Siglfirðingur


Siglfirðingur - 06.12.1930, Side 1

Siglfirðingur - 06.12.1930, Side 1
o Svíar og síldin. Samkvæmt nýustu erlendum blöð- . um er svo að sjá, að S/íar sjeu ekki sjerlega ánægðir yfir viðskifta- sambandi sínu hjer á landi, Einka- sölunni. Virðast þeir líta svo á, að Einkasalan hafi bakað þeim tjón með síldarsölunni til Rússlands. Rússar keyftu síld af Eirikasöl- unni fyrir ca. 21 eyri ísl. pr. kíló með 12 mánaða gjaldfresti, en Sví- ár urðu að greiða heimingi hærra verð án þess að fá svo mílcið sem klukkustundar gjaldfrest. Frá aðstandendum sænskrar síld arverslunar hefir komið fram tillaga um það, að sænska rikið veiti ó- dýrt lán, alt að 2 miljón krónum,. til síldveiða við ísland. Eins og áð- ur hefir verið tekið fram hjer í blaðinu, þá gengu síldveiðar Svía hjer í sumar ágætlega, og síldin sem þeir komu heim með reyndist fyrsta flokks. An þess nokkuð verði sagt hjer um ofangreinda óánægju Svía yfir viðskiftum sínum við Einkasöluna, má þó benda á það, aðsalaEinka- sölunnar til Rússa mun meðal ann- ars hafa orsakað verðhækkun þá, sem varð á síldinni í haust, og sem eingöngu rann í vasa norskra og sænskra síldareigenda, en sem ís- lenskir sjómenn og útgerðarmenn ekkí aðeins mistu af, heldur urðu þeir beinlínis að borga úr sínum eigin vasa það, sem keppinautar þeirra græddu. — íslendingar seldu Rússum sild með stórtapi, en sú sala orsakaði verðhækkun á síld Svia og Norðmanná. Svona getur eins tjón stiindum orðið annars hagur. Svíar ættu þessvegna ekki að þurfa að hvarta. Með þessu er þó ekki verið að mæla bót sölunni til Rússa — henni verður aldrei bót mælt. P E R U R allar stærðir ÁSGEIR BJARNASON. . | Sölubúðin í Vetrarbraut 9 | ásamt skrifstofu og geymslu er til leigu frá 1. jan. n. k. M ^ eða síðar. Semja ber við ritstjóra blaðsins. ^ Ræj arf rjettir % Grein hefir blaðinu borist, þar sem nokkuð harkalega er ráðist að þeim mönnum, sem nota skip Samein- aða fjelagsins en ekki skip Eini“ skipafjelagsins eingöngu. Blaðið tel- ur ekki ástæðu til þess að birta þessa grein, enda ætti þá jafnhliða slikri kröfu til almennings; að geia þá kröfu til stjórnar Eimskips, að hún hagi ferðum skipanna þannig að menn geti komist hjá því sjer að meinalitlu að nota erl. skip að einhverju leyti, Nýja-Bió < sýnir annað kvöld (sunnudag) kl, 6 „Manarbúinn" áhrifamíkil roynd um mislukkað hjónaband. KI. 8£ verður sýnd „Eldraunin" og segir þar frá æfintýrum ungrar stúlku sem fór til vígstöðvanna 1918 til þess að vinua sjer og landi sinu heiður. — Heimsfræg mynd. Helvitis Kommúnista kallar síðasti „Mjölnir" þá menn sem Siglf. kallaði bara Kommúnista. Eftir því að dæma finst „Mjölni" meira til um fólsku þessara manna heldur en „Siglf.“, og er ekkert við því að segja. — Hver er sínum hnútum kur.nugastur. Einar Olgeitsson hefir lýst því yfir að hann verði ekki áfram við Síidareinkasöluna. Eru það bæðí mikil og'góð tíðindi. Sigriðu r Baldvinsdól tir til heimilis í Grundargötu 16, andaðist í gær. Hlutavelta verður i Brúarfoss sunnud. 7. des. kl. 4 e. h. Margir ágætir munir. St. Siglfirðingur nr. 210. SHfurbrúðkaut) áttu 3. þ. m. Margrjet Meyvantsdó tir og Gunnl. Sigurðsson bæjarfullhúi. Einhasalan býrjaði loks 2. þ. m. að „taka til“ á „Rauða torgi“ eftir síldarsöltunina á síðastl. sumri, samsk. tiltekt sem aðrar söltunarssöðvar ljetu fram fara í ágústmánuði. Má búast við að þessari ”tiltekt“ verði lokið fyrir jól. Með þessu hefir Einkasalan gefið Siglfirðingum fordæmi um það hvernig söltunarstöðvum skuli stjórna og hverriig þær eiga að lita út. Jarðarför Pjeturs heitins Jóhannessonar fór fram í dag að viðstöddu miklu fjöl- menni. Manntalið fór fram 2. þ. m. eins og til stóð Ekki nefir enn unnist tími til að vinna úr skýrslum teljaranna, e« að því loknu mun blaðið birta skýrslu um manntalið. Fyrst utn sinn verður biaðið boríð út um bæinn fyrir hádegi á sunnudögum.

x

Siglfirðingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.