni og mynda gróða- félög með fossaflið sem höfuðstól. Og 20 árum seinna voru flest vatns- föll íslands í úllendinga höndum; leigð eða seld, en enginn stór- foss ennþá beislaður eða bundinn. 40 árum eftir vesturförina, með St. Patrick var annað hljóð að heyra í leiðandi blöðum Evrópu- þjóða og Vesturheiins, þá þótti fólkið orðið alt of margt, jafntí Evrópu sem f Austurálfu og brýn nauðsyn til að fækkaþví, einkum í s t ó r b o r g u n u m. Framsýnir stjórnendur vildu flytja fjöldann, suma til Suðurálfu aðra til Vestur- heims, en hvorki Suðurálfumenn né Vesturheimsmenn kærðu sig um fjöldann. Af því leiddi, að þjóðirn- ar kusu stríð heldur en langvint hungur; því enn hafði leiðtogurn þeirra ekki þótt í mál tak- a n d i að nota hafstraumana til að hita upp norður-og suður- skaut jarðarinnar, svo hún yrði byggileg, já yrkileg heims- skautanna á milli og gæti alið tífalt til 2 0 f a 11 fleira fólk enáhennibýrnú, án þess að taka neins manns líf með ofbeldi eðavopnum; alið 16—32 milliarða manna á þeim 142 million fer. km. af þurru I a n d i, sem hún á til, það er sem svarar 100—200 manna á hverjum fer. km. Fyrri talan svarar til þétt- býlinu á Pýskalandi en seinni talan þéttbýlinu í Belgíu fyrir heims ófrið- inn Með góðri ræktun getur jörðin ef- laust framfleytt þeim fólksfjöída, en sú ræktun og þau mannvirki, út- heimta, að maðurinn girði sig meg- ingjörðum Ijóssins og hins lífgandi elds, seni jökulár, hafstraumar og vindar geyma og sem sólarljósið og sóiarhitinn ala. - Pettavarþað, sem geislavendirnir frá Snæfellsjökli sögðu sumum okkar, erfórufráís- landi með Allan-línu skipinu St. Pat- rick, fyrir 50 árum síðan; og þá kveðju geta þeir sem vilja lesið og skilið nú. Akureyri 15. ágúst 1924 F. B, A. Saga Lincolns. Bogi Th. Melsteð skrifar í Ársrit Fræðafjel. um sögu Ábrahams Linc- olns Bandaííkjaforseta, serp Bjarni Jónsson kennari samdi og út kom í fyrra, og kemst hann meðal annars svo að orði: »-------Mjer datt í hug, er jeg hafði lesið hana: Ef alþingi elskaði ísland og hina íslensku þjðð eins mikið eins og suma af þeim mönnum, sem sitja á þingi, þá mundi það veita tíu eða tutt- ugu þúsund kr. til þess að kaupa bók þessa, og útbýta henni ó-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.