Saga - 2005, Page 22
getnaðarvarnir þar sem þau stóðu „allslaus og útrekin, því hver vill
leigja hjónum með 6 ung börn?“ Börnin urðu engu að síður fleiri og
voru nú orðin tíu og það ellefta nýkomið undir.
Konan hafði því krafist þess að til hans, þ.e. bréfritara, yrði sím-
að til þess að vita hvort enga hjálp væri að fá. En úrræðin voru eng-
in sagði læknirinn, lögin í landinu neituðu „aðþrengdri örmagna
konunni um alla hjálp“, þau meinuðu henni að láta gera sig ófrjóa.
Lögin gerðu meira, hélt læknirinn áfram. Þau neituðu bónda henn-
ar um að „láta gera á sér óbrotna og vandalausa aðgerð, sem þó
yrði til þess að hann komist hjá því, að drepa konuna sína frá stóra
barnahópnum þeirra með sífelldum barneignum og öllu sem því
fylgir“. Kvað hann manninn ítrekað hafa óskað eftir að vera gerður
ófrjór. Máli þessa vesalings manns „ræður frumvarp þitt enga bót
á“, bætti læknirinn við. Þjóðfélagið ætlaði áfram að neita honum
um rétt til ófrjósemisaðgerðar og læknar sem vildu feta í spor hins
miskunnsama samverja áttu áfram að „teljast glæpamenn, en hinir,
sem lögin vilja virða miskunnarlausir harðjaxlar og skilningslausir
á kjör þeirra, sem eiga að stríða í lífinu.“ Í framhaldinu spurði hann:
„En hvaða réttlæti er þetta annars? Hví voru þessi hjón dæmd til
miskunnarlausrar þrælkunar og eymdar? Hví er ekki social-ástæða
sem þessi fullgild til vönunarheimildar, þeim sem þess óska. Ég skil
það ekki.“ Hann lauk bréfi sínu til Vilmundar með þeim orðum að
hann gæti ekki að því gert að honum fyndist frumvarp hans mjög
„conservativt“ sem ekki bæri að lasta ef ekki væri um of. „Hitt ber
að lasta að samþykkja lög, sem heilbrigð skynsemi dæmir á eftir
tímanum daginn sem þau ganga í gildi“.46
Bréfritari hafði ekki erindi sem erfiði. Landlæknir fór ekki að til-
mælum um að heimila ófrjósemisaðgerðir af félagslegum ástæðum,
en tók til greina ábendingar læknadeildar og læknafélaganna um
að víkka efni frumvarpsins þannig að það heimilaði ófrjósemisað-
gerðir vegna alvarlegra veikinda.47
En hvers vegna vildi landlæknir ekki heimila ófrjósemisaðgerð-
ir af félagslegum ástæðum eingöngu, ef viðkomandi einstaklingur
óskaði þess eindregið, úr því að fylgi var við slíkt hjá læknafélög-
unum og einstökum læknum? Mögulega var ástæðan sú að við það
hefði framkvæmd þeirra orðið mjög opin og enn vandasamari þar
U N N U R B I R N A K A R L S D Ó T T I R22
46 ÞÍ. Landlæknir. 16. Laganýmæli. Bréf til landlæknis, dags. 11. febr. 1937.
47 Stjórnartíðindi A 1938, bls. 25. — Vilmundur Jónsson, Afkynjanir og vananir, bls.
26.
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 22