Siglfirðingur


Siglfirðingur - 25.10.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 25.10.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINOUR 155 inn ís. F>á var ekkei t þorrablót og það ár átti Verslunarmannafjelagið ekkert afmæli. Þóttu þetta hvor- tveggja stór tíðindi og hörmuðu það margir. Rann vetur voru eng- ar kosningar í Siglufirði svo menn vissu. Pað þótti mörgum ekki gott, en urðu að hafa svo búið. Þá voru borgarafundir uin Ijósið. Pá var það, að Fiamtíðinvar endurreistog kom út einföld og krafðist meira Ijóss. F*á reiknaði Blöndal mismun á háspentum straum og lágspent- um — alt með prósentu formúlum og pium og kvaðratrót og skildi enginn nema Hallgrímur. Hann þuldi þá upp úr svefni Lalands- töflur svo hvergi skeikaði en hefir aldrei kunnað þær fyr né síðar, og aldrei kunnað logaritma. En Hall- grímur fann skekkju hjá Blöndal og hafði þá eylt upp þrem blýöntum frá Friðbirni, Rað ár rannsakaði Hallgrímur lífið hinumegin; hefir enginn heyrt um þær rannsóknir nema Blöndal. Rá var þurausinn Sandt'oss og átti að hvolfa honum upp við Ijósastöð og láta vjelina pumpa rafmagni um bæinn. En Fló- vent sagði það mekaniskan ómögu- leika af því vjeiin stæði á liaus ef hvolft yrði skipinu. En það var að engu haft. Pá voru löggiltir margir rafvirkjar fyrir bæinn, sumir hálærð- ir, sumir lítt lærðir en sumirólærð- ir og þóttu þeir bestir. Pávarbygt mótorskýli við rafstöðina og ekki boðið út svo menn vissu, því hætt þótti við að þá hefði það orðið of ódýrt. Þá keyrði Björn vegi upp að Ijósastöð og er sá vegur brattastur á Norðurlöndum. Var það gert til hagræðis. Pá var lokað Álalæknum. Var það mikið mannvirki og sýnt landlækni. En honum blöskraði svo, er liann sá mannvirkið, að hann mátti ekki mæla og kom upp engu orði fyr en í Morgunblaðinu löngu seinna. En þar var mannvirkinu hrósað, og þótti undarlegt þeim er til þektu, að hvorki var minst þar á Rút nje Flóvent nje kostnaðinn. Vita menn ekki hvort landækni hef- ir gengið gleymska til þess, en ó- hug sló á alla hlutaðeigendur er þeirra var að engu getið eins og von til var. Pá var leigð hafnarlóðin. Og hrepti hana Þormóður. Rað ár var ekkert gefið eftir af leigunni. Pá var mikið leppað. F*á hófst útflutn- ingur á tunnum og salti til Noregs. Sló óhug í Norðmenn því þeir hjeldu að íslendingar mundu kon- kúrera sig út á tunnumarkaðinum og sendu konsúlum sínum skeyti um að sporna við þessu fargani, og það gerðu konsúlarnir. F>á var bygt yfir rústirnar á hafnarlóðinni og húsið leigt. F>að hlaut F’ormóð- ur — en á því tapaði hann. F*ar er afgreiðsla Eimskips. Hana hefir Pormóður. Pá var stofnaður norsk- ur konsúlsstóll í Siglufirði. Hann hlaut F)ormóður og sótti ekki um. Yfir hafnarlóðinni ræður hafnar- nefnd. í henni er F’ormóður. F*á var vantrausti lýst á bæjarstjórn. F*á sögðu af sjer tveir fulltrúar. F*á vildu allir hafa, en hinir sátu er enginn vildi. F’á var kosið daginn milli Kalixtusar- og Gallusarmessu. Pá var uppstytta. F’á fjell Fanndal og þá fjell Jörgensen og stóðu ekki upp aftur. Pá kom Framtíðin út tvöföld. í það blað skrifuðu Kári sá, er Friðbjörn kvennkendi ogjón Jónsson og S. A. B. og ekki fleiri nafnkunnir. Á þessu ári skeði það að stjórn- arráðið rak einn af starfsmönnum landsins úr embætti »eftir lýsingu«. F’ess verður getið í eftirmælum 20 aldar og að endemum. Pað sumar varð þurð á síld. F*á kostaði ein síld tvær álnir á landsvísu. F’á varð síld að luxus og bannaður á henni innflutningur. Höfðu engir efni á að kaupa síld í soðið nema kaup- mennirnir, konsúlarnir, bæjarstjórn- in og Bíldahl og Gunnl. F'orfinns- son og þó ekki fyr en hann hafði selt stafinn sem Ringen Ijet hann hafa uppí húsaleiguna. F*á töpuðu allir leppar. F*á græddi Lúðvík og Sigurjón. Pá var það samþykt í bæjarstjórn að hlaupa undir bagga með öllum sem tapað höfðu á síld. F’að þótti þjóðráð og mannúðlega gert. Pað var ekki gert í gróða- skyni. F’á kom út Glettingur. Hann dó í ágúst af ofreynslu og varð hann harmdauði mörgum. F>á voru á því sumri haldnar raargar tom- bólur. F’ar græddi margur. Pá var dansað í Valhöll. F*á var reist Bíó. F>að gerði Thorarensen. Fleira gerðist þá sögulegt en það kemur í næsta annál. ErL símfrjettir. Zeppelinsloftfarið, sem F*jóðverjar afhentu Bandaríkjunum, var 751/2 klst. á leióitmi til Boston. Vega- lengdin er 8600 kílómetrar. Skipið flutti 31 farþega. F*ykir þetta mikið furðuverk og vekur feikna athygli vestra. íhaldsmenn og frjálslyndir ganga saman til kosninga á Englandi í 49 af þeim 62 kjördæmum sem jafnað- armenn unnu í fyrra. Búist við þingrofi í F>ýskalandi; stjórnin í raunverulegum minni hluta og sambræðslutllraunir hafa mis- hepnast. Franskt fjelag hefir beiðst kaupa á mörgum Zeppelinsloftskipum til almennra samgangna, gegn því að andvirði þeirra gangi í skaðabóta- sjóðinn. Jarðarför Anatola France fór fram 18. þ. m. Hluttekning þjóðarinnar meiri en áður hefur þekst. Branting hefur myndað hreina jafnaðarmannastjórn í Svíþjóð.Frjáls- lyndi flokkurinn hefur lofað stjórn- inni vinsamlegu hlutleysi. F r j e t í i r. F*ýskur togari strandaði á Skála- vík nýlega. Menn björguðust. Á sama stað hafa rekið úpp björgun- arhringar og dót tilheyrandi ensk- um togara sem sennilega hefurfar- ist þar vestra með allri áhöfn. Við dönsku landsþingskosning- arnar síðusíu fengu jafnaðarmenn 12 þingsæti, unnu 3, gerbótamenn 3, vinstrimenn 8, töpuðu 2, íhalds- menn 3 og töpuðu einu. í lands- þinginu er þá flokkaskiflingin þann- ig: Jafnaðarmenn 25, vinstrimenn 31, gerbótamenn 8 og íhaldsmenn 12. Tvær stúkur hafa nýlega verið stofnaðar. Önnur í Rvík, hin á Hólmavík. Sunnudaginn 19 þ. m. voru lið- in 40 ár síóan Bjarni Hjaltalín fiski-

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.