Siglfirðingur


Siglfirðingur - 03.10.1924, Side 3

Siglfirðingur - 03.10.1924, Side 3
SIGLFIRÐINGUR 143 móti að fá plássin leigð strax. En hvað er nú að s tandast stór- tjón? — Rað er að standa í fullum skiium og uppfylla allar sínar fjár- hagslegu skuldbindingar þrátt fyrir það, þó eigur manns minki að miklum mun, eða gangi jafnvel al- veg til þurðar. Retta er að s t a n d- ast tjónið. Var það máske þetta sem þeir e k k i g á t u, nema að fá plássið leigt strax? Var það máske einhver skuldbinding, sem þeir annars ekki gátu uppfylt ? — Ekki þó líklega leigan? Það skildi nú eiga eftir að koma upp úr kafinu, að þarna sje lausnin á þessu «öðru enn stærra svínaríi,« sem haft er efíir Flóvent að bæjarstjórnin hafi verið að bjarga, með umræddri ráð- stöfun. En að hverju leyti gekk þeim betur að uppfylla skuldbindingar sínar, eða borga skuldir sínar, eftir en áð- ur? — Vitanlega verður að ganga útfrá því, að þeir kaupi, salti og selji síldina fyrir eigin rei-kning- Og ekki getur komið til mála, að nú þegar sje farið að selja fyrir- fram síld, sem veiða á og salta næsta sumar. Hjálpinj ti! þess að standast stórtjónið, getur því ekki legið 'njer. — Rað hefði verið öðru máli að gegna, ef leyfilegt hefði verió að salta síld fyrir útlendinga. Rá hefði verið auðskilin hagurinn og hjálpin, sem fólst í því, að hafa, nú þegar víst pláss til næsta árs. F*á hefði verið auðvelt að gera samninga um söltun á síld næsta sumar fyrir ákveðna borgun pr. tunnu, og jafnvel að fá álitlegar upphæðir greiddar fyrirfram, sem ve! hefði getað komið þeim, er fyrir stórtjóni hefir orðið í ár. — En um þetta mun nú ekki vera að tala í þessu sambandi, þar eð alt slíkt er stranglega forboðið á landi lijer — því ver. ' Hjálpin, eða hagnaður leigend- anna virðist þá liggja í því einu, að þeir hafi, með þessari ráðstöfun, fengið plássin óeðlilega 'ódýr, en hagnaður þeirra er í þessu sam- bandi sama og tap hafnarsjóðs. Og þeir bæjarfulltrúar, sem ráðstafa þannig arðbærustu eign bæjarins, einstökum mönnum í vil en bænum í skaða, þeir eiga ekki rjett á nafn- bót sinni deginum lengur. Pess utan er alveg ósannað mál, að leigjendurnir liafi liðið nokkurt tjón í ár, hvað þá stórtjón. Að minsta kosti hefur kunnugur mað- ur fullyrt, að Sigurjón Olafsson hafi g r æ 11, og það sennilega ekki svo lítið. Og um Rorrnóð Eyólfss. er það vitanlegt, að hann hefir, morg járn í eldinum auk síldarsöltunar- innar, svo sem kolasölu, skipaaf- greiðslu, sjóvátryggingu og bruna- tryggingu, sem öll gefa tekjur. Auk þess hefur hann í ár brotið upp á nýrri atvinnugrein, sem sje útflutn- ingi á tunnunl og salti, sem telja verður að gert sje í hagnaðarskini. — Stórtjóns kenningin verður því, að svo komnu máli, skoð’uð sem hver önnur órökstudd staðhæfíng. Pá er ekki úr vegi að benda ræðumanninum (S. A. B.) á það, að hann hefur oft lýst því yfir, að það væri siðferðisleg skylda bæjar- fulltrúanna, að breyta eftir v i l j a borgaranna, j a f n v e I þ ó s á v i l j i k æ m i í b á g a v i ð skoðun sjálfra fulltrú- a n n a. Og hann hefur' lofað að gjöra þetta, síðan hann varð bæj- arfulltrúi. En á borgarafundinum gekk hann frá öllu saman. Pá lýsti hann því yfir — áður en atkvæði voru greidd um vautraustsyfirlýs- inguna — að hann ætlaði nú að virða að vettugi vilja borgaranna, nú skyldi hann sitju svo lengi sem sætt væri, hvað svo sem borgar- arnir segðu og hvernig sem þeim líkaði það. — Rarna var »sauð- svörtum almúganum« laglega skotið á bak aftur, en völd og upphefð hengd í hnappagatið. Meira. Erl. símfrjettir. 25. sept, Pað er talið víst, að borgin Shanghai verði unnin af hernum, sem að henni sækir. Útlendingum mun þó engin hætta búin. Stórkostl^g breyting til batnaðar í verslun Pýskalands, og búist við mikilli verðlækkun. Rýska stjórnin hefir tjáð sig reiðubúna að sækja um upptöku í þjóðbandalagið, ef Þjóðverjar verði þar jafn rjettháir stórveldunum. Tyrkir hafa sótt um upptöku í Pjóðbandalagið. Undirnefnd á Alþjóðafundinum hefur lagt til að afvopnunarráð- stefna verði haldinn 15. júní n. k. og þangað sje boðið öllum ríkjum heimsins, hvort sem þau eru í sam- bandinu eða ekki. B'etar undirbúa verslunarsamn- inga við Rjóðverja, - Breska stjórn- in hefur látið orð falla um það, að ef i íki, sem ræðst á annað, vill ekki fallast á gerðadóm, þá muni floti breta ætíð veróa reiðubúinn til vermdar. <> 2. okt. Útaf ýmsum mikilsvarðandi mál- um er talið vafasamt að Þjóðverjar fái inugöngu í Rjóðasambandið. Frakkar hafa lagt 26°/0 innflutn- ingstoll á allar þýskar vörur. Þjóðverjar hafa afhent Bandaríkj- unum nýtt Zepplins loftfar. Blóðugar orustur urðu milli Breta og Tyrkja íMosulhjeraðinu í Meso- potamiu. Hafa þeir sæst á að láta alþjóðafund úrskurða deiluefnið. Frjettir. Nýlega strönduðu tvö vjelskip við Húsavík í norðan ofviðri. Voru þau bæði frá Akureyri, »Báran« og »Hvítanes«. Rau voru við kolaveiði á Skjálfanda. Hús brann nýlega við Hverfis- götu í Rvík. Komist hefur upp að bruninn stafi af ikviknun frááfeng- isbruggunaráhaldi. Einhver Guðm. Guðmundsson hafði verió að brugga áfengi og komst eldurinn í spíritusinn og kveikti í húsinu. Pýskur vjelbátur hefur sjeðst fyrir suðurlandi, sem grunaður er um áfengissmyglun. Er Fylla að leita hans. Samið hefur verið um kaup há- seta á togurum landsins frá l.okt. Hækkar kaupiðum 12%, og lifrar- arþóknunin um 20%. Séra Friðrik Hallgrímsson, prest- ur í Ameríku, er eini umsækjandinn um annað prestsembætti dómkirkj- unnar. Bankagengi í dag: Sterlingspund . . . . kr. 29,35 Dollar..............— 6,60 Svenskar kr. (100) . — 175,18 Danskar — (100) . — 114,42 Norskar — (100) . — 92,80

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.