Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.10.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 03.10.1924, Blaðsíða 2
142 SIGLFIRÐINGUR una á öilu saman — framangreinda samþykt um leigu hafnarbryggjanna. Eins og mönnum er Ijóst, voru bæði söltunarpláss hafnarsjóðs boð- in út opinberlega, til leigu, síðastl. haust. Út af því útboði var svo haldinn borgarafundur, þar sem bæjarstjórnin fjekk svo eftirminrii- lega ofanígjöf fyrir að bjóöa pláss- in út svona snemma, eða fyrir að hafa umsóknarfrestinn eins stuttan eins og hann var þá, að hún sá. sitt óvænna, söðlaði um, fór að vilja borgaranna og bauð plássin út á ný með umsóknarfresti fram í janúarmánuð, sem varð svo til þess, að fyrir plássin fjekkst mörg þús. kr hærri leiga, en fólst í. fyrri til- boðunum, Á þessum borgarafundi voru færð rök að því, s e m o g reyndist síðar rjett að vera, að heppilegasti tími til að leigja plássin væri um miðsvetrar- leytið. Rar kom einnig fram sú ský- lausa skoðun borgaranna, að eina» rjetta aðferðin vi.ð leigingu söltun- arplássanna, v æ r i o p i n b e r t ú t- boð með nægilega löng- u m um sóknarfresti. Þetta hefði bæjarstjórn enn mátt muna enda óhugsanlegt að hún hafi glaymt jafn mikilsverðu atriði á jafn stutt- um tíma. Hjer hljóta því að liggja önnur rök til. En hver eru þau? — Ekki er farið að vilja borgaranna framkomnum á opinberum borgara- fundi. — Ekki er farið eftir reynslu síðasta vetrar, einmitt á sama máli. — Heldur er hjer framið óverjandi glapræðJ, vægast sagt, með því að leigja út arðbærustu eign bæjarins útboðslaust — með öórumorðum: þvergirða fyrir alla hugsanlegasam- keppni ti! Ieigunnar, og það fyrij svo lágt verð að telja verður hliegi- legt. Hvers vegna gerði bæjarstjórn þetta? Er það af því, eins og heyrst hefur, að hún sje með þes^su að lyfta undir vini sína og gæðinga? — Pví vill blaðið ekki trúa fyr en í fulla hnefana. Er það af því, eins og Flóvent hvað segja, að hún hafi með þessu verið að bjarga bænum frá öðru en stærra »svínaríi«.— Rað er ótrúlegt, enda þó satt kunni að vera. Eða er það af því, að fulltrúun- um hafi verið gjörsamlega fyrir- munað að sjá hvað b æ n u m er og veiður fyrir bestu í þessu máli? — Hver vill svara? Pað eru þrjií aðalatriði við þessa >kórónu» axarskaftanna, sem hver hugsandi maður sem vill bæjarfje- laginu vel, sjer og viðurkennir, og sem bæjarfulitrúarnir hefðu átt a^ð aíhuga — ef þeim ekki væri alls varnað. í fyrsta lagi er Ieigan alt o f 1 á g, svo að ekki er ofsagt, að með þessu sje verið að kasta fje bæjarins á glæ í stórum stíl. í ö ð r u 1 a g i er alveg óverjandi að leigja plássin útboðslaust, jafn- vel þótt miklu hærri .leigutilboð hefðu borist nefndinni af tilviljun, því að án útboðs er engin sönnun fyrir því, að ekki kunni enn hærra tilboð að fást. I þriðja lagi er það almenn- 'ur vilji borgaranna, bygður á reynslu, að heppilegast sje að leigja sölttin- arplássin um miðjan vetur; þá sjeu mestar líkur til þess, að hæðst boð fáist. Hvernig sem á þetta mál er því litið, þá er það og verður óverj- andi glapræði, sem ekki má láta ómótmælt. — Borgararnir hafa hvað eftir annað rekið sig á, að þetta og hitt er gert, sem þeir telja rangt gjört. Og þeir hafa haldið borgarafundi og lýst þar óánægju sinni, og fulltrúarnir, sumir að minsta kosti, hafa lofað öllu góðu um að taka tillit til vilja þeirra. — Oftast hafa þessi loforð þó brugðist. Pað er því í alla staði eðli- legt, að borgararnir, að þessu sinni, Ijetu sjer ekki nægja með venjulegar aðfinslur. Hjer var um stórmál að ræða og þeir fulltrúar, sem lofað höfðu að taka tillit til vilja bergaranna, höfðu brugðist hjer engu síður en hinir. Annað- hvort varð að hefjast handa «g láta til skarar skríða, eða að liggja eins og heybrækur undir rangindunum. Og borgararnir tóku fyrir kostinn, eins og þeir voru menn til, boð- uðu til almenns borgarafundar kl. 8 að kvöldi þess 27. f. m., til þess að ræða þar og taka ákvörðun um, hvort samþykkja skyldi vantrausts- yfirlýsingu til bæjarstjórnar. Borgarafundurinn. Hann hófst eins og til stóð, laug ardaginn 27. f. m. kl. 8 e. m. Fundarstjóri var kosinn Sig. Krist- jánsson, kaupm. og fundarskrifari Sig. Björgólfsson, kennari. Guðm. Skarphjeðinsson skólastj, hóf umræður, skýrði frá tilefni fundarins og lagði fram svohljóð- andi tillögu: »Með tilliti til meðferðar bæj- »arstjórnar á • söltunarplássum »hafnarsjóðs og Fleiri fjármálum »bæjarins, lýsir fundurinn yfir »fylstu óánægju á núverandi bæj- »arstjórn, og skorar á hana að »láta af störfum nú þegar.« Tóku síðan ý*nsir til máls bæði með og móti tillögunni, og voru haídnar 19 ræður als. Um þær ræð- ur má yfirleitt segja það, að • þar hafi kent margra grasa, eins og oft er um ræður . á borgarafundum þessa bæjar. Voru þær alt frá hóg- værum rökum um málefnið sem fyr- ir lá niður í ærumeiðandi per- sónulegt níð. Flóvent Jóhannsson og S. A. BI. reyndu að verja gerðir bæjarstjórn- ar, en þeim tókst það ekki betur en svo, að fundarmenn voru jafnnær eftir sem áður um ástæðuna fyrir því, að plássin ekki voru leigð með útboði, eins og venjulegt er að gjöra. Ræður FIóv. Jóhannsson- ar fóru svo langt fyrir ofan og. neðan öll takmörk þess; sem á dagskrá var, að það er jafnmikill »mekkaniskur ómögu!eiki« að taka tillit til þeirra, eins og það að vatnið í Alalæknum geti runnið upp á móti. S. A. Blöndal hjelt sjer aftur á móti nær málefninu, þó hann færi eins og köttur í kringum heitan graut um það hvers vegna bæjarstjórnin gekk eins greipilega í berhögg við vilja kjósenda sinna, eins og hún gerði með rhargum- getinni leigusamþykt. Það sem helst mátti finna út úr ræðum hans, að til grundvallar hefði legið fyrir gerð- um bæjarsijórnar í þessu máli, var, * eins og líka kemur fram í grein í »Framtíðinni« í fyrradag, að um- sækjendum hefði verið n a u ð s y n- legt að fá plássia leigð n ú þ e g a r, t i I n æ s t a á r s, t i 1 þ.e s s\a ð geta staðístþað stór- tjón, s e m þ e i r í á r h a f a I i ð- i ð.* — Samkvæmt þessum ummæl- um ræðumanns, má líta svo á, að leigjendurnir hafi ekki getað stað- ist' umrætt stórtjón, nema með því *) Leturbreyting mín. Ritstj.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.