Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 24.01.1931, Blaðsíða 1
K O K S, sjerstaklega gott dl raiðstöðvarhitunar, til sölu fyrst um sinn. Sören Goos. Símfregnir frá Rvík, Kaup við línuveiðar. 18 jan: Slitnað hefir upp úr samn- ingum um kjör háseta á línuveið- urum. Kemur nú til kasta sáttasemj- ara ríkisins. Kosningin í Bristol. 18. jan: Aukakosningin í Bristol fór þannig, að fulltrúi Jafnaðarm. fjekk 19,261 atkvæði, fulltrúi í- haldsmanna fjekk 7,937 en sá frjáls- lyndi 4,010. Verkföllin ensku. 18. jan: Fulltrúafundur kolanámu- manna í Cardiff hefir fallist á sam- komulagstillögu í launadeilunni. Vinna hefst því á mánudag. Vinnu- stöðvun heldur enn áfram í breska bómullariðnaðinum, 200,000 þús. hættu vinnu á laugardaginn. Póstþjófurinn dæmdur. 18. jan: Hásetinn af Drotning- unni hefir verið dæmdur í 18 mán- aða fangelsi, en skipsdrengurinn sleppur senniiega við hegningu gegn því að verða undir eftirliti vissan tíma. Mannfjöldi Noregs. 20 jan: Samkvæmt nýbirtum op- inberum skýrslum er íbúatala Nor- egs 3,809.078. Frá Pjóðabandalaginu. 20. jan: Frá Genf er símað að stofnun viðskiftabandalags samkv. hugmynd Briands sje nú rædd i bandalaginu og að samþykt hafi verið nefnd til að athuga málið. — Pá hefir komið þar fram tillaga um að bjóða Tyrklandi, Rússlandi og íslandi þátttöku í bandalaginu, og er sú tillaga rædd í þinginu í dag, Reki frá Apríl. 20 jan: Skipsbátur frá Apríl hefir rekað við Hrúteyju á Breiðdalsvík, var hann á rjettum kili en báðir borðstokkar voru brotnir og sprung- in borð í botninum. í bátnum var vörpuslitur og kaðalspotti. Isfirðingar snúa við blaðinu. 22. jan: Verkamannafjelagið á ísa- firði hefir feit úr gildi afgreiðslu- bannið á skipum sem flytja þangað áfengi til áfengisútsölunnar. Detti- foss flutti vin þangað í pósti síð- ustu ferð. Hörmulegt slys. 22. jan: A Reykjarfirði datt þriggja ára barn ofan í pott ineð sjóðandi vatni, og beið bana. Aflasala. 22. jan: Max Pemperton 787, Gylfi 1200, Bragi 1300, Barðinn 1353, Pormóður 773, Garðar 1100 stpd, Mannslát. 22. jan: Hannes Hafliðason skip- stjóri ljest á Landakotspítala, 65 ára gamall. Frá Breska þinginu. 22. jan: Breska stjórnin beið ó- sigur í atktfæðagreiðslu í neðri mál- stofunni í gær með 282 gegn 249 atkv. við umræður um skólaskyldu- lögin. Málið ekki talið fráfarar- atriði. Sambandið við Dani. 22. jan: Fjelagið Heimdallur í Rvík hefir samþykt að heita Sjálf- stæðisflokknum eindregnum stuðn- ingi í baráttunni fyrir sambandsslit- um við Dani þegar í stað, eða svo fljótt sem verða má, og til endur- reisnar hinu íslenska lýðveldi. Innflutningur. 22, jan: Fjármálaráðuneytið til- kynnir að innflutningurinn í des- ember hafi orðið 3.105.478 kr. þar af til Rvíkur 1.686.335 kr, Bannmálið í Bandaríkjunum. 22. jan: Frá Washington er símað að Wækersham-nefndin, sem hafði bannlögin og framkvæmd þeirra til athugunar, hafi skilað áliti. Vill nefndin herða framkvæmd laganna, er mótfallin afnámi þeirra, leggur áherslu á að drykkjuskapur sje mikill í landinu og litilsvirðing fyrir lög- unum, En ef frekari ráðstafanir til að framfylgja lögunum beri ekki til- ætlaðan árangur, leggur nefndin ,til að lögin verði endurskoðuð. Landhelgisbrot. 23. jan, „Ægir“ kom í gær inn til Patreksfjarðar með 8 enska tog- ara, sem hann kærði fyrir ólöglega meðferð veiðarfæra. Sá níundi slapp til hafs með 2 menn af „Ægir”. Hvað vantar bæinn okkar? Undir þessari fyrirsögn geta bæj- arbúar fengið rúm í blaðinu til að skrifa um það, sem þeim finst að bæinn okkar helst vanti. En með því að rúm blaðsins er takmarkað, eru væntanlegir þáttakendur beðnir að vera stuttorðir. Greinaflokkur þessi byrjar í næsta tölublaði. Peir eru að sjálfsögðu margir sem dottið hefir eitt eða annað í hug, sem betur mætti fara í bænum, margt, sem hægt væri að framkvæma eða lagfæra án mikils tilkostnaðar. Peir, sem taka vilja þátt í þessum greinaflokki, eru beðnir að senda greinar sínar hið allra fyrsta, og verða þær svo birtar eftir hendinni. Ritstj.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.