Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 1
o Símfregnir frá Rvík, Einn „bitinn“ enn. 7. febr: Haraldur Guðmundsson alþm. hefir verið skipaður banka- stjóri útvegsbankans á Seyðisfirði. „Frá Spáni. 9. febr.: Frá Madrid er simað að samkvæmt konungsboðskap sje nú 13. gr. stjórnarskrárinnar aftur í gildi og þingið kallað saman. Búist er við að eftirlit með blaðaútgáfu verði afnumin. 12. febr.: Alsherjar verkfall er hafið í Cadiz í öllum iðngreinum. Herstjórnin hefir viðbúnað í Madrid og nágrenni vegna fundarhalda lýð- veldissinna. Fiskútílutningur. 9. febr.: Enskur botnvörpungur er sem stendur í Keflavík og kaupír nýjan fisk til útflutnings. ”Ari“ er í Vestmannaeyjum í sama skyni, og fleiri skip hafa tekið mótorbátafisk til útflntnings bæði frá Vestmanna eyjum og Akranesi. Frá línubátaeigendum. . 10. febr: Utgerðarmenn Iínubát- anna sámþyktu á fundi í gærkveldi: 1. að hreyfa ekki línuveiðarana til útgerðar í vetur fyr en viðunandi samningar væru fengnir um Iauna- kjör háseta. Jafnframt samþyktuþeir að lýsa yfir því að ómögulegt væri að gera út skipin með þeim kjörum sem felast í samþykt sjómannafje- laganna frá 7. þ. m. 2. Með því að útlit er fyrir að ekki náist sam- komulag um launakjör háseta á línubátum lýsa fjelagsmenn sig fúsa til að leigja sjómannafjelögunum skipin til þorskveiða i vetur til þess að skipin ekki þurft að liggja í höfn í vetur og sjómenn bíði ekki þann- ig atvinnutjón. Bandaríkin cg Rússar. 11. febr.: Frá Washington er síin- að að Bandarikin hafi bannað inn- flutning á timbri frá ýmsum lönd- um Rússa, þar sem ranrisökn hafi leitt í ljós, að fangar sjeu látnir vinna að framleiðslunni. Aflasala. 11. febr,: Leiknir 802, Barðinn 871, Hilmir 537, Arinbjörn 838 sterlingspund. Þingmálafundur um hjeradsmál og landsmál, boðaður af fjárhagsnefnd bSejarins. Drotningin strandar. / 11. febr.: Dr. Alexandrine rakst grunn við Kullen í Eyrarsundi kl. 3 í gær í dimnu iðri, losnaði aftur með flóðinu og kom til Hafnar kl. 5 í morgun. Búist er við að skipið sje óskemt. Farþegar toru aldrei úr skipinu. f Utflutningur og afli. 12. febr.: Otfluttar vörur í janúar fyrir kr. 3,435,100. Aflinn 1. febr. 3,616 skpd. Fiskbirgðir á sama tíma 95,725 skpd. 26 skip föst í ís. 12. febr. Frá Helsingfors er sím- að að 26 skandinavisk gufuskip sjeu föst í isnúm í Finnlandsflóa og sjeu skipshafnir matvælalitlar. Rússnesk- ir ísbrjótar eru farnir á stað til að- stoðar skipunum. Vantraust á Einkasöluna. 13. febr: Fjölmennur fundur út- gerðarmanna var haldinn hjer og þar lýst megnu vantrausti á stjórn og rekstri Síldareinkasölunnar, og færðar fyrir því ýmsar ástæður. Fiskiveiðabanki i Danmörku. 13. febr: Forsætisráðherra Dana hefir lagt fyrir þingið frumvarp um stofnyn fiskiveiðabanka, sem megi lána alt að 20 miljónir alls til fiski- veiða gegn 4£ prc. vöxtum til 15 ára Iengst. Influenza í Færeyjum. 33. febr: Um 2000 manns liggja nú í influensa í Færeyjum. Fjárhagsnefnd kaupstaðarins boð- aði til þingmálafundar fyrir Siglu- fjörð er haldinn var í Bió í gær- kveldi. Guðm. Skarphjeðinsson setti fundinn fyrir hönd nefndarinnar og valdi sem fundarstjóra Vilhjálm Hjartarson kaupfjelagsstjóra. Fund- arskrifarar voru Einar Hermanns- son og Jóhann Guðmundsson. Húsið var torðfult, og munu 400 til 500 manns hafa setið fundinn. Fjárhagsnefnd lagði fram 7 til- lögur og Jafnaðarmannafjelagið 8. Pá komu og tillögur fram frá Skip- stjórafjelaginu og Vjelstjórafjelaginu og nokkrar frá einstökum mönnum, Pessi fundur var að því leyti frá- brugðin þeim þingmála og borgara- fundum sem hjer hafa oft verið haldnir og náð hafa því að verða hjerumbil heimsfrægir, að nokkru minna var nú látið fjúka af sví- virðingum og ærumeiðingum um einstaka menn. Pó urðu all-heitar umræður um tvö mál: Um þing- mann fyrir Siglufjörð og um inn- göngu í Pjóðabandalagið. Stóð hin t'ámenna Framsókn eiginlega ein uppi til varnar þeirri fyrirætlun núverandi stjórnar, að láta lsland ganga í Bandalagið. Kommúnistar og Kratar börðust bróðurlega á móti en Sjálfstæðismenn Ijetu málið hlutlaust. Vegna rúmlevsis í blaðinu er ekki hægt að skýra nánar frá fundinum í þetta sinn, en fundargerðin verð- ur væntanlega birt í næsta blaði; Mikill afli. 13. febr: Snorri Goði fjekk nýlega 4000 körfur af fiski í einni veiðiför og komst ekki með allan til Eng- lands. ELDAVJELAR, svartar og hvítar. OFNAR, svartir, græn- ir, brúnir. Vaskar, Vaskarör, Ofnrör, Prímusar fæst ódýr- ast hjá Friðb. Níelssyni.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.