Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1924, Side 1

Siglfirðingur - 19.09.1924, Side 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Siglufirði 19. sept. 1924. mm + Jóhannes Brandur Jónsson. Hinn 12. þ. m. andaðist, á Söll- eröd Sanatorium í Danmörku, læknis- fræðisnemi Jóhannes Brandur Jónss. hjeðan úr bænum. Hafði hann ver- ið fluttur á sjúkrahús þetta snemma í sumar til lækningar við tæringu, þó var það hjartasjúkdómur er að síðustu orsakaði dauða hans. Jóhannes sál. varfæddur að Saur- bæ í Siglufirði 20. nóv. 1894. For- eldrar hans eru hin góðkunnu sæmdarhjón Jón Jóhannesson skip- stjóri og Jakobína Jensdóttur Ijós- móðir, sem nú eiga heima í Siglu- fjarðarkaupstað. Jóhannes var snemma námfús og hafði góðar námsgáfur. Fór hann 16 ára gamall i Gagnfræða- skólann á Akureyri, og lauk þar prófi með góðri einkunn eftir þrjú ár. Ári síðar tók hann 4. bekkjar próf við hinn almenna mentaskóla, var hann svo í þeim bekk, og var byrjaður Í5. bekk er hann veiktist af tæringu. Fór hann þá á Vífilstaða- hæli og var þar í 14 mánuði. Síð- an kom hann heim, og hafðiþáaft- ur fengið allgóða heilsu. Var hann síðan heima um þrjú missiri, las síðan 5. og 6. bekk utan skóla, og tók gott stúdentspróf. Haustið eftir fór hann á háskólann og las lækn- isfræði, varð þó öðru hvoru að hætta námi sökum veikinda, þar til því var að öllu lokið í nóv. síðast- liðið ár er hann lagðist, og lá rúni- fastur til dauðadags. Jóhannes sál. var hvers manns hugljúfi, þeirra er liann þektu, vin- fastur, tryggur, og góður drengur í þeirra orða besta skilningi. Hann var hreinn og beinn, og laus við alt yfirlæti og hjegómaskap. Námi sínu, læknisfræðinni, fylgdi hann með áhuga, og mátti af mörgu ráða, að hann hefði orðið sómi stjettar sinnar, hefði. honum enst heilsa og líf. Rað niá óhætt fullyrða, að hver sá, er þekti Jóhannes, mun hryggj- ast við að frjetta lát hans. Ekki ein- ungis af því, að hafa mistþargóð- an vin eða kunningja, heldur af því, að hjer er látinn maður sem mikl- ar ogtraustar vonir voru bygðar á, maður, sem búast mátti við að hefði orðið sómi lands og lyðs, en af þeim mönnum á þjóðin of fáa, og er ekki fær um að verða fyrir miklum missi. Um haustið 1921 trúlofaðist Jó- hannes Ástu Sighvatsdóttur Bjarna- sonar bankastjóra i Reykjavík, mestu ágætis stúlku, er með sjálfsafneitun sinni, ástúð, umönnun og trygð í hinum þungu og erfiðu veikindum unnusta síns, hefir gefið kynsystr- um sínum það fordæmi, er Ijómi stendur af. Er nú henni og foreldrum hins látna sár harmur kveðinn við frá- fall hans, og foreldrunum því meiri sem þau fyrir fáum árum áttu á bak að sjá 18 ára gömlum syni, efni- legum og góðum pilti. Eru þau nú barnlaus og einmana í sorg sinni, en þó má það vera þeim huggun, að hlý hluttekning og- vinahugur mun að þeim streyma frá öllum er þekkja þau, og kynni höfðu af hinum látna. Samkvæmt ósk Jóhannesar sál. var lík hans brent og aska hans jarðsett í Danmörku, og fór sú at- liöfn ftam í gær. H. J. 35. blað Öllum fjær og nær, útlendum sem innlendum, þökkum við af hjarta pegingjagjafir þeirra, er ætl- aðar voru til að kosta lækningu Jóhannesar sál. sonar okkar, en nú hefir verið varið til kostnaðar við útför hans. Einnig vottum við innilegt þakk- læti, öllum þeim er hafa sýnt okkur hluftekningu í okkar þungu sorg. Siglufirði 18. sept. 1924 Jakobína Jensdóttur, Jón Jóhannesson. íslensk mannvirki. . Nýlega hafa komið út skýrslur um opinber mannvirki hjer á landi síðastliðið ár og verður sagt hjer frá helstu atriðunum úr þeim, mönnum til fróðleiks, eu nánar má lesa um það í Tímar. V. F. í. Úr ríkissjóði var á árinu greitt: til vegagerða kr. 355300 og til brúa- gerða kr. 169100. Af vegum voru þessir lagðir helstir: Stykkishólms- vegur. Langadalsvegur í Húnavatns- sýslu, Relamerkurvegur (c. 20 km. inn Öxnadal) Biskupstungnabraut (fullgeró að Torfastöðum) Hvamms- tangabraut (hjer um bil komin út á þjóðveginn sunnan við> Hvamms- tanga) og Skagafjarðarbraut (hjer um bil fullgerð frá Sauðárkróki að Grófargilsá). Pá var einnig unnið að endurbyggingu sunnanlandsbrauta og að sýsluvegum, einkum í Gull- bringu- Mýra og Borgarfj- Húna- vatns- og Eyjafjarðarsýslum. — Nýir akvegir, sem lagðir hafa verið eru um 11 km. af þjóðvegum, sem kostuðu c. 37 þús. kr., 8 km. flutningabrautir, sem kostuðu c. 49 þús. kr. og 25 km. sýsluvegir, sem kostuðu c. 100 þús. kr. Afþvíhafa hlutaðeigandi sýslufjelög greitt um 60. þús. kr. Helstu brýrnar sem bygðar hafa

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.