Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.12.1930, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 06.12.1930, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Pingin á Krónborg, Alþýðusamband Islands keyfti ekki als í : ir löngu stórt samkomu- hús í Rví . Var því breytt og það endurbæít miklu kostað til að gera það :•.best úr garði. Var mönnum þ, ö fullkomin ráðgáta, Kvaðan Samb:indið hefði fje til als þessa. Voru jafnvei færðar sterkar líkur fyrir því, að fjeð hefði komið frá „dönsku mömmu“. Og þess- vegna fjekk húsið nafnið „Kron- borg“, og gengur nú aiment undir því nafni. Rað var laust eftir miðjan nóv. s.l., að í þessari veglegu höll var haldin svokölluð „Verklýðsráð- stefna", samankölluð af stjórn Al- þýðusambandsins eftir háværum kröfum æstustu Kommúnista lands- ins. Tilgangur Kommúnista með slíkri ráðstefnu mun hafa verið sá, að sýna svart á hvítu hvað þeir gætu áorkað sameinaðir. Munu þeir hafa haft fullan hug á að taka ráð'- in af þeim hægfara, Sósíalistunum, sem þeir teljá jafnvel öllu íhaldi verri. Var því hafin harðvítug bar11 átta innan Verklýðsfjelaga landsins um það, að senda aðeins róttæka Kommúnista á ráðstefnuna. Tókst það að vísu svo vel hjer á Siglu- firði, að allir fulltrúarnir urðu blóð- rauðir — þar á meðal fulltrúi Sjö- mannafjelagsins, Sig. Fanndal kaup- maður, sem aldrei hefir ógubbandi á sjó farið. — En annarslaðar á landinu gekk fuiltrúakosningin ekki betur en það, að þaðan komu sam> tals lítið fleiri Kommúnistar, heldur en frá þessum eina bæ. Siglfirðingur hefir áður í símfrjett* um skýrt nokkuð frá þessari ráð- stefnu, og verður það að mestu lát- ið nægja. Allar tillögur Kommún- ista voru steindrepnar og jafnvel samþykt megnasta óánægja vfir framkomu þeirra og blaðaútgáfu. Er ekki um það að villast, að Komm- únjstar hafa aldrei fengið öilu verri útreið en á þessari ráðstefnu. 25. nóvember hófst s^o hið 10. þing Alþýðusambandsins. Voru þar mættir sömu fulltrúar eins og á verklýðsráðstefnunni. Og auðvitað voru Kommúnistar þar í algjörðum minnihluta. All róstusamt hafði þingið orðið og mikið borið á per- sónulegum skömmum, kölluðu full- trúarnir hver aðra lygara og svik- ara, verklýðsböðla, leiguþý og öðr- um álíka nöfnum og einn daginn lenti í slagsmálum. Rá var fundið mjög að því, að Alþýðublaðið og Verklýðsblaðið skildu vera eins ó- sammála eins og þau eru. það yrði til þess að verkamenn gætu hvor- ugu blaðinu trúað, og færu svo að trúa Morgunblaðinu betur en þeim. Annars var þetta sambandsþing nauða ómerkilegt, og ekkert liggur eftir það, sem nokkurs er um vert. Það væri þá helst eftirfarandi til- laga, sem samþykt var með 43 atkv. gegn einu. „Tíunda þing Alþýðusambands- ins telur ástæður þær, sem verið hafa fyrir hlutleysi Alþýðuflokksins við núverandi ríkisstjórn, ekki leng* ur fyrir hendi“. Ef þessi samþykt er nokkuð ann- að en látalæti. borin fram til þess að slá ryki í augun á kjósendum fyrir næstu kosningar. þá virðist hún benda til þess, að skilnaður Fram- sóknar og Jafnaðarmanna sje fyrir dyrum. En sennilega er tillagan einung- is kosningabeita. Stjórnendum Alþýðusambandsins var fjölgað uppí 17. Skulu 9 eiga hcima í Rvík en 2 í hverjum lands- fjórðungi. Forseti var endurkosinn Jón Baldvinsson og meðal annara fulltrúa úr Rvík voru kosnir: Hjeð- inn, Haraldur, Stefán Jóhann, Sig- urjón Olafsson og Olafur Friðriks- son. Fyrir Norðlendingafjórðung voru kosnir Erlingur og G. Skarp- hjeðinsson. Kommúnistar voru ekki viðstaddir er stjórnarkosningin fór fram, munu þeir hafa verið á öðr- um fundi að stofna landssamband Kommúnista. Og þar munu fulltrú- arnir hjeðan úr bænum hafa verið. En hvort þeir hafa haft umboð til þess að innrita verkalýðsfjelög bæj- arins í slíkt samband, skal ósagt látíð, það mun koma í Ijós síðar. Nú eru t'ulltrúarnir komnir heim. Og þeir eru ekki sjerlega upplits- djarfir. Reir verjast allra frjetta og eru eins ög draugar nýkomnir út úr hól, sem ekkert vita eða skilja. Rað er eins og ófarirnar og aummgja- skapurinn hangi alstaðar utan á þeim. Peir bera harm sinn í hljóði. — Og „Mjölnir“, þessi vatnsgraut- arpottur siglfirskra Kommúnista, hann þegir — steinþegir. Hann minnist á hvoiugt þessara „þinga“, og er hann þó vanur að gera mik- inn graut úr fáum grjónum. A v e x t i r nýjir og niðursoðnir, fást í Söluturninum. H ú s t i 1 s ö 1 u R. v. á Koníekt-kassar ódýrast og fjölbreyttast urval í SÖLÖTURNINUM Hvar er að fá karlmannafatnað fyrir 45—65 kr. blá og mislit. Nærföt ekta mocca 10 kr. settið, Kaffidúka kr. 3,50, Nærskyrtur kr. 2,00 stykkið. Serviettur kr. 0,75. Sokka frá kr. 0,75, Buxur stakar kr. 5,50, Húfur kr. 2.50, Peysur hneftar alullar kr. 10,00 Flauel kr. 2,50 rneter, Lasting kr. 100 meter, Kjólatau kr. 1,50 meter, Moll kr. 0,50 meter, Flónel kr. 1,00 meter, Telpukápur á lcr. 15,00 og .margt annað fyrir sama og ekkert verð. Letta selst aðeins næstu daga í Fatabúbinni. Citronolía Vanilludropar Möndludropar Kardemommudropar Gerpúlver Eggjapúlver Kokosmjöl VanillustengUr og alt í jólabaksturinn, best úr LYFJABÚÐINNI. SAMKVÆMT ákvæðum i samþykt Sjúkrasamlags Siglufjarðar skulu hluttækir meðlimir samlagsins ákveða kvaða læknir þeir ætla að nota. Tilkynningar um þetta skulu vera komnar til Friðbjarnar Níels- sonar, fyrir 1. jan. k. k., og eru bindandi fyrir 1 ár í senn. Stjómin. Oatine og Khasana lueinlætis- og" fegurðarvörur fást í Lyfjabúðinni,

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.