Siglfirðingur


Siglfirðingur - 29.11.1924, Síða 3

Siglfirðingur - 29.11.1924, Síða 3
SIOLF IRÐINOUR 163 Þrófessor Bostrup, forstöðumað- ur Röntgens-klinik Ríkisspítalans danska, hefur fundið upp áhald til þess að mæla með Röntgensgeisla. Æsingar miklar í Egyptalandi út af því að Stack, landsstjóri íSudan hefur verið myrtur. Krefjast Bretar uppreisnar fyrir morðinu og hafa sett opinberar byggingar þar undir eftirlit bresks setuliðs. Finska ráðuneytið hefur sagtaf sjer Þýskt fjelag ráðgerir að gera út leiðangur til Norðurheimskautsins 1927. Ætlar Friðþjófur Nansen að taka þátt í leiðangrinum. Adam Paulsen, danski leikarinn, ætlar að koma til Reykjavíkur í mars eða apríl n. k., að tilhlutun Dansk- íslenska fjelagsins, til að sýna þar leikrit. Vínsmyglun. Fyrir nokkru var þess getið hjer í blaðinu, að þýskt skip hefði kom- ið til Reykjavíkur hlaðið skófatnaði. Þótti þetta eitthvað grunsamlegt og voru skipstjóri, stýrimaður og ein- hver Bjarni Finnbogason þá þegar settir í varðhald. Aður hafði skips þessa orðið vart við Orindavík, og þótt grunsamlegt. Við yfirheyrslu meðgengu skip- verjar strax að þeir hefðu haft á- fengi um borð, sem hefði áttað fara til Svíþjóðar, 1100 lítra af spíritus og 206 kassa af öðrum vínum, en báru það fram, að því hefði öllu verið kastað fyrir borð áður en þeir komu til Reykjavíkur; en þang- að komu þeir til þess að afla sjer olíu og vista. Síðar meðgengu þeir þó, að nokkuð af áfengi hefði farið í land með vjelbátnum Trausta, en sá bátur er við landhelgisgæslu þar syðra. Skipstjórinn á »Trausta« bar það fram, að hann hefði sótt áfengið fyrir tilmæli Jakobs Slgurðssonar bifreiðarstjóra, en Jakob sagðist hafa umgengist það fyrir Björn Gíslason. Björn segist aftur á móti aðeins hafa sagt Jakob, að í þessu skipi rnundi vera hægt að fá áfengi. í Sandgerði íundust 660 lítrar af spíritus og 530 flöskur af koníaki, og var það grafið á mörgum stöð- um. Ennfremur hefur 2 brúsa rekið á Vatnsleysuströnd, og voru þeir óskaddaðir og fullir af spíritus, og 8 brúsar hafa komið í vörpur tog- aranna frá Rvík. Voru göt boruð á botn þeirra og þeir því fullir af sjó. Er alt þetta áfengi talið að vera úr þessu jaýska skipi. Frá stórstúkunni. (Eftir Degi.) Stórtemplar Brynleifur Tobiason fór að heiman 7. ágúst s.l. í ferð kringum land í erindum Stórstúk- unnar. Hann kom aftur 5. sept Sjerstaklega var förinni heitið til Rvíkur, en jafnframt fann hann að máli umboðsmenn sína, kynti sér ástandið og undirbjó stofnun stúkna á nokkrum stöðum. I Reykjavík átti hann viðtal við helztu stórmenni þau, er hafa framkvæmd áfengis- löggjafarinnar með höndum. Dagur hefir fengið hjá Stórtemplar þessar helztu frjettir úr förinni: Forsætis- ráðherra gaf honum yfirlýsingu um það, að Spánarsamningarnir myndu á þessu ári verða birtir í Stjórnar- tíðindunum. Kemur þá í ljós, hver nauðsyn hefur borið, til aó opna vínsölubúðir víða á landinu. Eigi kvaðst forsætisráðherra treysta sjer, til að loka áfengisverzlun ríkisins á~ Siglufirði þrátt fyrir eindregin til- mæli Alþingiskjósenda á Siglufirði og útgerðarmanna norðan lands. Virðistaf því, að núverandi og fyrv. forsætisráðherrar líti nokkuð svipað á ákvæði samningsins. Enda virtist Stórtemplar óttinn við Spánverja vera mikill á hærri stöðum. Gunn- ar Eigilsson hefir enn að nýju verið sendur suður á Spán, til þess að greiða fyrir fisksölu, að því er talió er. Hann er hvorttveggja í senn, konsúll Spánverja hjer á landi (í Rvík) og fulltrúi íslendinga á Spáni. Var Stórtemplar trúlaus á það að bannmálinu stæði gæfa af þess- ari tvöföldu þjónustu þessa þekta andbannings. — Talið er líklegt að stjórnin leggi — eftir tillögu landlæknis — fyrir næsta þing frv. um að niður falli heimild í lögum frá 24. nóv. 1917 til handa læknum og lyfsölum að selja áfengi eftir lyfseðlum. Er það í samræmi við ályktun síðasta læknafundar. Yfir- ieitt taldi Stórtemplar Regluna vera í framsókn, enda mikla þörf þess, því að víða væri ilt ástand Mfeng- ismálinu, og einkum á Siglufirði. Siglufjörður. 1. desember. Ungmennafjelagið ætlarað minnast full- veldisdagsins mcð því að hafa kvöld- skemtun í kvikmyndahúsinu með ræðu- höldum, upplestri og söng. Dáin er nýlega hjer í bænum María Jónsdótt- ir, tengdamóðir Björns Sigurðssonar skip- stjóra. \ Mæðrabókin heitir bók um meðferð ungbarna, sem H. Thorarensen læknir er að láta prenta. Bókin er þýdd úr dönskti. Fjelagslífið í Siglufirði heitir bæklingur eftir Stefán B. Kríst- jánsson, sem mun koma út hjer fyrir jólin. Niðurjöfnun útsvaranna er nú lokið. Var alls jafnað niður 74 þústind króntim. Kærufrestur til 28. des. n. k. »Framtíðin« hefir verið á ferðalagi að undanförnu. 8. þ. m. var hún í veglegu heimboði hjá ræðismanni Norðtnanna hjer í bænum. Faðan lagði hún í langferð, og um miðj- an mánuðinn kom fregn ttni það, að hún væri komin til Mekka í stjórnmálaerindum. Nú í vikunni kom önnur fregn um að hún væri komin til Noregs, og væri þar að kynna sjer bannlögin og atkvæðamagn bolsjevikka. Nánari fregnir ókomnar enn þá. Umsóknarfrestur um næturvarðarstöðuna er útrunninn attnað kvöld. Húshrun. H.f. Hrogn og Lýsi eru að láta byggja ísgeymir útí Bakka. Er hann hlaðinn úr tvöföldum errsteini. í fyrri viku hrundi einn veggur hússins í vestanstormi, og nú í vikunni hrundu hinir veggirnir í norðan storminum. Cheviot- fataefni koma nsestu daga „Hamborg“. Hvítir Ballskór fyrir barnaballið fást hjá Sophusi Árna.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.