Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 24.01.1931, Blaðsíða 2
SIGLFIRÐINGUR Brat úr söáu Síldareinkasölunnar. Pað mun varla vera meira um annað tálað og skrifað um þessar mundir, en Einkasöluna. Er það engin furða þ»gar þess er gætt, að svo að segja hver maður á þar meiri eða minni hagsmuna að gæta. Pað er því ekki úr vegi, einu sinni enn, að fara nokkrum orðum ttm stofnun og starfsemi þessa fyrirtæk- is, sem svo gjörsamlega hefir brugð- ist tilgangi sínum. Pingmálafundur d Akureyri fyrir ca. írem árum. Pað munu nú vera rúm þrjú ár síðan Akureyringar á þingmálafundi ákváðu að senda Erling suður til Reykjavíkur, og gáfu honutn Einka- söluna í veganesti. Og til þess að hann ekki yrði einn með þennan dýra flutning, var maður sendur með Erlingi, og hjelt hann sem íastast í skott hins mikla bjargræð- is. Hjeðan mun og einn maður hafa slegist í för þessa. Báðir sett- ust þessir fylgifiskar að í Rvík og báðir unnu þeir að því af miklu kappi að eignast föðurrjettindin að bjargræðinu. — Báðir vildu þeir verða pabbi í von um að fá bein að naga — sem þeir líka fengu, þó þeir ekki fengju föðurrjettinn viður- kendan. Fundur d Akureyri ca, irem árum síðar. Nú, cirka 3 árum síðar, þann 9. jan. 1931, kl. 4 e. h. hjeldu Akur- eyringar aftur fund um hið sama málefni, Síldareinkasöluna. En nú var komið annað hljóð í strokkinn. Loksins er svo að sjá, að Akureyr- ingar hafi komið auga á það, hvað veganestið hans Erlings er orðið þeim og ðllum landsmönnum dýrt. — Já, betra er seint en aldrei. — Allir landsmenn, að undantekinni sjálfri stjdrn Eiukasölunnar, eru nú sammála um það. að Einkasalan hafi gefið flestum sínum viðskifta- mönnum steina fyrir hrauð. Og menn eru líka sammála um það, að öll hin góðu loforð um gull og græna skóga, um stærri og víðtæk- ari síldarmarkað, um hærra síldar- verð, um meiri peninga, hærra kaup og um eilífa sdl og sumar, hafa að- eins orðið innantóm orð, svik og aftur svik — bara „bluff" eins og Ameríkaninn sagði nýlega, þBgar hann fjekk fóðursíld í staðinn fyrir kryddsild. Nýasta Grettistak Einkasölunnar. Siðasta afrekið, sem heyrst hefir frá Einkasölnnni, er brottrekstur Einars Olgeirssonar frá 12 þúsund króna embættinu, sem menn höfðu átt von á lengi undanfarið. En nú spyrja menn sem svo: Hversvegna í ósköpunum var hinum fram- kvæmdarstjóninum ekki sagt upp líka? Og því fór ekki stjórnin líka? Ætlar hún að verða svo fifl- djörf að sitja áfram, eftir að hafa í 3 ár sannað vonmátt sinn og van- kunnáttu — eftir aðra eins útkomu aí þriggja ára rekstri Einkasölunnar, eins og orðið hefir — og það góð- um árum? Jeg get ekki hugsað mjer að til sje nokkur sá útgerðarmað- ur, sjómaður eða peningastofnun, . sem láti sjer detta í hug að leggja, enn á ný, út á þann hála ís, að láta Einkasöluna starfa framvegis nema til komi stórkostleg breyting til betri vegar á öllu fyrirkomulagi hennar. Pað dettur að minsta kosti engum þeim í hug, sem ætlast til að síld- in gefi það af sjer, að allir fái starf sitt forsvaranlega greitt. Við höfðum tækifœri til að grœða en Ijetum f>að ónotað. Ekki meigum við heldur gleyma því, að langt er síðan að 3 jafn góð ár hafa komið hvert á eftir öðru og sem jafn auðvelt hefir verið að ná háu verði fyrir íslenska síld, eins og einmitt þessi 3 ár sem Einka- salan hefir haft yfirráðin yfir síldar- útgerðinni. Sláandi sönnun fyrir þessu er hið háa -verð, sem keppi- nautar vorir hafa fengið fyrir síld- ina þessi árin. Jeg vil nú segja eins og kerling- in sagði: Svart vissi jeg að það mundi verða, en að það yrði svona svart, það datt mjer aldrei í hug — 8—10 krónur fyrir nýja síld í einn strokk, þegar keppinautarnir fá 20 til 25 kr. og jafnvel alt að 30 kr. Fæðingin. Sjálf fæðing Einkasölunnar varð að sjálfsögðu ekki alveg sársaukalaus. Pað fór fyrir Erlingi eins og gömlum jómfrúm, sem lengi hafa verið í þurrabúð, að hann þurfti hjálpar við. Og hjálpin var ekki langt frá: Bolsar og Framsókn tóku saman höndum eins og sv9 oft endranær bæði fyr og síðar, og þar með var fæðingunni lokið. Hið oýfædda bjargræði hinnar ís- lensku síldarútgerðar, glansandi eins og nýveidd síld, var svo reifað í bitlingaskjölum og sviknum loforð- um og afhent Erlingi til yfirráða. Borgarafundurinn i Siglafirði sem varð heimsfrægur. Nokkur hluti þeirra manna, sem þennan bæ byggja, vildu gera sitt til.að Ijetta Erlingi fæðínguna, og er það síst að undra þar sem Siglu- fjörður er landsins stærsta söltunar- stöð. Peir tóku því það ráð, að kalla saman einn af þessum alþektu sigl- firsku borgarafundum, þar sem sví- virðingarnar fjúka milli fundarmanna eins og tó"nir kassar í versta sunn- anroki. Pannig varð líka þessi borgarafundur með þeitri breytingu þó, að nú var það ekki bara æran sem átti að taka frá mönnum, held- ur virtist svo sem nokkrir menn ættu að Iáta líf silt — skerast nið- ur við trog eins og afsláttarkind á haustnóttum, eins og fulltrúi bols- anna i bæjarstjórninni hjer komst að orði. Pað voru útgerðarmenn og síldarsaltendur sem hjer áttu að fá hina siðustu kveðju og þakkir fyrir að hafa staðið fremstir í því, að byggja upp þetta bæjarfjelag. Sviar fylgjast vel með. ' Umsögn erlendra blaða. Um þennan sögulega borgara- fund skrifaði eitt erlent blað eitt- hvað á þessa leið: Á norðurströnd íslands er fiski- þorp nokkurt,. sem Siglufjörður heitir. Par er verkað ca. 90 prc. af allri íslenskri síld, sem að mestu eða öllu fer á sænskan markað, I þorpi þessu var nýlega haldinn fjöl- mennur borgarafundur meðal íbú- anna, viðvíkjandi síldareinkasölu þeirri, sem ráðgerð er á Islandi. A þessum fundi kom það greinilega fram, að sænskir síldarkaupmenn væru illa sjeðir og skoðaðir þar sem hálfgerðir misindismenn, sem Siglu- fjörður hefði ekkert með að gera og ætti að vera laus við sem allra fyrst. Ekki fengu íslenskir síldarkaup- menn betri útreið. Peir bæjarbúar, sem um langt árabil höfðu haft sambönd sín við sænska síldar- kaupmenn. þeir voru á fundinum stimplaðir sem föðurlandssvikarar og sakaðir um það, sem blaðið ekki vildi hafa eftir. Pó tók skarið af skömminni er einn af Kommúnist- um bæjarins sagði að þessir bæjar- búar ættu ekki betra skilið, en að 'þeir væru skornir niður við trog, á sama hátt og íslendingar skera haus- ana af sláturfje sínu. Og fyrir þessu klöppuðu fundarmenn og kölluðu

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.