Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.12.1930, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 13.12.1930, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardagjnn 13. des. 1930 3. tbl. Símfregnir frá Rvík. HJÁLPRÆÐISHERÍNN Togarahvarnð. 9 des: Leitinni að Apríl var hæft í gærkv. fyrir fult og alt. Höfðu varð- skipin þá leitað hálfari þriðja sólar- hring og var leitað alla leið austur fyrir land og vestur fyrir Vestmanna- eyjar og djúpt suður af Eyjum. — Sextán skipsmenn voru á togaran- um og auk þeirra Pjetur Hafstein bæjarfulltrúi og Ragnar Kristjánsson Sæmundssonar úr Rvík. 13, des: Blöðin minnast í dag þeirra sem fórust á Apríl, 16 skips- manna og tveggja farþega. Strandið á Mýrdalssandi. 9. des.: Pýski togarinn, sem strandaði á Mýrdalssandi, hjet Harvestahude frá Cuxhaven, og er sami togarinn sem bjargaði skíps- höfninni af „Ameta" í okt. Frá Rússlandi. 9. des- Fimm af rússnesku pró- fessorunum, sem kærðir voru fyrir landráð, voru dæmdir til lífláts, en hinir þrír til 10 ára fangelsis. Frakkland stjórnlaust. 9. des: Barthou hefir reynt að mynda ítjórn, en tókst ekki. 11. des: Pierre Laval verkamála- ráðherra, óháður Jafnaðarmaður, hefir reynt árangurslaust að mynda stjórn með þáttöku Tardieu og Briants. 12. des: Búist er við að Poinleve eða Briant verði falið að reyna stjórnarmyndun. 13. des: Steeg, radikal«sócialisti hefir myndað stjórn og er Briant utanríkismálaráðherra. Bifreiðaárekstur. 9. des: Bifreið Kristjáns konungs 'rakst á Fordbíl í útjaðri Kaup.m.- hafnar í gærkveldi. Konungur særð- ist í andliti af rúðubrotum. Utflutningur og afli. 9. des: Utfluttar vörur í nóvem- ber námu kr, 6,036.000. — Alls er útflutt til nóvemberloka kr. 53.459, Nei mamma! Nú eru bráðum jól, nú eru jölapottarair komnir út. Pannig hrópa börnin þegar þau sjá jólapottinn Nú er það í fyrsta sinn að við hjer á Siglutirði höfum jólabyssur eða jólapott. Og við von- umst til að bæjarbúar hjer sem annarstaðar gleymi ekki að Guð elskar glaðan gjafara og með gleði minnist barnanna og gamalmennanna með lítilli gjöf. 100. — Aflinn nam 1. des. 438, 467 þur. skpd. Fiskbirgðir sama dag 126,049 skpd. Sigur Hitlersmanna. 11. des: Frá Berlín er símað að Hitlers menn hafi unnið mikla sigra við aukakosningar. Hafa fengið sjö þingmenn, þar sem þeir áður höfðu þrjá. Atvinnuleysingjum fjölgar. Jí. des: 3,503,000 voru atvinnu- lausir í Pýskalandi í lok nóvember. Er það 1,661,000 fleira en í fyrra. Hnífsdalsmálið. 11. des: Rekstri Hnífsdalsmálsins er nú loks lokjð í Hæstarjetri. Mun dómur falla rnjög bráðlega. Verkfall i Rvík. 12. des: Verkfall stendur yfir í garnahreinsunarstöð Sambands ísl, Samvinnufjelaga. Vinna þar30— 40 stúlkur og hafa 10 aurum minna á tímann en taxti Verkakvennafje- lagsins áskilur. 1 gær var ekkert unnið við Garnastöðina og ur'ðu þar nokkrar riskingar, er salt og gærubíll var affermdur undir lög- regluvernd. Fjelagið „Dagsbrún" hefir tilkynt verkbann á upp- og útskipun á vörum S<imbandsins. Virkjun Sogsins. 12. des: Á fuhdi rafmagnsstjórnar var samþykt tillaga um að bæjar- stjórn taki upp fullnaðarsamninga við „Elektro Vest" á grundvelli til- boðs þeirra frá 23. sept. s. 1., að því tilskyldu að raunverulegir vext- ir af láninu verði ekki yfir 6 prc. Sömuleiðis samþ. stjórnin að bær- inn fari fram á ríkisábyrgð fyrir alt PERUR allar stærðir ÁSGEIR BJARNASON. að 8 miljón kr. láni til virkjunar Sogsins. Stjórnarbylting á Spáni. 13. des: Frá Madrid er símað að stjórnarbyltingartilraun hafi brotist út á Norður^Spáni í gær, en var fljótlega bæld niður. Ættarskrá sjera Bjarna Porsteinssonar er nú komin út í Rvík. Er það mikil bók, 490 bls. í formálanum segir höfundur: „Engiun má ætla, að hjer sje aðeins um mína eigin ætt að ræða, eða að hjer sje aðeins rakin mín ætt upp til landnámsmanna; svo er alls ekki; stærð þessarar ætt- arskrár sýnir það, að þessu er ekki þannig yarið. Pað er meira en lítill fjöldi manna og kvenna — mjer fjarskylt fólk og jafnvel óskylt, sem getur haft mjög mikil not af þessari ættarskrá, þar sem ýmsar af fjöl- mennari ættum landsins eru raktar hjer all-ýtfrlega bæði upp og niður, t. d. Kolbeinsættin öll (prests í Miðdal), og eru á þriðja þúsund af- komendur hans nefndir hjer, Briems- ættin. Finsensættin, Kalmanstungu- ættin, Hjaltaættin (frá»Stað í Stein- grímsfirði) og marg-ir fleiri. Vona jeg því og óska, að bók þessi verði kærkomínn gestur á mörgum heimil- um hjá þessari ættræknu og ætt- fróðu þjóð". Munið eftir penin^avinnin^unum hjá Guðbirni.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.