Siglfirðingur


Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 18.11.1924, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINOUR 159 F r j e í t í r. Þýskur togari hefir nýlega verið sektaður um 5000 gullkrónur fyrir ólöglegan umbúnað veiðarfæranna. — Ennfremur hefir ísl. togarinn »Otur« fengið 4000 kr. sekt fyrir samskonar brot. í sepienibermánuði voru fluttar út ísl. afuröir fyrir 11 miljónir og 300 þús. kr. Davíð Síefánsson frá Fagraskógi er að láta prenta efíir sig nýja Ijóðabók. »Stormur« heitir nýtt blað, sem farið er að koma út í Rvík. Rit- stjóri þess er M. Magnússon, áður ritstj. »Varðar«. Blaðið er andstætt núverandi landsíjórn, að því er sagt er. »G!æsimenska« heitir nýútkomin skáldsaga eftir Sigurjón Jónsson ritstj. »Æskunnar«. Eggert Stefánsson, söngvari, er ráðinn óperusöngvari við Cornegie Hal! í New-York. Umdæmisþing Goodíemplara var haldið á Akureyri í fyrradag. »Þór« náði nýlega enskum tog- ara á Hornvík; var hann þá ekki að veiðum, en vitni frá Hornvík, Hæla- vík og Aðalvík hafa unnið eið að því, að hann hafi veitt í landhelgi í sumar. Tveir vínsalar í Rvík voru 27. f. m. dæmdir í 30 daga fangelsi við vatn og brauð og auk þess í sektir, annar 1000 kr., en hinn 1500 kr. — Sama dag tók iögreglan tvo alræmda áfengissala og sannaði á þá vínsölu. »lslands Faik« tók þýskan tog- ara að veiðum í landhelgi við Port- land 26. f. m. Var hann sektaður um 20 þús ísl. kr. Auk þess var afli og veiðarfæri gert upptækt. Bærinn Mosfell í Grímsnesi brann nýlega. Þrír menn druknuðu við lending- una í Ólafsvík 29. f. m. Sjera Friðrik Hallgrímsson fjekk 2178 gild atkvæði. Ellefu urðu ógild, en 50 seðlar auðir. Kauptaxti Verkamannafjelags Siglufjarðar: Almenn dagvinna Skipavinna Eftirvinna Helgidagavinna 1.00 klst. 1.20 — 1.40 — 1.80 — Taxti þessi gildir þar til öðruvísi verður ákveðið. Stjórnin. Takið eftir! Þeir, sem hafa óhirtan svörð í Saurbæjar- Iandi, eru alvarlega ámintir um að hirða hann nú, því að nú er ekki tíðinni um að kenna. Fyrir hönd jarðeignanefndar. Guðm. Bíldahl. »Þór« tók enskan togara að veið- um á Skjálfanda 8. þ. m. Fjekk hann 11 þús. gullkróna sekt og afli og veiðarfæri gert upptækt. Stórtemplar stofnaði nýja stúku í Gagnfræðaskólanum á Akureyri 2. þ. m. Hlaut hún nafnið »Sigurfán- inn«. Stofnendur voru 39. Bæjarstjórn Reykjavíkur hefir sam- þykt, að byggja nýjan barnaskóla á næstu árum fyrir alt að eina mil- jón króna; 300 þús. kr. veittar til þess á næsta ári. Nína Sæmundsson og Gunnl. Blöndal taka þátt í hinni frægu heimssýningu í París; fyrstu íslend- fngarnir, sem það gera. »FáIkinn« tók togarann »EarI Kitchener« í landhelgi. Er hann ennfremur ákærður fyrir veiðar í landhelgi 25. júlí í sumar. Skip- stjórinn neitar harðlega, og hefir verið settur í varðhald. »KveldúIfur« hefir tekið á leigu togarann »íslending« til þess að kaupa nýjan fisk af vjelbátum á Vesturlandi og flytja í ís til Englands. Aðalfundur Alþýðusambandsins hefir synjað »Fjelagi ungra kommún- ista« um upptöku í Alþýðusam- bandið. Frá 1. desember til áramóta verða allar vörur seldar gegn peningum með mikíum afslætti. Sophus Árnason. Pakjárn nr. 26 fæst hjá Friðb. Níelssyni. Gengi peninga hjá bönkum í gær. Sterlingspund . . kr. 28,60 Dollar .... — 6,18 Svensk króna . . — 165,65 Norsk króna . . — 91,65 Dönsk króna . . — 108,91 Siglufjörður. Kosningin til niðurjöfnunarnefndarinnar 25. f. m. fór þannig, að listi borgaranna kom ’öll- um sínum mönnum að, en listi bæjar- stjórnarvina engum. Jarðarför Pálmínu Einarsdóttir fór fram 31. f. m. Kvenfjglagið »Von« hjelt afmælisfagnað sinn 1. þ. m., og bauð þangað mörgum gestum. Góðtemplarar hjeldu tveggja ára afmæli stúkunnar

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.