Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.10.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 03.10.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Sigtufirði 3. okt. 1924. 36. blað Bæjarstjórnin vinnur sjer til óhelgis. Borgararnir mótmæla. Bæjarstjórnin hjeltfund 1Q. f. m. Par gerðist sá undarlegi, en um leið sorglegi atburður að bæjarstjórn- inni tókst að gjöra einhver hin allra mestu glöp, er um getur í sögu þessa bæjar, og hefur þó, satt að segja, oft verið margt misjafnt gjört. — Undarlegi fyrir það, að þar er gengið þvert á móti yfirlýstum vilja almenns borgarafundar og reynslu síðasta árs. — Sorglegi fyrir það, að með því hefur bæjarstjórnin gjör- samlega brugðist því litla trausti kjósenda sinna, sem eftir var. Skal nú skýrt nánar frá þessu: Á bæjarstjórnarfundinum var, með- al annars, lesin upp fundargjörð hafnarnefndar, dagsett sama d a g, þar sem skýrt er frá, að nefndinni hafi borist beiðni frá Por- móði Eyólfssyni, konsúl, um að honum verði, næsta ár, leigðar tvær af þeim þrem bryggjum, sem hann nú hefur, ásamt kolageymsluþró, íbúðarhúsi og hinu stóra, nyja vöru- geymsluhúsi, gegn 50 aura leigu * fyrir hverja saltaða si'ldartunnu; þó ekki mi'nna en 8000 kr. — Útaf þessari beiðni kom kaupm. H. Haf- liðason með þá tillögu, að nefndin legði til, að Þormóði yrði leigt umbeðið pláss fyrir 10000 kr.og 50 aura fyrir hverjasaltaða síldartunnu er umfram yrði 10000 tunnu'r. Til- lagan var samþykt í nefndinni með 3 atkv. (H. H., O. Hafl., S. A. B.) Bæjarfógeti greiddi atkvæði á móti en Þormóður greiddi ekki atkvæði. í sömu fundargerð er þess einn- ig getið, að nefndinni hafi borist beiðni frá Sigurjóni Ólafssyni, um að honum yrði, næsta ár, leigt pláss það, sem hann nú hefur á leigu, fyrir 3000 kr. og50 aura fyrir hverja saltaða síldartunnu umfram 3000 tunnur. — Út af þessari beiðni kom S. A. Blöndal, konsúll, með tillögu um að Sigurjóni yrði leigt umbeð- ið pláss fyrir 5000 kr. og 50 aura fyrir hverja saltaða síldartunnu er umfram yrði 5000 tn. Tillögu þessa samþykti nefndin m'eð 4 atkv. gegn einu (bæjarfógeta). Nú hefði mátt ætla, að bæjar- stjórnin væri skipuð svo hæfum og gætnum mönnum, að jaín fljót- færnislegar og vanhugsaðar (eða hlutdrægar) tillögur, eins og þess- ar tillögur ótvírætt eru, væru feldar umsvifalaust. En hvað skeður? Eftir mjög litlar umræður, og nálega eng- in andmæli, er fyrri tillagan sam- þykt með 5 atkv. (B. P., H. H., H. Th., F. J., S. A. B.) gegn einu (bæjarfóg.) Tveir fulltrúar greiddu ekki atkvæði (Ouðr. Bj., H. J.) og einn var fjarverandi (J. G.) — Seinni tillagan var samþykt með 6 atkv. (sömu og fyrri og 0. B.) gegn einu (bæjarfóg.) með þeirri breyt- i n g u f r á F 1 ó v. J ó h., a ð í staððþúsund komifjög- u r þús u n d. Áður en lengra er farið skal þess getið hjer, að í hafnarnefnd eiga sæti: 1. O. Hannesson, bæjarfógeti 2. Þorm. Eyólfsson, konsúll 3. Helgi Hafiiðason, kaupm. 4. S. A. Blöndal, konsúll 5. Guðm. Hafliðason, útgerðarm. Og til skýringar um hið innra samband nefndarinnar, skal þess ennfremur getið, a ð nr. 2 er í á- byrgð fyrir 25 þús. kr, húsbygginga- láni fyrir nr. l;*að nr. 3 er mágur nr. 4, bróðir nr. 5 og í fjelagi við nr. 2. um kolaverslun á hafnarlóð- *) Hlutaðeigendur eru beðnir afsökun- ar á að einkamál er dregið inn í þetta mál, en það var nauðsynlegt til þess að innri afstaða nefndarinnar kæmi í Ijós, eins og hún er. inni; a ð nr. 4 er mágur nr. 3 og 5 og hefur leigt hjá nr. 2 á hafnar- lóðinni og rekur þar umfangsmikla fiskverslun; að nr. 5 er bróðir nr. 3 og mágur nr. 4. Blaðið lítur nú svo á, að álita- mál geti talist, hversu heppilegt það muni vera að ein opinber nefnd sje þann veg skipuð, sem að olan seg- ir. Og ekki virðist það nema mann- legur breyskleiki þótt nokkurar vil- girni kynni að kenna í einhverjum af hinum ýmsu tillögum slíkrar nefndar. Hafnarnefnd verður því reiknuð hjer sem hinn ábyrgðarlausi aðili þessa máls, með því líka að hin siðferðislega ábyrgð hennar virðist hafa sofið svefni hinna rjettlátu. Alt öðru máli er að gegna með bæjarstjórnina. Hana ber að krefjá til reikningsskapar, bæði frá hinu siðferðislega og lagalega sjónarmiði. — Meðlimir hennar skulu, lögum samkvæmt, vera takmörkuðum vensl- um bundnir, og auk þess verður að gera hærri kröfur til hennar sem æðsta ráðs í öllum málum bæjarins. Á henni hvílir ábyrgð alls þess sem illa er gert, hvort heldur það á rót sína að rekja til undirnefnda eða eigi. Ætlunarverk hennar og skylda er það, að ráða til Iykta öllum bæj- armálum hlutdrægnislaust og eftir bestu sannfæringu. Þess verður að krefjast, að fulltrúarnir láti sann- færinguna, og sannfæringuna eina um það, hvað bænum er fyrir bestu, ráða gerðum sínum. Pað er því engin furða þótt borg- urunum mislíki þegar þessir full- trúar þeirra og óskabörn bregðast þessari ótvíræðu skýldu sinni, sem því miður virðist vera farið að koma nokkuð oft fyrir nú í seinni tíð. Má þar minna á síðustu af- rekin t. d. frumhlaupið með mótor- stöðina, bygging mótorskýlisins, lagningu vegarins upp að Ijósastöö- inni, og síðast en ekki síst kórón-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.