Siglfirðingur


Siglfirðingur - 17.01.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 17.01.1931, Blaðsíða 1
o - IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 17. jan. 1931 7. tbl. Símfregnir frá Rvík, Kolaverkfall'ð enska. 12. jan: Sættír hafa ekki tekist i kolaverkfallinu í South-Wales. 14. jan: Breska koladeilan er ó- leyst enn. Framhaldssættafundur er haldinn í dag, 16. jan: Bráðabyrgðasamkomulag hefir náðst í koladeilunni í South- Wales. ' Inn- og útflutningur. 12. jan: Útfluttar isl. afurðir í des. hafa numið kr. 2,495.300, útflutn- ingurinn alt árið varð 56,964,400. — Innfluttar vörur til nóvemberloka gera kr, 57.241.129. Aflinn. 12. jan: Porskaflinn alt árið varð 443,081 þur skippund. Fiskbirgðir við árslok voru 126,820 skpd. Kaupdeila á Akranesi. 13. jan: Sættir hafa komist á milli Haraldar Böðvarsonar Akranesi og verklýðsfjelagsins þar fyrirmilligöngu sýslumanns Borgarfjarðarsýslu. Vildi Haraldur ekki viðurkenna fjelagið sem samningsaðila um ráðningskjör háseta, en fjelagið hafði lagt 4 báta Haraldar í verkbann. Bannið var uppleyst i gærkveldi, þar sem fje- lagið fjell frá kröfu sinni. Aflasalan. 13, jan: Júpíter 1165, Karlsefni 1381 sterlingspund. 16. jan: Botnvörpungarnir afla vel, 3 þeir síðastkomnu eru nýfarn- ir til Englands með 2100—2400 körfur hver. Flugvjel talin af. 13. jan: Menn óttast um afdrif flugvjelarinnar „Tradevind". Hún lagði á stað frá Bermuda til Azor- eyja, en hefir ekki komið fram. Mannslát. 14. jan- Páll H. Gíslason kaupm. ljest i gær. Atvinnuleysið. 14. jan: Frá London ersímað að tala atvinnulausra manna í Englandi hafi þann 5. jan. verið 2,617,770, er það 25.256 minua en vikuna á undan en rúmri miljón meira en á sama tíma í fyrra. Frá sænska þinginu. 14. jan: Frá Stockholm er símað að ríkisþingið hafi verið sett á mánu- daginn og fjárlögin framlögð. Eru ríkisútgjöldin áætluð kr. 85,700.000 eða kr. 37,300,00 meira en síðasta ár, aðallega vegna atvinnuleysisins. Frá Finnlandi. 14. jan: Helsingfors: Útflutningur Finna 1930 nam meiru enn inn- flutningurinn og er það í fyrsta skifti síðan 1925. Influenza í Englandi. 16. jan: Influenzufaraldur hefir gengið í Englandi sem orðið hefir 200 manns að bana undanfarinn hálfan mánuð. Frá Póllandi. 16. jan: Frá Varsjá er simað að kolanámumenn í Póllandi hafi neit- að áð fallast á 10 prc. launalækkun. Deilan áhrærir 30 þús. manns. Mál- ið fer fyrir gerðardóm. Landlæknir veikur. 16. jan: Landlæknir hefir legið mikið veikur að undanförnu. Jón Hjaltalín Sigurðsson mun gegna störfum hans í bili. 17. jan: Magnús Pjetursson bæj- læknir hefir verið settur til að gegna störfum hjeraðslæknis fyrst um sinn ásamt sínu eigin embætti. Þjófnaður. 16. jan: Lögreglan hefir hand- samað þjóf sem braust inn í Edin- borgarverslun og hefir fundist þýfi heima hjá honum fyrir að minsta kosti 2000 kr. Aukakosning í Bristol. 16. jan: Síðustu fregnir um auka- kosningu í Bristol í dag vekja mikla eftirtekt vegna þess, hve mikið kapp íhaldsmenn leggja á að ná sætinu af Jafnaðarmönnum. t Geirlaug Guðmundsdóttir ekkja, andaðist að heimili sínu, Lindar- götu 10, í nótt, 80 ára gömul. Hús til sölu. Vegna búskifta er hús Jó- hanns Ásgrímssonar, Siglufirði, hálft husið Grundargata 13, suðurendinn til sölu. Lysthafar snúi sjer til bæjar- fógetans Siglufirði, sem gefur upplýsingar um söluna og sel- ur húsið. ef um semur. Skrifstofu Siglufjarðar 17. jan. 1931. G. Hannesson. Útvarpsnotendur, þeir, sem keypt hafa tækin hjá mjer, þurfa ekki að hafa fyrir að tilkynna það suður. Jeg til- kynni útvarpinu nöfn allra nýrra kaupenda mánaðarlega. Ásgeir Bjarnason. Stórt nýlegt Orgel til sölu með tækifærisverði og afborgunum. R. v. á. Málaferli. 17. jan: Guðjón Benediktsson hef- ir höfðað mál gegn lögreglustjóran- um í Rvík fyrir ummæli sem eftir honum eru höfð í Tímanum 10. janúar s.l, 0

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.