Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.12.1930, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 06.12.1930, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 6. des. 1930 1. tbl. Til lesendanna, Með þessu tölublaði hefst 4. ár- gangur „Siglfirðings". Pað hefir orð- ið að ráðum, að jeg annist ritstjórn blaðsins þennan árgang. Engum er það ljósara en mjer, að mikið vant- ar á að braðið hafi í mínum hönd- um verið svo úr garði gert, sem átt hefði að vera. Og biðja vil jeg menn að virða til betri vegar, þó enn kunni nokkuð til að vanta, Pað munu margir skilja, að erfitt verk sje og ekki öfundisvert að halda fram heilbrigðri stjórnmála- stefnu í bæ, þar sem mikill hluti íbúanua er svo andlega blindur, að skaðlegasta stjórnmálastefna h e i m s i n s nær að festa þar rætur. Eri „mikið skal til mikils vinna". Heill og heiður þjóðarinnar hrópar á hvern góðan dreng til varnargegn þessari skaðræðiskenningu. Pess- vegna er það, að útgefendur „Sigl- firðings" telja sjer skylt, að berjast fyrir heilbrigðustu stjórnmálastefn- unni sem ennþá hefir þekst, sem sje sjálfstæði einstaklingsins í sjer* hverri merkingu þess orðs. Blaðið mun því framvegis sem hingað til stefna að þeirri göíugu hugsjón, að hvert barn þjóðarinnar fái haldið sem fullkomnustu frjáls- ræði til hverskonar athafna og um- bóta, jafnt i stvinnumálum sem stjórnmálum en vinna gegn öllum kúgunarkenningum illa vandra lýðs- skrumara, í hvaða gerfi sem þær koma fram. Pá mun verða lögð áhersla á að flytja sem mest af ftjettum, bæði ínnlendum og útlendum, og vera má að ýmsar uthafnir bæjarstjórnar verði nokkru betur athugaðar en gert hefir verið að þessu. Fyrir auðsýnda samúð og hluttekningu við andlát og jarðárför okkar elskaða eiginmanns, föður, fósturföður og bróður, Pjeturs Jóhannessonar verkstjóra, vottum við öllum nær og fjær innilegustu þakkir. Siglufirði 6. des. 1930. Aðstatidendur. Allskonar ylmvötn frá 1 kr til 15. kr. fást i LYFJABÚÐINNI. Símfregnir frá Rvík, Kaupdeila við kola\innu. 30. nóv: Kolanámueigendur í Rínarbygðum og Westfalen hafa sagt upp launasamningum í<-(\ ára- mótum. 4. des. Kolavinnudeilur standa yf- ir í Englandi qg talin hætta á að verkfall verði um alt landið. 5. des: Námumenn hafa felt til- lögu um verkfall í ölium koianám* um Englands. Aukakosningar í Englandi. 30, nóv: Ihaldsmenn í Englandi hafa nýlega unnið sigur við nuka- kosníngar i tveimur kjördæmum. 4. des: Aukakosnins) í Whitecapel í London hefir vakið eftirtekt vegna þess að hún bendir til þess enn betur en undanfarnar kosningar. að fylgi Mac-Donaldsstjórnarinnar fari rjen- andi. Jafnaðarm. var að visu kos- inn með 8544 atkv. en Frjáislyndir fengu 7475, íhafdsmenn 3735 og Kommúnistar 2106. Umframatkvæði voru þannig ekki nema 1006 en voru 9180 víð síðustu kosningar. Stjórnarskifti í Austurríki. 30. nóv: Austurríska stjórnin hefir sagt af sjer. 4. des: Dr. Endal hefir myndað stjórn í Austurfíki. Schober er vara- kanslari. Simastöð brennur. 2. des: Aðfaranótt 1. des. var mikið fárviðri í Skaftafellssýslu. Símastöðin að Flögu í Skaftártungu brann þá nótt til kaldra kola, og gerðist það með þeim hætti að eld- ingu laust niður í skiftiborðíð, klauí það og stóð húsið þegar í björtu báli. Fólk komst nauðuglega út og misti alt sitt óváirygt. Húsið var vátrygt, 8 ára gamait. suaipart úr timbri og sumpart úr sleypu. Ófriðarhætta? 4. des' Frá London er símað að Henderson utanríkisráðherra hati falið sendiherra Breta í Moskva að mótmæla því, að á þriðjudaginn hafði verið útvarpað frá Moskva tilkynningu á ensku þar sem breskir verkamenn eru eggjaðir til byltingar. Togari hverfur. 4. des: Botnvörpungurlnn Apríl var á heimleið frá Englandi, og var hann 80. hvartmílur undan Vest- mannaeyjum á sunnudagskvöldið. Síðan hefir ekkert frjest af skipinu og eru menn hræddir um að það hafi farist. Á skipinu voru 17 menn. Frá Vestfjörðum 3, des: Hinir árleguþing-og hjer- aðsmálafundir eru nýafstaðnir. I norðursýslunni kom engin van« trauststillaga fram á stjórnina, en nokkrar tillögur sem fólu í sjer á- vítur til stjórnarinnar voru samþ. með 18 fulltrúaatkvæðum gegn 8. í vestursýslunni \ar samþykt traustsyfirlýsing til stjórnarinnar með 12 fulltrúaatkvæðum gegn 4. Stjórnarskifti í París. 5. des: Stjórníh í París hefir beð- ið ósigur við atkvæðagreiðslu í Sena- tinu með 149 gegn 145 atkv. Tar- dieu bað strax um lausn fyrir ráðu- i neytið. Frá Varsjá. 5. des- Lýðveldisforsetinn hefir útnefnt ráðuneyti. Er Slavek for- sætisráðherra en Pilsudski hermála- ráðherra.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.