Siglfirðingur


Siglfirðingur - 19.09.1924, Side 2

Siglfirðingur - 19.09.1924, Side 2
138 SIGLFIRÐINGUR 5000 króna líftrygging kostar þrít- ugann mann tæpa 30 aura á dagl (Andvaka). verið eru yfir Eyjafjarðará, Núpá á Stykkishólinsvegi, Hrófá í Stein- grímsfirði, Jökulsá í Skagafirði. Af þessum brúm er Eyjafjarðarárbrúin iangstærst. Er hún nær full gerð, 191 m. að lengd, í þrennu lagi, gerð úr járnbentri steypu og hvílir á 56 járnbentum steypustaurum sem reknir eru 4—6 m. niður í botninn, 4 í röð. Brúin sjálf hefur kostað 110 þús. kr. Af símum var lögð ný stauraröð 113,5 km. að lengd og 5 km. sæ- sími að auki. Nýr þráður var strengdur samtals 194,5 km. 15 nýj- ar síma- og eftirlitsstöðvar voru opnaðar á árinu. Af hafnarvirkjum var unnið að viðgerð brimgarðsins í Bolungarvík og kostaði það um 20 þús. kr. A Siglufirði var einnig endurreistur sjóvarnargarðurinn og kostaði það 65 þús. kr. og er greitt til helminga af ríkissjóði og bæjarsjóði Siglu- fjarðar. Að FJóaáveitunni var unnið á- fram, vjelgrafið af aðalfærsluskurð- inum 1560 lengdarmetrar. Af öðr- utn, handgröfnum, skurðum voru grafnir 74 km. og fóru til þess 16400 10 stunda dagsverk og unn- ið í samningsvinnu. Kostnaður við verkið á árinu var 240 þús. kr., en alls er hann orðinn 490 þús. kr. frá upphafi. Jafnframt hafajarðeig- endur látið gera allmikið af flóð- görðum á áveitujörðunum. Pá hef- ur einnig verið unnið að fyrirhleðsl- um í Rverá og Markarfljóti og er það kostað að þremur fjórðung- um af rkissjóði og að fjórðungi af sýslusjóði Rangvellinga, eða þannig að hann ábyrgist greiðsluna, en upphæðinni má jafna niður á jarð- irnar sem bjargast undan vatnsá- ganginum. Vorið 1922 var hlaðið í Fróðholtsós, sem rann á Vestur- Landeyjar og s. I. vor var byrjað á Djúpósi, sem er um 300 m. á breidd og Valalæk og var lokið að teppa í báða ósana í sláttarbyrjun. Kost- aði þetta um 100 þús kr Erl. símfrjettir. Alþjóðafundurinn í Genf samþ. að halda nýjan afvopnunarfund bráðlega og vai sjerstakri nefnd fal- ið að undirbúa hann. ínefndinavar enginn Skandinavi eða Hollend- ingur kosinn. Pó náðist sam- komulag innan nefndarinnar umör- yggi landamæra og um afvopnun. Vilhjálmur fyrv. keisari Rýska- lands hefur heimtað 20 milj.franka í borðfje handa sjer og ættfólki sfnu. Stjórnin vill ekki greiða hon- um nema 6 miljónir. Morgan hinn Ameríski hefurboð- ið Frökkum að lána þeim ennþá 100 miljónir dollara til þess að halda uppi gengi frankans. ítalskur trjesmiður hefur skotið á Fascista þingmann í hefndarskini fyrir morð jafnaðarmannaforingjans Matteotte. Uppreist í Kákasus. Reyna Bolsi- vikar að bæla hana niður og nota til þess mikla harðyðgi. Spánverjar fara halloka fyrir Mar- occomönnum. Nýtt kolasvæði hefur fundist í Yorkshire í Englandi, og er álitið að það muni endast í 400 ár, Niels Nielsen, danskur, hefur varið doktorsritgjörð um járnvinslu í Jótlandi til forna. Borgarastyrjöldin í Kína heldur á- fram. Bretar og Bandaríkjamenn hafa sett 12 þús. hermenn á land til þess að bjarga útlendingum sem þar hafast við. Búnaðarskýrslur árið 1922 eru nýútkomnar hjá Hagstofu ríkis- ins. Eru þær að niun fyr á ferðinni en Fiskiskýrslur og hlunninda, sem ekki eru komnar lengra en til 1920. Árið 1922 eru framteljendur á öllu landinu 12,078, en 1821 11,691; hefur þeim því fjölgað nokkuð. Búpeningur. í fardögum 1922 var s a u ð f j e n- a ð u r samkv. búnaðarskýrslunum 571 þúsund, en vorið áður 554 þús. Hefur honum því fjölgað far- dagaárið um 17 þúsund. Fjölgunin hefur þó ekki 'vegið upp á móti fækkuninni árið áður, svo að tala sauðfjenaðarins hefur verið lægri 1922 en 1920. Geitfje var í fardögum 1922 2,509 en 1921 2,238. Hefur því þá fjölgað um 271. Rúmlega % aföllu geitfje er í Ringeyjasýslu. N a u t g r i p i r voru í fardögum 1922 26,103 en 1921 23,733. Hefur þeim þá fjölgað um 2,370. Hefur gripatalan ekki komist jafnhátt síð- an 1916. H r o s s voru í fardögum 1922 51,042 en 1921 49,320, svo að þeim hefur fjölgað um 1722. Veg- ur sú fjölgun þó ekki upp á móti fækkun næstu 2. áranna á undan. H æ n s n i voru vorir 1922 18360 en 1921 15,373. Fjölgun því rúm 3 þúsund. Á síðari áruni hefur skepnueign landsmanna verið í heild svo sem hjer segir: Sauðfje Nautgr. Hross 1901 482,189 25,674 43,199 1911 574,053 25,982 43,879 1916 589,343 26,176 49,146 1918 644,971 24,311 53,218 1920 578,768 23,497 50,643 1922 571,248 26,103 51,042 J arð,ai gró ð i. Árið 1922 nam töðufengur á öllu landinu 684 þús. hestum, en 1921 723 þús. Útheyskapur varð 1922 1152 þús. hestar en 1921 1409 þús. Hefur taðan því verið 5% og úthey- ið 18% minna heldur en næsta ár á undan. Uppskera af jarðeplum 1922 var 22 þús. tunnur en 1921 aðeins 16 þúsund. Rófur og næpur voru 9^2 þús. tn. en 1921 6V2 þús. Mótekja varð 377 þús. hestar en árið áður 428 þús. Jarðabætur hafa verið álíka miklar ogjafnmörg fjelög starfandi 1922 eins og næsta ár á undan. Námu allar jarðarbætur ársins 102.000 dagsverkum samtals hjá 1924 jarðabótamönnum í 111 búnaðarfjeíögum. Jarðabótastyrkur- inn úr ríkissjóði nam als 20 þús- kr. og kom því á hvert dagsverk 19l/a eyrir.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.