Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 14.02.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Mjólkurverðið. Sigurður Egilsson hefir í síðustu tbl. Siglfirðings gerst forsvarsmnð- ur þeirrar ráðstöfunar sem bæjar- stjórn Siglufjarðar gerði nýlega, að færa niður mj(31kurverð hjer í bæn- um. Mig furðaði þetta nú ekki, því úr Sigurði mun sá hluti bæjarstjórn- ar sem fyrir þessu stóð, hafa haft búvit sitt, þótt varla han hann nje þeir gert sjer ljóst að ekki eru sam- bærilegskilyrði til mjólkurframleiðslu á Laxamýri í Pingeyjarsýslu og hjer á Siglufirði. Við erum sammála um. það, að þeir menn, sem með almennings- mál fara eigi fyrst og fremst að taka hagsmuni almennings til greina, frekar enn eigin hag og vildar- manna sinna, þótt útaf þessu vilji stundum bregða, og að hagur ein- staklingsins verði stundum að þoka fyrir nauðsyn fjöldans, Jeg gel verið fáorður um margt í greinum Sigurðar. — Jeg bjóst við því, þegar jeg las fyrirsögnina, að jeg mundi þar fá að sjá rökin fyrir því að hægt sje að framleiða mjólk hjer fyrir 50 aura lít- erinn — rökin sem Sigurður hafði ekki búið sig undir að færa fram á bæjarstj.fundinum sæla, því það er að mínum skilningi þungamiðja þessa máls hvað framleiðsla mjólk- ur kostar hjer á Siglufirði, en þessi rök finn jeg ekki í grein Sigurð- ar. Hann er sjálfur ekki einusinni jafn viss i greininni um það hvort hægt sje að framleiða mjólk hjer fyrir 50 aura 1. eins og hann var á bæjarstjórnarfundinum, talar meira að segja beinum orðum um með- gjöf með 50 aura mjólkinni frá gjald- endum og að bæta öðrum mjólkur- framleiðendum þá meðgjöf upp með lægri útsvarsálagningu á þá, jeg tel það nú raunar fremur hála lcið. Hólsbúið var stofnað fyrst og fremst til að bæta úr mjólkurskortinum hjer. Um það atriði verður ekki deilt og um hitt ekki heldur, að Hóisbúið er enn of lítið til þess að geta fullnægt allri mjólkurþörf bæj- arins. Meðan svo er ástatt er of- snemt fyrir búið eða bæjarstjórnina að gera ráðstafanir, sem geti orðið þess valdandi. að þeir einstaklingar, sem nú framleiða mjólk hjer í bæn- um verði að hætta því, en að því virðist hafa verið stefnt, með ýms- um ráðstöfunum bæjarstj. sjerstak- lega þó með þeirri, að taka kúa- hagana undir Hólsbúið og láta bæj- arkýrnar hafa aðeins hornsnapir sem þær lcoma hungraðar af að kvöldi eftir daglanga beit, — en þó sjer- staklega með því, að setja mjólkur- verð niður fyrir framleiðslukostnað, sem jeg fullyrði að gerl hefir verið með þessari ráðstöfun bæjarstjórnar á dögunum, þrátt fyrir alla útreikn- ing S. E. Vil jeg meðal annars benda honum á, að hann gleymir alveg að kýr hjer á Siglufirði svona alment þurfa bæði hirðingu og nytkun. Jeg set hjer útreikning yfir kostn- að við eina belju og Iegg reikning S. E. til grundvallar, en tek það sem hann gleymir. 1. kýr mjólkar um árið 2500 1. á 0.50 1. gerir kr. 1 2 50.00 Kostnaður við framleiðsluna: 40 hestar taða 20,00 kr. 800.00 Hirðing 9 mán. 15.00 — 135.00 Nytkun 10 m. 12.00 — 120.00 Bás og heygeymsln — 100.00 Rekstur í haga — 14.00 Sölulaun ‘af mjólk — 125.00 Hagaganga — 15.00 Nautstollur — 15.00 Vextir og fyrning — 40.00 Eldsvoðatrygging — 6.00 Frákeyrsla mykju — 35.00 Fóðurbæti yfir sumar — 100.00 Samtals kr. 1.505.00 Við E. S. erum alveg sammála um það, að ákjósanlegt væri að mjólkurverð gæti verið eins lágt hjer eins og það er lægst annarstaðar á landinu, en það verður S. E. að athuga að kúahaldið hjer á Siglu- firði er mun dýrara en víðast ef ekki alstaðar á landinu. Eða heldur bóndinn og búfræðingurinn S. E. aðstöðuna til að framleiða mjólk, jafna hjer og á Eyjafirði? Allarhin- ar 9 níu líkur Sigurðar Egilssonar snerta riú jafnt framleiðslu mjólkur Hólsbúsins og hjá einstaklingnum og breyta því ekkert hlutfallinu milli þessara aðila. Jeg leiði því hjá mjer að tala um þær, nema tvær þær siðustu af því þær eru dálítið skrítn- ar. Onnur er hækkun krónunnar. Hólsbúið hefir nú ekki starfað nema tæp þrjú ár, og hefir krónan allan þann tíma verið óbreytt eða því sem næst, því að síðastliöin 5 ár hefir gengi hennar miðað við ensk pund. sem talin hafa verið rjettur mælikvarði norðurlandapen- inga verið alveg óhaggað. Petta er því vindhögg. Hitt er, að flestar íslenskar fram- leiðsluvörur hafi fallið í verið nema mjólkin á Siglufirði. Mjer er spurn, Var það gildandi regla þarna austur í Pingeyjarsýsl- unni ef u 11 lækkaði í verði eitt ár, að bændur þar settu niður kjötið, svo hlutfallið raskaðist ekki milli þessara tveggja framleiðsluvara. Og þá ef timbur hækka ð i í verði á Húsavík, taldi Laxarmýrarbóndinn það sjálfsagt að borga hlutfallslega hækkun til kaupmannsins fyrir rúg- mjölið. Nei, góði Sigurður. Rök þín, ef þú kallar þetta rök, eru rakaþrot, — ekki einu sinni bláþræðir. Við vit- um það báðir, að mjólkurframleiðsla Ilólsbúsins hefur ekki borið sig með 60 aura verðinu. Jeg skal gjarnan vona með þjer og Guðm. Skarphjeðinssyni að Hólsbúið standi fyrir bótum með bættri stjórn en meðan að reynslan ekki var bú- in að sanna að framleiðslukostn- aður þar væri undir 60 aurar á 1. þá var of snemt að þrengja að kosti annara framleiðenda með undirboði undir framleiðslukostn iði upp á það að borga mismuninn af bæjarfje. Og meðan Hólsbúið ekki fram- leiddi nema um þriðjung af þeirri mjólk sem framleidd er hjer i Siglu- firði, þá var líka of snemt fyrir ykkur Framsóknarfulltrúana í bæj- arstjórn að láta Kommúnista og Jafnaðarmenn ginna ykkur inn á þjóðnýtingarbrautina, því meö þess- ari ráðstöfun er gerð alvarleg til- raun til þess að öll mjölkurframleiðsla önnur en Hólsbúsins leggist niður hjer í bænum og það er bænum hættulegra en einstaklingnum. Og Hólsbúinu er það haátulegt líka því meðan því er á þann veg stjórnað að jafnvel þ ú finnur gallana þá er því hættulegt að vera gert að ósjálf- bjarga bæjarómaga, eins og það verður ef það er rekið með fyrir- fram vissu um reksturshalla eins og nú er stefnt að. Hólsbúið var rekið með halla fyrsta starfsár þess þrátt fyrir mjög óvana- lega reikningsfærslu, þar sem alt var gert til að breyða yfir og draga úr reksturskostnaðinum með hækkuð- um stofnkostnaði þess. Jeg fullyrði að búið muni einnig sýna reksturs- halla annað starfsárið, og líka árið þetta sem nú er að líða og var þó bruninn þar heill hvalreki. — Jeg reikna mjer til tekna ummæli þín á bæjarstjórnarfundinum, ogsemþú víkur víst að í grein þinni að einstaklingar muni geta framleitt mjólk ódýrara en Hólsbúið, en gæta verður þess, að Hólsbúið hefir

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.