Siglfirðingur


Siglfirðingur - 24.01.1931, Qupperneq 3

Siglfirðingur - 24.01.1931, Qupperneq 3
4 húrra. — Já, frægð manna fer lengra en þeir sjálfir. ' Einkasalan tekur til starfa. Sviarnir hafa orðið. Einkasalan var nú fædd oghafði fengið að sjá dagsins ljós. Islensk síldarútgerð hafði nú fengið lögskip- aðann fjárhaldsmann. Frjettastofa Islands hafði tilkynt alþjóð hverjir hefðu hlotið hin meiri háttar beinin við þessa stofnun. í tilefni af þessu skrifaði sænskt blað, að ef dæma mætti eftir því, hvernig stjórn Einkasölunnar væri skipuð, væri meiri líkur fyrir því, að Einkasalan væri aðeins póiitískt kapphlaúp, en ekki bjargvættur ís- lenskrar síldarframleiðslu, þar eð sjálf stjörnin væri skipuð skólastjór- um og öðrum þeim mönnum, sem al- drei hefðu áður fengist við síld, að undanteknum Ásgeir Pjeturssyni og Birni Líndal. Næst skrifuðu sænsk blöð um það, að Einkasalan hefði sent Einar Ol- geirsson skólakennara, raeð Ingvar í eftirdragi, til þess að semja við Svía. Og i næstu blöðum þar á eft- ir kom svo frásögn um það, að þessir herrar báðir hefðu þá fyrir 2 dögum komið til Kaupmanna- hafnar. Pá er og skýrt frá því, að sænskum síldarfirmum hefði borist um það tilkynning, að hin íslenska Síldareinkasala hefði selt í hendur dönsku firma, Bdr. Levy, umboðs- sölurjett á allri íslenskri síld í Evrópu, og að sænskir síldarkaup- menn yrðu því að fara til Kaup- mannahafnar til samninga um vænt- anleg síldarkaup á næsta sumri. Nú var Svíum nóg boðið. Sænsk blöð fóru að verða þungyrt og fiuttu fyrirspurnir til „Göteborgs Handels- forening” um það, hvort fjelags- menn ætluðu virkilega að Iáta fara svona með sig o. s. frv, Sænskir síldarkaupmenn brugðust illa við tilkynningu Einkasölunnar, og svöruðu á þá leið, að til Kaup- mannahafnar ættu þeir ekkert er- indi, og ef að íslensku sendimenn- irnir ættu erindi við Svíana, þá yrðu þeir að gera svo vel og koma til Gautaborgar, því þeit, Svíarnir, væri ekki enn sokknir svo djúpt, að leika fifl fyrir íslenska Síldar- einkasölu. Bessu máli lauk svo þannig, að Einar Olgeirsson ásamt Ingvari Guð- jónssyni og einum af formönnum hins danska firma, Hugo Varburg, urðu að fara til Gautaborgar. SIGLFIRÐIN GUR Islensk sildarútgerð fær sitt fyrsta og stærsta banasár. Og svo rann loks upp sá mikli dagur, að „þar mættust stálin stinn, strákurinn og kerlingin". Fyrir hönd Einkasölunnar mætti Einar Olgeirs- son, Ingvar Guðjönsson og hinn danski Hugo Varburg, og hinumeg- in frá sænskir sildarkaupmenn, að- alkaupendur íslenskrar síldar áund- anförnum árum. Oll þessi stór- menni stóðu nú augliti til auglkis á fundi á einu flottasta hóteli Gauta- borgar. Pað mun hafa verið Lysell, fram- kvæmdarstjóri fyrir S. F. K. sem orð hafði fyrir Svíunum, og var fyrsta verk hans að krefjast þess, að hinn danski fulllrúi væri látinn fara af fundinum, seift þessum málum óviðkomandi, sem hann og gerði möglunarlaust.. Síðan spilrði Lysell sendimenn- ina hvað Islendingar ætluðu nú að selja kryddsíld, að frádregnum um- búðum og kryddi, sem Svíar mundu gera að skilyrði að fá að leggja til nú eins og undanfarin ár. Hið ör- lagaríka svar sendimannanua var: 35 krónur. Teningunum var kastað. Svíarnir gátu þess, að árið áður, 1927, hefðu þeir greitt 25 kr. fyrir síldina, og þar eð síldarverð færi nú fremur lækkandi, þá ættu þeir örðugt með að sleppa skaðlausir frá þeim kaupum. Og nú heimtið þið 10 kr. meira. Nei, þá verðum við að komast af án hinnar ísl. Einka- sölu. Fundi slitið. íslensk síldarútgerð hafði á þeim tveimur tímura, sem þessi fundur stóð yfir, fengið \nb fyrsta og stætsta banasár sem hún nokkurntíma hefir fengið eða nokkurntíma mun fá. — Ef hjer hefði verið farið viturlega að, þá hefði verið farið fram á sann- gjarnt verð, og þá hefði alt getað farið vel. En þá verslunarhæfileika vantaði Einkasölustjórnina, og kom það að vísu engum á óvart sem nokkurt skyn báru á þessa hluti. Síðar sendi Einkasalan Svíunum lægra tilboð, en þá var það of seint. Keppinautarnir fá bir i seglin. 8 miljnir tapaðar á 3 árum. Að kvöldi þessa sama dags var gerður samningur við 8 sænsksíld- arskip, sem ætluðu til íslands, um að krydd^ veiði sína. Um sama leiti rigndi sænskum símskeytum yfir þá Norðmenn, sem síld ætluðu að veiða við ísland. Og endirinn M I - — - ‘ r’pf ff 3 varð sá, að nálega hvert einasta norskt skip, sem til síldveiða kom það sumar, hafði samning við Svía um síldarkryddun. Að undanförnu hafði þeim íbúum þessa bæjar, sem Kommúnistinn vildi láta skera niður við trog, tek- íst að koma ár sinni svo fyrir borð, að aldrei fyr hafði kryddun sildar far- ið fram utan landhelginnar, svo að kunnugt væri. Eftir því sem Siglfirðingur hefir skýrt frá, þá voru 1927 veiddar.50 þús. síldartunnur fyrir utan land- helgina, en 1930 er þessi veiði komin upp í 170 þúsund. Og nú höfum við 4 keppinauta, en þá að- eíns einn. Samkvæmt þessu hefir árið 1930 verið veidd síld og verkuð fyrir ut- an landhelgi fyrir ca 6 milj. krónur. Pegar dregið er frá andvirði salts og tunnu, ca. 7 kr., þá verða eftir hátt upp í 5 miljónir, sem að mestu hefði getað orðið eign vor íslend- inga, ef rjett hefði verið farið að strax í upphafi. Og sjeu árin 1928 og 1929 reiknuð með, þá er óhætt að fullyrða að ísland hafi beint og óbeint tapað 8 miljónum króna. Pað er líklega þessi árangur, sem Erlingur Friðfónsson á við, þar sem hann er að tala um það í hinu nýja blaði sínu, að á fundinum sem þar var haldinn 9 þ. m. hefði enginn þorað að koma fram með tillögu um að leggja Einkasöluna niður. — Já, kjarklausir mega þá Akureyring- ar vera orðnir. Hvað er }ramundan. í yfirlitsgreinum sínum um árið 1930, segja Norðmenn að síldveiði þeirra við ísland hafi, eins og 2 hin næstu ár á undan borið einstaklega góðan árangur, og það svo, að nú verði lögð meiri áhersla á þessa veiði en nokkru sinni áður. Peir segja að nú þegar sje hafinn stór- kostlegur undirbúningur undir næstu vertíð, að öll þau veiðiskip sjeu nú stækkuð að mun, þau er til þess þykja fallin, að bygð sjeu mörg ný skip alt að 500 smálestir að stærð og auk þess hafi verið keypt nokk- ur skip frá öðrum löndum. Með þessum aukna flota gera þeir ráð fyrir að geta aukið síldveiði sína við ísland um 25—30 þús. tn. frá því sem hún var 1930. í Svíþjóð er aukningin hlutfallslega eins mikil. í Finnlandi er sagt að síldveiðin við ísland hafi gengið ágætlega, og að útgerðin hafi grætt 100 þúsund sænskra króna. „Aalesunds Avis“

x

Siglfirðingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.