Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.11.1924, Síða 2

Siglfirðingur - 29.11.1924, Síða 2
162 SIGLFIRÐINOUR stundum blandin alvöruþunga og ekki síður ljómandi fagurt mál og lipur kveðandi. Eini gallinn á kverinu er það, hve höf. er víða köpuryrtur í garð trúar og kristindóms. Kemur það þó ekki fram sem sjerstök ádeila, heldur eins og slettur til og frá í kvæðum sem eru um fjarskyld efni. Pað eru svo sem fleiri en Örn er láta sig henda þessa skyssu. Þeim finst þetta vera svo ákaflega mikið í munni, að vera »trúlaus« að þeir standast ekki freislinguna að >pres- entjera« það fyrir lýðnum. En þeim dettur það aldrei í hug, að mjereða öðrum muni standa svo hjartanlega á sama hverju þeir trúa. Rað kem- ur mjer jafnlítið við eins og það, hvort þeir heldur kjósa að jeta úld- inn fisk eða nýtt dilkakjöt til mið- dagsverðar. Ressa »trúarjátningu« og slettur til trúar og kristindóms veldur óhug flestra sem lesa það, og er í raun og veru ekkert annað an fordildarfleygar sem höf. er að kljúfa nieð sinn eigin kveðskap og spillir það oft góðum kvæðum. Má hjer til nefna sem dæmi stökuna Eítirmæli, sem er bæði snild að efni og fo'rmi ef fyrsta hendingin eyðilegði hana ekki. Sama er að segja um kvæðið Sigurður hrepp- stjóri, það kvæði væri líka listagoit ef ekki væri þar hver fleygurinn öðrum álappalegri um trúarskoðan- ir höf. Hví setjast elcki þessir menn og yrkja sjerstök ádeilukvæði á þessa hluti; og lofa svo öðrum kvæðum að njóta sín og vera hlutlausum um þau efni? En þó jeg finni að þessu sem jeg tel mikinn galla. þá er ekki þar með sagt, að jeg finni ekki hitt sem fallegt er og vel gert. Rað eru mörg falleg kvæði í bókinni og lista vel gerð. Besíu kvæðin þykja mjer: Titlingur í mýri, Jólaklukkur, Var- aðu þig!, Asrún og Annu-, og af þessum kvæðum held jeg að Titl- ingur í mýri sje best; þar er bæði ágætlega ort og snildarvel með efn- ið farið. íslandskvæði er þarna líka óvenjulega fallegt og vel þess vert að það sé lært og sungið. Víða er vel komistaö orði t. d. í kvæðinu Öngúlseyri um hátignar- svip frúarinnar. Það er skaði að höf. skyldi ekki minnast á þröngu pilsin. Ætli hann hafi aldrei sjeð aftanundir kvenmann í haftpilsi sem er að reyna að flýta sjer? Pá má nefna kvæðin Náttúruraddir, Synda- játning, Ekkjan, Tjaldbúðir og síð- ast en ekki síst Mannaþefur. Æru- prís er langtádeilukvæði, Eru niarg- ir kaflar í því all-óljósir, en aðrir svo markvís og hárbeitt skeyti, sem satt að segja koma á verðugastaði að ótrúlegt er að þau hitti ekki. Fáeinar þýðingar eru aftast í bók- inni. Pær eru vel gerðar og sumar snildarvel t. d. Rósin eftir Goethe. Rað kvæði hafa áður þýtt báðir, Gísli Brynjólísson og Stgr. Thor- steinsson, en þýðing Arnar ber svo langt af hinum, að ekki er sarfian jafnandi. Yfirleitt er þessi kvæðabók góð og niun verða mörgum til ánægju. Reyndar er einstaka villgresi« inti- anum, en vonandi kafna þær »jurt- ir« áður en varir í öðrum fegri og bretri gróðri. S. Bj. Þakkarávarp til Þormóðs Eyólfssonar. Háttvirti herra konsúll! Það má ekki minna vera, en að jeg votti þjer, herra kolakaupmaður, mitt innilegasta þakklætl fyrirvinar- kveðju þá, sem þú nýlega hefir sent mjer í læknisblaði bæjarins. Er það fullrar virðingar vert, hve dásam- lega þjer tókst þar að fylgja hin- um örmjóa bláþræði sannleikans f gegnuin alt þetta líka moldarrok, sem þyrlað hefir verið upp hjer í bænum undanfarið út af ekki nokkr- um sköpuðum hlut. Eftir lestur þessar vinarkveðju þinnar, ættu bæjarbúar að vita — og trúa því auðvitaó — að það er aðeins öfund og hræðsla, sem komið hefir þeim til að meta hag bæjarins meira en hageinstakra manna. — Já, jeg held nú þáð. Það er alveg satt hjá þjer — eins og alt annaó — að jeg barð- ist ekki fyrir opinberu útboði á hafnarlóðinni fyrsta árið — árið sem þú sóttir það fastast að tilboði Bern- liarðs væri tekið;endatók eg þar tillit til afstöðu þinnar til málsins, sein mjer vitrari og reyndari og miklu fremri í öllum greinuni — eins og jeg hefi svo oft gert bæði fyr og síðar. Rá má líka færa mjer til vork- unar, að jeg vissi ekki fyrri en löngu síðar, að þið Bernharð voruð í fje- lagi um þetta tilboð, og að þú hafðir þannig róið upp á hlut í þessu máli. Pá var lóðin líka ný- keypt, og hafnarnefndin að þreifa fyrir sjer með leiguaðferðfr. Pá vil jeg þakka þjer góða sarn- vinnu og föðurlegar leiðbeíningar í bæjarmálum, því þær hafa reynst mjer »goðinu fegri og gullinu betri.« Mun jeg seint gleyma hinum þung- yrtu —: en auðvitað laukrjettu — áminningum þínum, þegar jeg var sá auli að mæla með Jóni Guð- mundssyni við bæjarstjórnarkosn- ingar fyrir fjórum árum, án þess að spyrja þig ráða fyrst. Enda hefi jeg aldrei gert það síðan. Rá segir þú að jeg hafi gert stúk- unni mestan skaða með því að fara úr henui, Retta tek jeg mjer til tekna, því að það sýnir, að þar hafi stúk- an núst sinn besta meðlim. Jafnaðarmenn höfum við báðir verið, satt er það, og unnið með verkamönnum við kosningar. Já, jeg held það nú! Og barist góðri bar- áttu gegn verzlunarmönnum og arrd- banningum etc. En jeg vissi það ekki fyrri — en nú veit jeg það — að þegar andstæðingar snúast í lið með manns eigin flokksmönnum — eins og verzlunarmenn og andbann- ingar nú hafa snúist í lið með verkamönnum og jafnaðarmönnum — að þá ætti maður að snúast gegn öllum lreila hópnum, — eins og þú nú hefur gjört. »En svo lengi lærir sem lifir« Að síðustu þetta: Rú segist ekki treysía þjer til að fást við sumt af því sem Siglfiró- ingur hefir flutt, af því að það »hafi heyrst« eða »verið sagt«. Ojæja, kjarknrenn höfum við altaf verið. Eða væri betra að enginn segði neitt og aldrei heyrðist neitt? Máske íyrir þig? þinn einlægur Friðb. Níelsson Erl. símfrjettir. Að undirlagi Herriots forsætisráð. herra Frakka, hafa tveir fyrv. ráð- herrar, sem dæmdir voru til útlegð- ar fyrir landráð, verið náðaðir. Álít- ið að náðun þessi nruni valda inn- anlandsdeilum. Bretar tilkynna að þeir þoli eng- an pólitískann undirróður af Rússa hálfu.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.