Siglfirðingur


Siglfirðingur - 10.01.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 10.01.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGÖR 3 tunnur veiddar og saltaðar fyrir ut- an landhelgi íslands. Premur árum síðar, 1930, er þessi sama veiði komin uppí 170 þús tunnur. I staðinn fyrir einn keppinaut 1927 höfðum við fjóra 1930. (Norðmenn, Svía, Dani og Finna). liver hefði trúað því fyrir 4 árum, aðFinnar myndu koma til íslands til síidveiða? Pað hefði þótt eins trúlegt að Svertingj- ar gerðu það. — En þessu £at Einkasalan komið til leiðar. Finn- ar rjettu okkur hendina til vinsam- legra viðskifta, en í staðinn fyrir að svara þeim með vinsamlegu hand- taki, sló Einkasalijn á útrjetta hönd þeirra, gaf þeim spark í endann í stað þess að taka þeim sem nýjum viðskiftavin. —Afleiðingarnar þekkj- um við öll. Hefur íslenska þjóðin ráð á þ'í að ein af bestu atvinnugreinum hennar sje á þennan hátt upp aft- ur og aftur troðin undir fótum og höfð fyrir póltískan blóðmörskepp? Og hvernig færi fyrir þessu bæjar- fjelagi ef útlendingar eiga eítir að gleypa alla síldarsöltun og síldar- verslun, eins og þeir virðast vera á góðri leið með? Ætli það verði ekki þröngt í búi hjá mörgum mann- inum í bæ, sem segja má að bygð- ur sje úr síldarbeinum? En hvað á að gera til þess að bjarga leyfum þessarar atvinnu- greinar? Við verðum fyrst og fremst að spara. Og við verðum öll að vera samhuga um að lyfta því Grettistaki, sem til þarf til endur- reisnar þessari auðsuppsprettu okk- ur til handa. — Hin mikla pen- ingahit, þelta Gynnungagap, sem kölluð er Einkasala, verður að viðr- ast ræk i, sótthreinsast og endur- skapast, koma fram í nýrri og mik- ið fullkomnari mynd, Eins og hún hefir verið að þessu, er gjörsamlega óhugsanlegt að hún geti komið að gagni. Hún hefir sannað okkur á- takanlega að hún á engan tilveru- rjett. Enn má geta þess, að fyrir utan alla aðra erfiðleika, sem íslenskur sjáfarútvegur á við að stríða, þá er ekkert land til í öllum heiminum, þar sem slík atvinna er eins þraut- pýnd með tollum og öðrum opin- berum gjöldum, eins og hjer. Til dæmis nema opinber gjöld og toll- ur af síld nálega 3. kr. á tunnu hverja og svipað mun hvíla á hverju skippundi af fiski. Og þetta er kostn- aður sem keppinautar vorir eru lausir við. — Samt verðum við að selja jafn ódýrt og þeir. En meðal annara orða, — þegar farið er að tala urn gjöld og. skatla, er ekki úr vegi að geta þess, að Siglufjörður hefir fengið það orð á sig gagnvart öllu er að útgerð lítur og öllum er við útgerð fást, að vcra lsngversti staðurinn sem til er á landinu. Út í þetta verður þó ekki laiið i'rekar að þessu sinni, en óhætt er að fullyrða það, að svo hefir stundum litið út, eins og sumirþeir menn sem hafa verið svo óheppnir að fást eitthvað við fisk- ’eða sílda'- viðskifti, 'nafi verið eltir á röndum hvað útgjöld snertir. F’etta mun meðal annars vera orsökin fyrirþví að úrgerð bæjarins öll, sem ætti að vera aðailíftaug hans, er nú í svo fjárhagslega bágbornu ástandi að hún stendur magnlaus þegar á móti blæs. Gegn þeim erfiðleikum, sem nú eru framundan og steðja að okk- ur með hraðri ferð, hefðum víð þurft að eiga hjer sterka og rót- gróna útgerð, sefrt ekki hefði fokið um koll við fyfrsta aðkast. Nú eru ekki nema tvær leiðir fyrir hendi. Annaðhvort verðum við að söðla um og vera .samhuga um að skapa útgerðinni þá aðstöðu, að hún geti haldið áfram að vera .Aaliíftaug bæjarmanna, eða þá að halda áfram sömu stefnu og verið hefir og sigla öllu í svarta kaf. Með því væri þó uppfylt eitt af aðal stefnumálum Kommúnista. — Max. Pegar Einar fór Pegar Einar Olgeirsson var í Rvík í haust, ljet hann hafa það eftir sjer að hann yrði ekki lengur við Einkasöluna en til vorsins. Þöttu þetta mikil og góð tíðindi, því al- ment var litið svo á, að enda þótt mistök kynnu að verða á raii eftir- manns hans, þá mundi þó breyt- ingin altaf verða til batnaðar. Og svo kom Einar heim og ekki kom uppsögnin. Svo leið og beið og Einar sat sem fastast. IJá var það á fundi' Einkasölustjórninnar, 20. f. m. að Björn Líndal lagði á- kveðna spurningu fyrir Einar um það, hvort hann ætlaði að segja af sjer eða ekki. Svar Einars var á þá Ieið, að áður en hann gæti sagt af sjer, þyrfti Verklýðssamband Norðurl.tnds aðsamþykkja að breyta pólitískri afstöðu sinni gagnvart Einkasölunni. Eftir svona Ioðið svar og lítilsvert lagði Björn Lindal fram tillögu um að segja Einari upp stöðunni nú þegar. Var hún s.;mþ. með 3 atkv. gegn 2. (Erl. Steinþ.) Að lokinni atkvæðagreiðslu um tillöguna Ijetu nefndarmenn bóka rök sín og ástæður í þessu máli. Er sjerstaklega athyglisvert það, sem Eint.r lætur sjálfur bóka, oger á þessa leið: Viðvíkjandi bókun Böðvars Bjarkan skal þess getið, að þar sem hann talar um að jeg kjósi í raun- inni heldur að mjer verði sagt upp stöðunni, þá hefir það í rauninni verið svo síðustu tvö árin, þar sem rnjer er Ijóst, að Síldareinkasalan með slíkri uppsögn afhjúpaði sig fyliilega frammi fyrir verkalýð, sem beinn fulltrúi og verkfæri útgerðar- manna stjettarinnar o.' s. frv. Mcð þessu játar Einar, ao í 2 ár hafi hann eiginlega viljað fara frá Einka- sölunni, en hangt allan þennan tíma bara til þess að bíða eftir burtrckstri — sem hann svo á eftir gæti notað sem vopn í pólitískri þaráttu sinni fyrir Kommúnismanum og — það sem merkilegra er — gegn Einka- sölunni sjálfri. Pað er sem sje sann- anlegt, að Einar hefir verið versti óvinur Einkasölunnar eins og hún er og með athöfnum sínum ýnisum skaðað hana — þ. e. síldareigendur — meira en nokkur annar. Eftir frávikninguna þykist hann nú hafa meiri ástæðu til þess en áður, að krefjast algjörðrar þjóðnýtingar á síldarútveginum, auk >ess sem frá- vikningin óefað verð i.ðugt vopn í höndum hans, til ófriðaræsinga milli þeirra stjetta, sein mikið er komið undir að fái að vinna sam- an í sátt og samlyndi, án íhlutunar ábyrgðarlausra strák-hvolpa. — IJað er meiri skömmin hvað sumum tekst að fara illa með góðar gáfur. A heimleið frá Moskva. Landsamband norskra vérka- manna hjelt nýlega fund í Oslo. A þeim fundi var rneðal annars rætt ' um hin pólitísku sambönd Sam- bandsins. Samþykti fundurinn áskor- un til Sambandsstjórnarinnar um að segja þegar í stað upp allri sam- vinnu við Samband rússneskra Kommúnista, en leggja í þess stað meiri áherslu á vinsamlega sam- vinnu við „Det Skandinaviske Brod- erforbund” í þeím tilgangi að koma á þann hátt betur fram sósíalistisk- um áhugantálum sínum. Er með samþykt þessari stígið eitt sporíð enn í áttina til algjörðrar at'- neitunar rússnesku skrílræði og munu fleiri slík á eftir fara.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.