Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.10.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.10.1924, Blaðsíða 3
SIOLFIRÐINGUR 147 yður þær heimildir, að Álalækjar- göngin hafi ekki kostað nema 15 þúsund? Þá þykist höfundur hnippa lag- lega í ritstjóra þessa blaðs oghjer- aðslækni er hann fer að gleið- letra kjarnann úr þvælu sinni um mótorhjálparstöðina. En trúa má Kári því, að hvorugur þeirra mun kveinka sjer undan slíkum ummæl- um, ekki síst vegna þess, að fáir skilja framsetningu höf., nje vita hvað hann er að fara. Eða hver botnar í þessari setningu: »30 atkv. gegn 17 var vantraustsyfirlýsingin sem »flokkurinn« bar fram sam- þykt með. íslenskur maður mundi hafakom- ist þannig að orði: Vantraustsyfir- lýsingin, sem flokkurinn bar fram, var samþykt með 30 atkv. gegn 17. Og þótt svo væri, sem sumir telja líklegt, að þjer sjeuð að hugsa um að verða í kjöri ^við kosning- arnar í næstu viku,,og sjeuð með þessum skrifum að afla yður fylgis, þá megið þjer ekki Iáta yður detta í hug að þjer fáið fleiri atkvæði en þessi 17 (af ca. 600 á kjörskrá) er á móti voru vantraustsyfirlýsing- unni. Hinir samþyktu hana all.r með þögninni, ef svo mætti að orði komast, þótt þeir hættu við að rjetta upp hendina af vorkunsemi við prestinn sinn. „Friðbjörn og rafljósin" heitir giein í Framtíðinni 1. þ. m,, eflir Ásgeir Bjarnason. Helstu vit- leysurnar í henni eru þessar: Það er v i 11 e y s a, að svo hafi skift um við það að hemlarnir voru settir upp, að komið hafi í ljós, að stöðin væri ekki fullhlaðin. — Þau einu áhrif, sem hemlarnir geta haft á hleðslu vjelanna eru að útiloka óleyfilega straumnotkun, og það þó því aðeins, að þeir sjeu »stemdii af« eftir straummagni því til ljósa, sem notendur eru skrifaðir fyrir. Nú er það vitanlegt, að áður en heml- arnir voru settir upp, var stöðin fullhlaðin — allur straumurinn seld- ur til fastra kaupenda. Og þó að þeir, einhverntíma í vor, ekki hafi notað allan sinn straum, þá gaf það rafveitunefnd engan rjett til að selja þann straum öðrum, hvort sem Ásg. Bjarnason kann að hafa ráðlagt þeim það eða ekki. Það er v i 11 e y s a, að enginn þurfi að kvarta yfir að hafa verri Ijós nú en áður. — Það ætti að vera hverjum manni auðskilið, að því meiru sem hlaðið er á vjelarn- ar umfram þau 26 kílów., sem þær framleiða af ósviknum Ijósum, því daufari verða ljósin og að minna gagni notendunum. Það er v i 11 e y s a, að jeg hafi verið á móti hemlunum, þegar jeg átti sæti í rafveitunefnd. — Höf. mun hjer rugla saman hemlum og straummælum, en þeim var jeg al- gjörlega mótfallinn og er það enn, eins og hjer hagar til. Þeim atriðum umræddrar greinar, sem snúa að mjer persónulega, verður ekki svarað hjer. Pó skal það tekið fram, að óþarfi var að gefa það í skyn, að jeg hafi óleyfi- lega notað 2 rafbolta. Jeg hefi n.l. fult leyfi til að nota svo marga bolta sem jeg vil, ef þeir ekki taka meiri straum samtals en suðuplatan og eru ekki notaðir samtímis henni. — Annars ætti hemillinn jafnt að útiloka óleyfilega straumnotkun hjá mjer sem öðrum. En, meðal annara orða, hvenær ætli 1. október sje hjá stjórnendum rafljósanna? Ætli honum hafi verið frestað eitthvað frameftir haustinu? Sennilega Að minsta kosti veit eg ekki betur en að þessi svokölluðu bráðabyrgða viðbótarljós sjeu ennþá notuð jafnt sem önnur Ijós, og sum jafnvel allan sólarhringinn. Friðb. Níelsson. kosningar látnar fara fram. Stjórnin mun sitja fram yfir kosningar. Erl. símfrjetíir. Dynamitpatrónur hafa fundist í dómhúsinu í Kristianiu. Upphafs- menn hafa ekkí fundist ennþá, en talið víst að Kommunistar hafi ver- ið hjer að verki. Campell ritstjóri verkamannablaðs- ins »Woikers Weekly« hefur' ritað grein og skorar á hermenn og her- foringja að mynda hermannaráð að dæmi Rússa. Grein þessi hefurvak- ið mikla gremju og er stjórnin bendluð við þetta mál. Hefur þing- ið samþykt einskonar. vantraust á hana, sem varð til þess, að þingið verður rofið um helgina og nýjar Mænusóttin. Landlæknirinn hefur gefið út op- inbera tilkynningu um farsóttir hjer á Iandi, og kemst hann þar meðal annars svo að orði um mænusóttina. »Jeg hef talið saman eftir sfm- skeytum og skýrslum læknanna hve margir þeir eru orðnir, sem hafa fengið mænusótt með lömun. Út- koman er þessi: 176 sjúklingar hafa lamast, og af þeim 65 dánir. Síðari talan, dánartalan, mun vera mjög nærri sanni, en þó líklega helst til of lág. í Reykjavík dó t. d. ungur maður í maí mánuði, og ljek nokk- ur vafi á því hvert dauðameinið var, en eftir á hefir sú efasemd horfið, og nú talið víst, að það hafi verið mænusótt. Pá komnir66. Auk þess eru miklar líkur til að læknar hafi aldrei sjeð, og ekki fengið vit- neskju um, einhverja af þeim, sem hafa orðið bráðdauðir af völdnm mænusóttarinnar. Um fyrri töluna, tölu allra þeirra, sem lamast hafa, mun óhætt að fullyrða, að hún er talsvert of lág. Jeg tel víst, að ýmsir af þeim sjúk- lingum, sem hafa sloppið með Iít- ilsháttar lamanir, sjeu ekki komnir undir læknis hendi, og komi aldrei sumir hverjir, því smávægismænu- sóttarlamanir batna oft sjálfkrafa á tiltölulega stuttum tíma.« Landspítalinn. f Morgunblaðinu 9. f. m. stend- ur þessi smágrein: »Morgunblaðið hefur veriðbeðið að geta þess, að vegna fjarveu gjaldkera Landspítalasjóðsins hafi það dregist alt of lengi að geta þess í blöðunum, að Kvenfjelagið »Von« á Siglufirði sendi Landspít- alasjóðnum í júlímánuði kr. 545,69. Peningar þessir voru ágóði af skemtun, sejn fjelagskonur höfðu sofnað til 19. júní s.l., í því skyni að minnast kvenrjettindadagsins og

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.