Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.10.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.10.1924, Blaðsíða 3
SlGLFlRÐiNGUR 151 Iðrun S. A. B. Ánægju það allra jók iðrun þegar Blöndal tók og með tárum inna vann: Eg ætla að kjósa C-listann. Menn munu minnast þess, að á borgarafundinum 27. f. m. hjetBlön- dal því, með klökkum rómi, að hann skyldi vinna sig upp í áliti Sigl- firskra kjósenda. Þessi ummæli sýndu, að hann fann það glögt, að álit hans er sýnu minna nú síðan hann kom í bæjarstjórnina, en áð- ur var. Nú lítur svo út, sem hann sje farinn að iðrast og gera yfirbót, ef treysta má' því, sem nú gengur milli manna, að hann hafi hallast að C-listanum við síðustu bæjar- stjórnarkosningar. Er gott að frjetta það ura menn er þeir vilja bæta fyrir brot sín, og enginn skyldi hæðast að iðrandi syndara. En á meðan Blöndal er veikur fyrir ætti hann að vara sig á soranum frá Akureyri og ósvífninni úr Húna- vatnssýslu. * H. O. „Kári i í er enn á ferðinni í siðustu Framtíð. Altaf er hann að verða kyndugri eftir því sem hann kemur oftar fram í dagsljósið. Nú kemur þarna fram alt annar Kári en í hið fyrra sinnið. Hann kann að minsta kosti miklu meira í íslenskri tungu nú, heldur en þá, og er nú klaufalegur á kvenna vísu, en var áður all-karlmannlegur í sinni vanþekkingu. Siglfirðingur tók strax eftir því, hve alt málfar var orðið gjörbreytt. í fyrri greininni kunni Kári lítil skil á beygingu og fleirtöluendingum al- mennustu nafnorða og lýsingarorða, að ekki sje talað um setningarnar, sem flestar gengu á klaufuðum aft- urfótum. Nú eru flestir þessir gallar horfnir, en aðrir komnir í þeirra stað. Nú dettur manni í hug »dama« á dönskum búningier mað- ur sjer þessi og þvílík orðatiltæki eftir endilangri greininni t. d. »af- skaplega fá«, »voða merkilegur«, »afskapleg skarpskygni«, »voða mikið«, »voða grautur«, »heilmikill grautarfræðingun, »ansi karlmann- lega« o. fl. af sama tagi. Og enn skringilegra verður þetta af því, að sömu orðatiltækin endurtakast hvað eftir annað. Svona niarghliða rithöf- undi á að minsta kosti Siglfirðing- ur ekki kost á að kynnast daglega. Annars ætlar ritstj. Siglfirðings ekki að fara að svara þeirri endem- is þvælu sem þarna er látin á þrykk út ganga Getur hann með glöðu geði sagt með Bólu-Hálmari: »að munnhöggvast við málrófsdýr mjer er þarflaus iðja« Kári þessi hinn kvennlegi hefur með engu orði hrakið þaó sem Kára hinum karllcgavar svarað í síðasta Siglfirðingi. Þessar örfáu línur eru hripaðar upp einungis til þess, eins og Kári hinn kvennlegi segir í nið- urlagi pistils síns, að hann sendi ritstj. Siglfirðings kveðju í næsta blaði Fiamtíðar. Hann hefur for- vitni á að sjá í hvaða gerfi Kári birtist næst þegar hann kemur fram á ritvöllinn. Samanburður. í síðustu Framtíð er þetta sagt um Oito Jörgensen: »-------ekki síst þegar í kjöri er maður sem stendur skoðunum verka- manna miklu nær en Fanndal, sem sje Otto Jörgensen símstjóri, sem er auk þess mjög duglegur og reglusamur um sín ábyrgðarmiklu störf, vel gefinn og áhugasamur um öll bæjarmál.« Og þetta um Guðm. Skarphjeð- insson: »— Um Guðm. Skarphjeðinsson barnakennara er fátt eitt að segja, hann er hálfgerður unglingur enn, sem enga heimild hefur ti! að vænta að borgarar bæjarins fái honum í hendur fulltrúastarf, jafn ábyrgðar- mikið og þetta er. Siglfirðing langar til aó bæta þessu við ummæli blaðsins: Otto Jörgensen er 28 ára. Hann flutti hingað fyrir rúmum þrem ár- um, þá flestum hjer ókunnugur og þekti ekkert til um málefni bæjarins. Síðan hefur hann verið póstaf- greiðslumaður og símstöðvarstjóri. Hann er ekki bindindismaður. Guðm. Skarphjeðinsson er 20 ára. Hann er fæddur og uppalinn hjer og því nákunnugur bæði mönnum og málefnum bæjarsins. Skólastjóri barnaskólans hefur hann verið í 8 ár. Hann er b'mdindismaður Slöðvarstjórinn fjekk 49 atkv. en skólastjórinn 117. Siglufjörður. Kosning á þrem mönnum í niðurjöfnunarnefnd kaupstaðarins á fram að fara 25. þ. m. Engir listar eiu enn komnir fram. Vandlifað Það er haft fyrir satt, að vandlifað sje orðið í Siglufirði, því ekki geti aðrir sagt satt nú orðið, en stórir nienn og digrir, og þó helst ekki, nema þeir hafi fengið nokkra tugi þúsunda eftirgefna í viðskift- um. Þeir eru víst ekki margir sem óhætt er að trúa, eftir þessu að dæma. Kolaskip er nýkomið til H. Henriksen Næturvarðarstaðan er auglýst laus frá 1. jan. n. k. Laun 1600 kr. og dýrtíðaruppbót. Umsóknar- frestur til 1. des. n. k. Frumvarp að fjárhagsáætlun bæjarins árið 1925 hefur. fjárhagsnefnd sent bæjarfulltrúunum til athugunar. Er þar gert ráð fyrir 72000 kr. aðalniðurjöfnun. Leikfjelag Siglufjarðar hjelt aðalfund sinn í gærkveldi eftir að hafa ekkert gert í 2 ár. Tvö tölublöð af Framtíðinni komu út kosningadaginn, 15. þ, m. Var nálega alt efni þeirra með- mæli með A-listunum. skammir um hina listana og ýmiskonar útskit um þá menn sem að þeim stóðu. Arangurinn af öllum þessum ósköpum varð sá, eins og við mátti bíiast og venjulegt er, að þeir sem mest voru þar lof aðir fengu fæst atkvæðin. Bankagengi í gær: Sterlingspund . . . Dollar....... Svenskar kr. (100) Danskar — (100) Norskar — (100) kr. 29,00 — 6,47 — 172,03 — 110,56 — 90,68

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.