Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.10.1924, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 25.10.1924, Blaðsíða 1
SIGLFIRÐINGUR I. árg. Borgarafundurinn. Það er gömul og ný saga, að »margt breytist á langri Ieið«. Fað er þess vegna ekkert undarlegt þó frjettirnar af borgarafundinum, sem hjer var haldinn 27. f. m., sjeu komnar i nýjau búning þegar þær koma alla leið til Reykjavíkur, ekki síst ef óvandur frjettaritari .ætti hlut að niáli. Lað er því ekki svo undarlegt í sjálfu sjer, þó að jafn fráleitar frásagnir birtist, eins og Morgunblaðið flytur uin borgara- fundinn. En það gegnir furðu að nokkur Siglfirðingur skuli ekki ein- ungis taka slík ummæli fyrir góða og gilda vöru, lieldur birta þau hjer setn sönnunargagn fyrir áliti lands- manna á fundinum. Til samanburðar eru hjer birt um- mæli nokkurra blaða um fundinn, þar sem nokkurn veginn rjett er skýrt frá málavöxtum. »Lögrjctta« 30. sept. »Frá Siglufirði er símað, að boð- að hafi verið þar til borgarafundar 27. þ. m. og samþykt þar með nokkrum meirikluta vantraustsyfir- lýsing til bæjarstjórnar út af nieð- ferð hennar á leigu hafnarlóðanna. Enn er óvíst hvað bæjarstjórn ger- ir, en heyrst hefir, að 3 bæjarfull- trúar muni ef til vill segja af sjer. Lóðaleigumál þetta er þannig vaxið, að upprunalega hafði verið ákveðið að bjóða háfnarlóðirnar með til- heyrandi bryggjum út í desember, janúar og febrúar. En nýlega barst hafnarnefnd 8000 kr. tilboð í lóð- irnar fyrir næsta ár, frá Rormóði Eyjólfssyni. Hafnarnefnd tók málið til ihugunar og hækkaði leiguna upp í 10000 kr., og að því gekk þormóður. Samþykti hafnarnefnd og síðan bæjarstjórn að leigja hon- um lóðirnar við 10000 kr. gjaldi, enda þótt leigan hafi verið miklu Siglufirði 25. okt. 1924. hærri áður. Kunna menn því mjög illa, að þessi eign bæjarins sje leigð einstökum manni, án þess að öðr- um gefist kostur á að gera boð í hana.« -— »íslendingur« 17. okt. »— — Hafnarnefnd hafði leigt út bryggjur og hafnarlóðir bæjarins fyrir næsta ár útboðslaust og fyrir lága leigu, að því er mörgum fanst. Bæjarstjórnin samþykti aðgerðirhafn arnefndar, en þá risu nokkrir af bæjar búum upp til mótmæla og boðuðu borgarafund. Var þar samþykt van- traust á bæjarstjórn og skorað á hana að segja af sjer. Tveir af bæjarfull- trúunum urðu við áskoruninni, þeir Jón Ouðmundsson verslunarstjóri og Hannes Jónasson verkstjóri.« »Hænir« 4. okt. »Borgarafundurinn á Siglufirði samþykti á laugardagskvöldið van- traust á bæjarstjórnina, vegna þess, að hún hefur útleigt síldarbryggjur hafnarinnar útboðslaust.* »Verkamaðurinn« 14. okt. vHafnarnefnd hafði leigt út hafn- arlóðir bæjarins fyrir næsta ár, út- boðslaust og fyrir lága leigu. Bæj- arstjórn gaf samþykki til þessa. Borgarafundur var haldinn um mál- ið og þar lýst vantrausti á bæjar- stjórnina fyrir þessar aðgjörðir og skorað á hana að segja af sjer.« Hver skyldi hafa simað »Mogga« frjettirnar? — Ekki voru þær frá frjettastofunni. Olúntarnir & Co. Mikið stóð til fyrir Olúntunum & Co. fyrri hluta síðustu viku. Rá kom Framtíðin út og var hún tvö- föld að þessu sinni og skreytt álnar löngum innleggum, fullum af anda- gift og speki!!. 39. blað Retta Framtíðarblað mun vera langstærsta blað er út hefir komið á Norðurlandi, og markar þannig tímabil í norðlenskri blaðamensku. F*að hljóp ofhold í hana í tilefni af kosningunum og er orsök þess sú, að það hvað hafa hlaupið andleg asahláka í Glúntana svo að leir- skriður miklar fjellu þar fram og flóðu yfir alt sem fyrir varð. Retta fyrirbrigði lýsti sjer þannig, aðþeir tóru að skrifa, og fyltu blaðið — frjófguðu þessa geysistóru hvítu eyðimörk — á stuttum tíma. Láta þeir digurbarkalega um fylgi sitt, og skora átakanlega á »heiðraða kjósendur« að kjósa A-tistan/7 (hvern þeirra?) og sýna, hversu þeir sjeu ginnkeyptir fyrir klíkuskapnum en andvígir »uppþotinu«. Þeir full- yrða þar, að það detti engum í hug að kjósa lista »uppþotsmanna«. Öll þjóðin hafi þá að athlægi af þvíað einhverjir óhlutvandir menn sendu Morgunblaðinu villandi skýrslu um borgaralundinn. En þetta varð skammgóður verm- ir fyrir þá. Nú sitja þeir og þeirra fáu áhangendur í sorgum og þykj- ast sjá sína sæng útbreydda með það, að þeirra völd sjeu undir lok liðin. Rað fer nú líka smátt og smátt að þjappast að þeim mót- staða borgaranna, og eftir nýjárið sjá þeir líklega ennþá betur en nokkru sinni fyr hvort »uppþotið« hefir enga áhangendur.átt aðra en þessa 32 er atkvæði greiddu á fundinum. Hvað hefði þeirra maður fengið mörg atkvæði á miðvikudaginn ef verkamenn og >uppþotsmenn« hefðu sameinað sig um lista, sem ekki er ólíklegt að þeir geri eftir nýjárið? Reir hefðu fengið þessi sömu 15 atkvæði semjörgensen fjekk. Ounn- laugs atkvæði voru hrein (34) og þeir sem hann kusu, kusu Jörgen- sen hans vegna. Jörgensens fylgið eru þau atkvæði sem hann fjekk /

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.