Saga - 2005, Page 29
veikindi eða örorku í kjölfar slysa eða sjúkdóma, t.d. vegna berkla
eða lömunarveiki.
Ástæður sem gefnar voru fyrir aukinni hættu á alvarlegum
veikindum móður ef um frekari meðgöngur yrði að ræða, eða
hættu á misförum fósturs eða barns í fæðingu, voru m.a. að konur
þjáðust af háum blóðþrýstingi á meðgöngu, eggjahvíta fyndist í
þvagi, alvarlegar blæðingar yrðu á meðgöngu eða í fæðingu, end-
urtekin fósturlát, fæðing andvana barna eða nýburadauði, t.d.
vegna Rh-meinsvörunar. Aðrar ástæður gátu verið þær að konur
þyldu ekki fleiri meðgöngur og/eða fæðingar vegna kvilla eða
ágalla í móðurlífi eða fæðingarvegi.
Alvarlegt þunglyndi kvenna vegna endurtekinna þungana og
barneigna var oft ástæða fyrir ósk þeirra um að vera gerðar ófrjóar.
Þunglyndi á háu stigi var m.a. lýst á þann veg að konur væru ófær-
ar um að hugsa um börn og heimili, væru jafnvel rúmfastar til lengri
tíma. Gátu einkenni þunglyndis lýst sér í kvíða á háu stigi, svefn-
leysi, grátköstum, sjálfsmorðshugleiðingum eða tilraunum til sjálfs-
vígs. Af umsögnum lækna má einnig merkja að sífelldur ótti kvenna
við þunganir og álag vegna þungana og barnauppeldis bitnaði á
löngun þeirra til kynlífs eða vilja til að rækja „hjónabandsskyldur“
sínar eins og það kallaðist stundum í læknisvottorðum. Í þeim um-
sóknum þar sem aðalástæða umsóknar var andleg veikindi lögðu
læknar áherslu á að þunglyndið stafaði af sífelldum ótta konunnar
við þungun og því réttmætt að samþykkja ósk hennar um að vera
gerð ófrjó þar sem slík aðgerð myndi bæta líðan hennar.
Umsóknir vegna ótta viðkomandi um að ala börn með alvarlega
erfðasjúkdóma fengu samþykki ef gild rök þóttu vera fyrir því að
sjúkdómar í ætt annars hvors foreldris erfðust. Í sumum tilvikum
hafði slíkt þegar sýnt sig. Konur sóttu einnig um ófrjósemisaðgerð
ef þær höfðu eignast fötluð, vansköpuð eða þroskaheft börn.
Rétt er að taka fram að framangreindar ástæður dugðu ekki í
öllum tilvikum til heimildar fyrir aðgerð. Reyndin var sú að tiltölu-
lega erfitt var að fá umsóknir samþykktar. Það helgaðist einkum af
því að litið var á ófrjósemisaðgerð sem neyðarúrræði.
Lögin frá 1938 heimiluðu ekki ófrjósemisaðgerðir af félagsleg-
um ástæðum eingöngu, eins og áður sagði. Hins vegar var nær all-
an gildistíma laganna þung undiralda meðal lækna um að heimila
slíkt, og sést það af þeim fjölda umsókna þar sem meginástæður
fyrir umsókn voru erfiðar félagslegar aðstæður umsækjanda.
Læknar hafa vitað fullvel að slíkar umsóknir hlytu ekki samþykki
„V Ö N U N A N D L E G R A F Á R Á Ð L I N G A …“ 29
Saga haust 2005-NOTA 23.11.2005 20:09 Page 29