Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.11.1924, Qupperneq 1

Siglfirðingur - 29.11.1924, Qupperneq 1
SIG LFI RÐINGUR I. árg. Siglufirði 29. nóv. 1924. 41. blað t Guðm. Magnússon. læknir og háskólakennari. F. 25. sept. 1863. D. 25. nóv. 1924. Tliomas Carlyle getur þess í sögu sinni um frönsku stjórnarbylt- inguna miklu, að Mirabeau greifi, sem var áreiðanlega sá víðsýnasti og þróttmesti stjórnmála maður á Frakklandi í byrjun byltingarinnar, hafi á banasænginni gripið um höf- uð sjer og sagt við lækni sinn: ^Það vildi jeg, að jeg gæti arfleitt Frakkland að þessu höfði.« Pessi saga keinur ósjálfrátt í huga rnanns við andlátsfregn Guðmund- ar Magnússonar læknis. Höfuðið var jafn fagurt og gott, bæði ytra og innra. Heilinn var tekinn úr hauskúpu Túrgenjevs, rússneska skáldsins, og veginn — og reyndist að vera ein- hver þyngsti mannsheili, sem nokkurn tínra hafði verið lagður á vog. En þeim, sem höfðu kynni af Guðmundi Magnússyni mætti þykja fróðlegt að vita um þyngd þess heljarheila, sem honurn var gefinn. IJvi að gáfaðri mann hef jeg, í einu orði sagt, ekki fyrir mjerhitt. Jeg er ekki einn um þennan dóm. Margir, rnargir, gamlir og ungir hafa komist að hinu sama. Fað iná segja um þann mann, sem hefur verið lærisveinn og verð- ur síðar kennari, að hann fari tvis- var gegnuin prófraunina. Um lærdómstíð Guðmundar Magnússonar er það að segja, að allir hans kennarar luku upp einunr munni um það, að hann væri sjer- stakur að gáfum og þekkingu. Það er fátítt að þeir, sem ár eftir ár kenna fjöldamörgum mönnum, muni sjerstaklega einn úr hópnum. En svo var um Guðm. Magnússon. Allir hans kennarar höfðu hann eins og sjer í hólfi. Peir mundu eftir honum, svo skar hann sig úr fjöldanum. Svona var lærisveinninn. En jeg vil segja að prófraun kennar- ans gagnvart nokkurn veginn þrosk- uðum stúdentum sje sízt hægri. Aldrei hef jeg þekkt betri kennara — og þó með einkennilegu móti. í andlitinu, svip og látbragði, lá og enda oft sagt berum orðum:»Hjálp- irðú þjer ekki sjálfur, get eg ekki hjálpað þjer —og vil það he!durekki« Það er ekki auðvelt fyrir læri- svein Guðmundar Magnússonar að greiða sundur kennaratin, lækn- rinn og manninn. Heildin var svo einkennilega samsteypt og sympatisk. Skír, skarpvitur, þaulfróður og grandvar maður og svo brosið — og stundum glottið! Vissulega hefur Guðm. Magnús- son unnið íslenzkri læknisment mest gagn allra manna. Allflestir íslenzkir læknar, er nú lifa og að liði hafa komið. hafa mótast í höndum hans — og hví- líkar hendur! — hafa tekið á sig lögun og sál, fengið eyru til þess að heyra með og augu til þess að sjá með. Það hlýtur að vera óþarfi að skíra íslenzku fólki frá þeim »hryðjuverk- um«, sem Guðm. Maguússon, fyrst- ur manna hjer á landi, hefur unnið með sínum nijúku meistarahöndum á mörgum sjúkum mönnum — þeim til lífs og heilbrigði. Hjer er ekki svigrúm til þess að skrifa æfisögu Guðm. Magnússon- ar, hún verður vafalaust rituð ítar- lega annarstaðar, heldur aðeins getið láts þessa manns, svo að menn hrökkvi við í meðvitund þess að nú fjell f valinn eitt bezta barn þessa lands og sá stærsti velgjörðar- maður sjúkra, sem landið hefur al- ið ennþá. Guðmundur Magnússon mætti segja það látinn um sjálfan sig, sem Egill segir í lokaerindi Arin- bjarnarkviðu, að því tilbreyttu, að Egill talar um skáldskap, en Guðm. Magnússon mundi tala um starf sitt í lækningum (og hvert starfið er göfugra?) Hlóðk lofköst þanns lengi stendur óbrotgjarn í bragartúni. G. T. H. Með þessu blaði er lokið fyrsta árgangi Siglfirðings. Hefur árgang- urinn þá orðið eins og lofað vai að minstur yrði hann — og einu tölublaði betur. Mjer hefur ekki tekist aðnáföst- um samningi um prentun á næsta árgangi blaðsins, og get jeg þess vegna, að svo stöddu, ekkert um það sagt, hvernig fer um blaðið framvegis. Pó geri jeg mjer vonir um að hægt verði að prenta blað og blað, þó ekki sje hægt um það að segja, hve oft það verður eða með hvað löngu millibili. Af þessu leiðir þá það, að ekki er hægt að ákveða tölublaðafjölda næsta ár- gangs, nje verð hans. Hefi eg því hugsað mjer, að þau blöð, sem út kunna að koma tilheyrandi öðrum árgangi, verði a ð e i n s seld í lausasöíu, á 15 aura hvert blað. Kaupendum út um land verður reiknað blaðið með sama verði. Að svo mæltu þakka jeg öllum þeim, fjær og nær, sem stutt hafa blaðið með því að kaupa það, senda því ritgerðir eða auglýsa í því, og vona að það verði sama stuðnings aðnjótandi franivegis. Friðb. Níelsson. 111 g r e s i heitir ný kvæðabók. Höf. kallar sig Örn Arnarson; það er gerlinafn. En hví er Örn að dyljast. Hatin ætti þó að vita það, að dularnafn skýl- ir ekki betur en nýju fötin keisar- ans, þeim sem eitthvað er í spunn- ið. Hjer í fámenninu þekkjast þeir óðar sem eitthvað bera af fjöldan- um. Það gerir Örn og því vita nú þegar margir hver hann er. Menn hafa líka kynst honum fyr en nú. Fyrir tæpum þrem árum komu í einu 11 smákvæði eftir hann í Eim- reiðinni, og eru þau öll í þessari bók. Það varð mörgum að brosa, þegar þeir lásu þessi kvæði. Þarna var svo græskulaus fyndni, en svo hnittlega sögð, að menn dáðust að og óskuðu eftir meiru afsvogóðu. Og nú er það komið í þessari bók, sem höf. nefnir Illgresi. Ekki veit jeg hvað honum gengur til þess, að skíra kverið þessu nafni, því formálsorðin gera því ekki næg skil. Kostir bókar þessarar eru: hnitnin,

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.