Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 2
158 SIGLFIRÐINOUR með eignir bæjarins eða það fjé, sem þeir leggja til almennings þarfa. Að minsta kosti hafa þeir rjett til að láia í ljós sína skoðun urn það, hvort rjett sje að tefla eignum bæj- arins á fremsta hlunn til hagsmuna einstakra manna. ¦Nei! Þégat heill bæjarins er í hættu, þá eru allir eitt. Og nú hafa borgararnir verið allir eiit. Nú er ekki til nema einn flokkur í bæn- um. Sá flokkur er harðsnúinn og getur alt, sem hann vill. Og hann vill vinna að framförum bæjarins af alhug og án eigin hagsmuna ein- stakra manha. Hann vill hreinsa til í bæjarstjórninni. Og honum skal takast það. Hann hættir ekki fyr en yfir lýkur! Siglfirðingur vill vona, að breyt- ing sú, sem hjer hefir verið gerð að umtalsefni, sje fyrirboði nýrri og betri tíma fyrir Siglufjörð. Hann vill vona, að nú sjeu dagar per- sónulegs rígs og sundrungar taldir. Nú muni friðsamleg vinna að hin- um mörgu aðkallandi umbótaþörfum bæjarins fá að njóta sín. Nú muni ekki framar gæta áhrifa þeirra inanna, sem ávalt meta sitt eigið meira en bæjarins. Nú megi bænum auðnast að taka hröðum og varanlegum um- bótum Qg sátt og samlyndi ríkja meða! íbúanna. Og þá má með sanni segja um þetta bryggjuleigu-frumhlaup: »Fátt er svo með öllu ílt, að ekki fylgi nokkuð gott«. „LiílB verður Hinrik feginn", í síðustu blöðum Framtíðarinnar hefir ritstjórinn aðallega spreytt sig á því, að reyna að ófrægja mig. Síðaét í dag ryður hann úr sjer heilmiklu af ósannindum um mig. Þetta gerir hann nú auðvitað af gremju sinni yfir því, að jeg skuli hafa leyft Goodtemplurum leikfimis- húsið til afmælisfagnaðar á morgun. Þeir áttu það þó síst skilið af Hinrik, áð hann reyndi til að bola þeim frá því að halda afmælisfagn- að sinn. Því að hverjir hafa hlíft honum ef ekki þeir? Undanfarna vetur síðan farið var að kenna leikíimi við barnaskólann, hefir leikfimishúsið verið lánað öðru hvoru til samkvæma, en mjög hefir það verið takmarkað vegna þess, að mjer hefir verið aít lán á því á móti skapi, en ekki sjeð til neins að neita því algerlega, af því að 4 úr skólanefnd og bæjarfógeiinn hafa altaf leyft það. Kenslustofurnar hefi jeg þá aftur á móti ekki lánað. í fyrra leyfði þó skólanefnd og bæjarstjórn sjer að taka 2 af þeim til alþingiskosninga, eftir að kensla •var byrjuð. Þá er það, sem jeg bið fræðslu- málastjórann um úrskurð, og er það víst það, sem Hinrik á við, er hann segir, að jeg liafi kært skólanefndina. í þáð skiftið heyrðist ekkert í heilbrigðisnefndinni, og er Hinrik því ósannindamaðurað því, er hann segir, að mjer sje kunnugt um, að heilbrigðisnefndin hafi jafnan verið á móli því, að leikfimissalur- inn væri notaður til dansskemtana. Sjálfsagt hefði hún látið til sín heyra bæði í fyrra og áður, ef meiri hlutinn hefði verið vakandi og borið velferð skólans fyrir brjósti hvað þetta snerti. Þegar jeg hefi lánað leikfimishúsið, hefi jeg ætíð gætt þess, að það væri gert vel hreint upp úr sótt- hreinsandi lög. Þetta veit Hinrik vel um, þó að hann sje að tala um r y k , sem fylli lungu barnanna, e f t i r a ð, b ú i ð er að gera vel hreint og sótíhreinsa. Jeg gef ekk- ert fyrir þessa hreinlætisumhyggju Hinriks hvað börnin snertir, því að sjálfur leyfir hann sjer að bjóða bæði þeim og öðrum í Bíóið sitt, þar sem bekkirnir eru flekkóttir af óhreinindum og gólfið stundum loðið af leir og hrákum áður en sýning byrjar. Og nær væri hon- um að þvo sínar eigin hendur og gera hreint fyrir sínum »austurdyr- um« áður en hann fer að bregða öðrum um óþrifnað. Að jeg hafi hringsnúist og sam- þykki nú það, sem jeg hafi áður hamast á móti, eru alger ósannindi og þvættingur, sem Hinrik er óhætt að kyngja aftur, því að í þetta sinn hefi jeg leyft það sama og jeg hefi gert undanfarna vetur og með al- veg sömu skilyrðum, sem sje þeim: Að húsið yrði sótthreinsað á eftir og að skólanefnd og bæjarfógetinn leyfðu húsið. Siglufirði 8. nóv. 1924. Guðm. Skarphjeðinsson. Erl. símfrjetíir. Danski prófessorinn Möllegaard hefir fundið upp nýtt meðal við berklaveiki. Tilraunir með það hafa gefist ágætlega. .Stóriðjuhöldar Frakka og Þjóð- verja hafa samið um, að keppa í fje- lagi við Bandaríkin í stáliðnaði. Calvin Coolidge kosinn forseti Bandarikjanna til næstu 4 ára. Fjekk hann 371 kjörmann kosinn. John W. Davis fjekk 144 kjörmenn, en La Follette aðeins 16 kjörmenn. Repúblikkanar hafa einnig náð meiri hluta í báöum þingdeildum. Við ensku kosningarnar 29. f. m. fjekk íhaldsflokkurinn 410 þingsæti, verkamenn 151, frjálslyndir 39. — Jafnaðarmannastjórnin varð því að segja af sjer og íhaldsmenn mynd- uðu, sfjórn undir forsæti Sfanley Baldwins. Helstu mennirnir í stjórn- inni eru: Curzon lávarður, sem er »lord«-kanslari og forseti efri tnííl- stofunnar, Austin Chamberlain utan- ríkisráðherra, Birkenhead lávarður Indlandsráðherra og Winston Spen- cer Churchill fjármálaráðherra. Hefir sá síðasttaldi verið einn af fremstu mönnum frjálslynda flokksins að þessu, en hallast að íhaldsmönnum nú orðið. Dr. med. Petrus Beyer, stórmeist- ari Oddfellow-reglunnar í Danmörku og íslandi, er látinn. Millerand fyrv. forseti hefir sfofn- að nýjan stjórnmálaflokk í Frakk- landi, og veitir hann Herriot-síjórn- inni harðsnúna mótstöðu og á hún nú mjög í vök að verjast vegna vaxandi dýrtíðar, sem stafar af versn- andi gengi frankans. Hámarksverð hefir verið seít á saltfisk í Barcelona. Mussolini bannar stjórnmálafundi í ítalíu. Mötstöðumönnum hans vex fylgi. Hafa þingmenn þeirra neitað að taka þátt í þingstörfum. Hátíðahöld mikil í París á mið- vikudaginn var í minningu vopna- hljesdagsins. Tuttugu og fimm þús- und farlama hermenn |sendu bænar- skrá til Herriot yfirráðgjafa um bætt launakjör.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.