Siglfirðingur


Siglfirðingur - 13.12.1930, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 13.12.1930, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 MIKIÐ ÚRVAL af ýmiskonar vefnaðarvörum, þar á meðal hin margeftirspurðu gardínutau, nýkomið í vefnaðarvöruverslun Sig. Kristjánssonar. af ágætum myndum, sem bæði hafa haft lista og menningarlegt gildi. Síðastliðið sumar voru t. d. sýndar margar myndir, sem gerðar hafa verið eftir bestu bókmentum heims. ins, og leiknar af heimsfrægum leik- urum. Er auðvelt að nefna dæmi ef með þarf. Sennilega hefir gr.höf. sjaldan farið í Bíó á Sighifirði, og er því lítt kunnur hvaða myndir hafa verið þar á boðstólum, éða þá hann skortir mentun til að dæma um hvaða myndir hafa lista- og menningarlegt gildi. Og enda þótt að Siglufjarðarbær færi að reka kvik- myndahús, eins og gr.höf. vill, efast jeg um, að stjórnendum þess tækist að útvega tiltöiuiega betri myndir en þær, sem sýndar hafa verið á Siglufirði síðustu tvö árin. Rá talar gr.höf. um Akureyrar- bíóin. Par sjeu miklu betri myndir af því að kvikmyndahúsin sjeu tvö, og þvi samkepni nrikil. Hjer löðr- ungar gr.höf. sjálfan sig óþyrmilega, eins og bent hefir veríð á hjer að framan. Hvað samkepninni viðvík- ur, þá skal það játað, að hún er góð á flestum sviðum. En á Akureyri varð.raunin sú, að bærinn og ná- grenni var of fólksfátt til þess að tvö kvikmyndahús gætu borið sig, og neyddust því eigendur kvík- myndahúsanna til þess, að gera samsteypu úr báðum bíó-fjelögun- um, Petta varð útkoman í bæ, sem er rneira en helmingi stærri en Siglufjörður, hefir einhverjar fjöl- mennustu sveitir landsins alt í hring um sig, og marga skóla, sem sóttir eru t’rá Norður- Austur- og Vestur- landi. (En reynslan sýnir, að nem- endur skóla sækja mikið kvikmynda- sýningar.) Sildarútvegur og söltun er sömuleiðis talsverð þar á surnr- in, og einhver stærsta síldarbræðslu- verksmiðjan, sem til er á landinu, rjett fyrir utan kaupstaðinn. Petta má bera saman við Siglu- fjörð. Væri ekki ólíklegf, að gr.höf. myndi, að athuguðu máli, komast að þeirri niðurstöðu, að Sigtufjarð- ar-Bíó muni ekki vera önnur eins fjeþúfa eins og hann vill vera láta. Sagan um danska manninn er helber uppspuni. Pá minnist gr.nöf. á sætin. telur þau afar slæm nema á svölunum. Pegar Bió var bygt árið 1924, var ætlun eigendanna að kaupa góð sæti í húsið. En þá var inn- flptningsbann á þeim sém svo mörgu öðru. Var sótt um leyfi til Stjórnar- ráðsins, en Stjórnarráðíð synjaði. Var því einskis annar úrkostur en að smíða trjebekki. Pess má geta, að í aðalleikhúsi Reykjavíkur, háfa, þar til í haust, aðeins verið trje- bekkir, sem síst voru þægilegri en bekkirnir i Siglufjarðar-Bíó, og tekur leiksýning þó alt að helmingi lengri tima en myndnsýning. Pá talar gr.höf. um, að svo þröngt hafi- verið í kvikmyndahúsinu, að sumir hafi orðið að standa, og aðrir áð sitja á innstu bekkjum;og minn- ist á, að lögreglan hefði átt að stöðva aðgöngumiða-söluna. Sanriast að segja, er það mjög sjaldan, að aðsókn hafi orðið cins mikil einsog höf. skýrir frá. En þegar það hefir komið fyrir, hefur þeim, sem seinast keyptu aðgöngu- miða, verið tilkynt, að engin sæú væru að fá nerria á innslu bekkja- röðum. Fullyrða má, að oftar hefur verið þrengra í Akureyrar-Bíó en nokkurntíma í Siglufjarðar-Bíó, og þó ekki verið að fundið. Aðgöngu- miðasala við Sigluíjarðar-Bíó, hefur ávalt verið stöðvuð þegar sæti hafa verið uppseld, en sumir hafa held' ur kosið, að standa út við dyr en að sitja á innstu bekkjum, en bekk- irnir eru eklcert nær sjálfri rnynd- inni á Siglufjarðar-Bíó en mörgum öðrum k’vrkmyndahúsum. Lögregi- an hefur stundum vakið athygli sölumanns á því, að rjettast væri að selja ekki fleiri aðgöngumiða. svo það er ekki rjett hjá höf., frekar en annað, að lörreglan hafi aldrei skift sjer af því, Grein höf. A. er mjög ósann- gjörn frá byrjun til enda. Rakalaus- um fullyrðingum og ósannindum slegið fram. Eigeridur kvikmyndahússins hafa einmitt á þessu ári gert talsvert til að gera húsið vistlegra og þægilegra, þar sem salurinn hefur verið málað- ur, og miðstöð sett í húsið o. fl., og er ætiunin að halda umbótunum á- frám smám saman. p. t. Reykjavík í nóv. 1930 H. Thorarensen. íslensku spilin fást i verslun Sv. Hjartarsonar . Til jó 1 anna: r Avextir, nýjir. þurkaðir og niðursoðnir, Súkkulaði, Saft. Spil, Kerti stór og smá. Sæl- gæti tnargar tegundir. Allskon- ar krydd og brauðdropar o. m. fl. Frá deginum i dag og til jóla gef jeg mikinn afslátt af öllum vörum. Gerið ekki jóiainnkaupin, án þess fyrst að spyrja fyrir um verö í Versl. „OSLO". Barnaleikföng i stóru úrvali fást í versl. Sv. Hjartarsonar. Hvítkál og Rauðkál nýkomið i G R Á N U. Nýkomið: Epli • Appelsínur Vínber Hvítkál Gulrætur Rauðbeður Grænkál Kartöflur Laukur Versl. Sv, Hjartars.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.