Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 21.02.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR Fundargerð þinémálafundarins. Árið 1931, 13. febrúar var þing- málafundur haldinn í Bíóhúsinu á Siglufirði. Fjárhagsnefnd bæjarins boðaði fundínn. í fjarveru bæjarfó- geta setti bæjarfulltrúi G Skarp- hjeðinsson fundinn og tilnefndi kaupfjelagsstjóra Vilhj, Hjartarson sem fundarstjóra og skipaði hann sem ritara Jóh. F. Guðmundsson og Einar Hermannsson. I. Eftirfarandi 7 tillögur voru lagð- ar fram af fjárhagsnefnd: 1. Fundurinn skorar á alþingi að gera Siglufjörð að sjerstöku kjör- dæmi. O. J. Hertervig bar fram svo- hljóðandi rökstudda dagskrá: Fund- urinn samþ. að þar sem kjördæma- skipun landsins þurfi öll gagngerða breytingu og ekki liggi neinar á- kveðnar breytingartillögur fyrir íund- inum, að taka fyrir næsta mál á dagskrá. O. Jörgensen bar fram svohljóð- andi tillögu: a) Fundurinn krefst þess að allar kosningar til alþingis sjeu hlutfallskosningar og að kjör- dæmaskipun verði breytt þannig, að fulltrúafjöldi hvers flokks fari eftir atkvæðamagni hans hlutfallslega. b) Efri deild alþingis verði afnumin og að allir ríkisborgarar sem eru 18 ára hafi kosningarrjett og kjör- gengi. Frá Jafnaðarmannafjelagi Siglu- fjarðar kom svohlj. breytingartill. við b-lið tillögunnar: Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sjer fyrir því, að kosningar- aldur verði færður niður í 21 ár og þá jafnt fyrir alla landsmenn án til- lits til þess, hvort þeir hafa þegið sveitastyrk. Dagskrártillagan var feld með 63 gegn 20 atkvæðum. Tillaga fjárhags- nefndar samþ. með 85 gegn 8 atkv. A-liður tillögu O. J. samþ. með 89 gegu 2 atkv. og breytingin við b- lið samþ. með 90 samhljóða atkv. 2. Fundurinn skorar á alþingi að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast alt að 800 þús. kr. lán fyrir Siglu- íjörð til þess að virkja Skeiðsfoss og leiða rafmagnið til Siglufjarðargegn þeim tryggingum er stjórnin tekur gildar og felur þingmönnum kjör- dæmisins að flytja málið á þingi. — Samþ. með öllum gr. atkv. 3. Fundurinn skorar á alþingi að veita á fjárlögum 1932 nægilegt fje til tryggingar ljós og hljóðvita á Sauðanesi gegn því að Siglufjörður og önnur hjeruö Norðanlands leggi fram 15. þús. kr. til vitans, sem ríkissjóður starfræki sem aðra vita og felur þingmönnum kjördæmisins að flytja málið á þingi. Samþ. með öllum gr. atkv. 4. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að láta byggja fangahús á Siglu- firði næsta sumar, elcki minna en fangahúsið á Isafirði og telur óhaf- andi að slíktdragist lengur. — Samþ. með öllum gr. atkv. 5. Fundurinn skorar á ríkisstjórn- ina að láta endurbyggja sjóvarnar- garð Siglufjarðar og - byggja nýjan garð á næsta sumri. Er þingmönn- um kjördæmisins falið að fá alþingi til að veita allt að 70 þús. kr. á fjárlögum tii garðsins gegn einum þriðja frá Siglufjarðarkaupstað, er fái til þess viðlagasjóðslán, en fáist það ekki þá felur fundurinn þing- mönnum kjördæmisins að útvega Siglufjarðarkaupstað ríkisábyrgð fyrir þeim hluta, sem Siglufirði ber að endurbyggingu garðsins. Samþ, með öllum gr. atkvæðum. 9. 'Fundurinn skorar á alþingi að heimila ríkisstjórninni að ábyrgjast allt að 200 þús. kr. lán til bygg- ingar tunnuverksmiðju á Siglufirði. — Samþ. með öllum gr. atkv. 7. F'undurinn skorar á alþingi að breyta gildandi útsvarslögum, í þá átt, er útsvarslöggjöfin var áður, þó þannig, að atvinnumálaráðherra hafi æðsta útskurðarvald i útsvarsmálum, eins og lög mæla nú fyiir um. — Samþ. með öllum gr. atkvæðum. II. Frá Jafnaðarmannafjelagi Siglufjarðar komu fram 6 eftirfar- andi tilíögur: 1. Fundurinn skorar á alþingi að breyta gildandi skattalögum í svip- að horf og minni hluti Milliþinga- nefndar í skattamálum. Haraldur Guðmundsson, iagði fyrir siðasta þir.g. — Samþ. með öflum gr. at- kvæðum. 2. Fundurinn skorar á rikisstjórn- ina að leggja fyrir alþingi í vetur frumvarp um einkasölu á tóbaki, og frumvarp um framleiðslutoll á öli, gosdrykkjum og sælgætisvörum. — Samþ. með 75 atkv. gegn 1. 3. Til öryggis fiskíveiðum lands- manna telur fundurinn brýna nauð- syn á, að hefja sem allra fyrst út- flutning á frosnum nski í stærri stíl frá öllum stærstu veiðistöðvum landsins. Fundurinn skorar því á alþingi og ríkisstjórn að taka þetta mál föstum tökum og veita nauð- synlegt fje til þessa meðan verið er að gera tilraunir og koma skipu- lagi á útflutninginn. — Samþ. með öllum gr. atkv. 4. Fundurinn telur brýna þörf á að lánsfje fáist til byggingar verka- mannabústaða í kaupstöðum lands- ins og felur þingmönnum kjör- dæmisins að vinna að því við rik- isstjórnina að hún útvegi nauðsyn legt fje í þessu skyni, svo að lög um verkamannabústaði nái tilgangi sínum og komi til framkvæmda fyr en ella. — Samþ. með öllum gr. atkvæðum. 5. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að flytja á næsta þingi breytingu við kosningalögin frá 1929 þannig, að í lögin sje sett skýrí á- kvæði um það, að oddviti bæjar- stjórnar í kaupstöðum, þar sem eigi hefir verið kosinn bæjarstjóri,. hafi ekki atkvæðisrjett innan bæjarstj. eða í nefndurn, nema hann sje rjett- kjörinn bæjarfulltrúi. Samþ. með 81 atkv. gegn 4. 6. Fundurinn skorar á alþingi að hejmila ríkisstjórninni að taka í sín- ar hendur útgáfu allra löggiltra kenslubófea og selja þær fyrir kostn- aðarverð. — Sarnþ. með öllum gr. atkvæðum. III. Frá O. Jörgensen kom fram svohljóðandi tillaga: Pingmálafundur á Siglufirði mótmælir eindregið frumvarpi sem fram kemur á næst- komandi alþingi * um að Island gangi í Pjóðabandalagið og skoðar fundurinn slíkt frumvarp sem beina árás á sjálfstæði og hlutleysi Islands. — Samþ. með 130 atkv. gegn 8. IV. Frá Vjelstjórafjelaginu „Stjarn- an“ kom fram svohljóðandi tillaga: Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að leggja fyrir þingið í vetur frum- varp um fullkominn móto"vjela- skóla. — Samþ. með öllum greidd- um atkv. V. Frá Angantýr Guðmundssyni komu fram eftirgreindar tillögur. 1. Fundurinn mótmælir harðlega kauókúgun ríkissjóðs við alla dag- launavinnu, og skorar á alþingi að sjá svo um, að fyrir alla vinnu í þágu ríkissjóðs, verði greiddur sá kauptaxti er gildir hjá næstliggjandi verklýðsfjelagi. — Samþ. með öll- um gr. atkv. 2. Fundurinn krefst þess, að þing= menn kjördæmisins berjist gegn öllum frumvörpum er fram kunna að koma í þá átt að kúga verlca- lýðinn, svo sem um ríkislögreglu og gerðardóm. — Samþ. með öll- nm þorra atkv.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.