Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.03.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 01.03.1931, Blaðsíða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 1. marz 1931 13. tbl. Símfregnir frá Rvík, Alþingi. 23. febr: M. Torfason, Jörundur, Þorleifur og Hákon flytja þingsál. er skorar á stjórnina að hlutast til um að Landsbankinn lækki vexti' hið fyrsta. — Fjármálaráðherra skýrði frá því í framsöguræðu sinni við fyrstu umræðu fjárlaganna, að tekjur ríkissjóðs 1930 hefðu farið langt fram úr áætlun. sem var 11, 929,600 kr., en eftir bráðabyrgða- uppgjöri yæru þær orðnar 17,247, 943 kr. Útgiöldin sagði hann að hefðu orðið 17,166.010 kr.. eða 5, 285,886 kr. umfram það sem áætlað var. Þessir tekjuliðir hafa farið mest framúr áætlun: Víneinkasalan 800 þús. kr. Tekju- og eignaskattur 534 þús. kr. Verðtollur 768 þús. kr. Vörutollur 601 þús. kr. Símatekjur 443 þús. kr. Áfengistollur 400 þús. kr. Tóbakstolhir 337 þús. kr. Hæstu gjaldaliðir umfram áætlun urðu: Samgöngumál 1243 þús. kr. Dóm- gæslu- og lögreglustjórn 506 þús. kr. Verkleg fyrirtæki 337 þús. kr. Vext- ir og afborganir 228 þús. kr. Óviss útgjöld 280 þús. kr. — Samkvæmt heildaryfirliti yfir skuldir rikissjóðs árin 1921—1930 voru þær: 1921 kr. 26,768,775. 1925 - 20,995,457. 1930 - 40,210.000. Allsnarpar umræður urðu eftir ræðu fjárm.ráðherra í sambandi við fyrirkomulag á útvarpí frá Alþingi. Við þær umræður kröfðust Sjálf- stæðismenn og Jafnaðarmenn að flokkunum yrði gert jafnt undir höfði með útvarp þingræðna. 24. febr: Samskonar frumvörp eru fram komin, eins og í fyr'ra, um hafnargerð á Akranesi og Sauðar- króki. 27. febr: Pessi ný mál hafa ver- ið lögð fyrir þingið. Um hafnar- gerð á Dalvík, flm. Bernharð. Um verðfesting pappírsgjaldeyris, flm. B. Kr. og Jón Porl, Um forkaups- rjett kaupstaða á hafnarmannvirkjum flm. Erl. og Jón Baldv. Um lækk- un á kaffi- og sykurtolli, flm. H. G. Frv. til ábúðarlaga og um ágang búfjár, fl.m. Jörundur. Um Háskóla Islands, stj.frv. Um rekstrarlánafje- lög til bátaútgerðar fl.m. 7 sjálfstæð- ismenn. Pál. um ríkisábyrgð'á við- skiftum við Rússland, fl,m. Erling- ur og J. Baldv. Um lax og silungs- veiði fl.m. Jörundur. Inflúensan. 23. febr.: Inflúensan breyðist ört út. Samkomubann auglýst hjer frá og með deginum í dag vegna in- flúensu. Á Akureyri, ísafirði, Vestmanna- eyjum, Súgandafirði, Önundarfirði og Borgarfirði eystra hefir verið ákveð ið að verjast inflúensunni. Auk þess allmargir hreppar. Húsbrunar. 3 menn brenna inni. 23. febr.: Prestssetrið Skinnastað- ur brann tll kaldra kola í gærkveldi. Fólk bjargaðist. 25. febr. í morgun Iausf fyrir kl. 9 varð elds vart í svokölluðu Sigl- firðingahúsi í Hafnarfirði. og varð húsið alelda á mjög skammri stundu og brann/ til kaldra kola. Öldruð hjón ásamt sonarsyni sínum brunnu inni. Húsið var stærsta íveruhúsið í Hafnarnrði og bjuggu í því 10 fjölskyldur. 26. febr. Hjónin sem brunnu inni í Hafnarfirði hjetu Elías G. Arna- son, 74 ára og Vilborg Vigfúsdóttir 66 ára. Drengurinn hjet Dagbjartur Vigfússon 6 ára. Líkin fundust í brunarústunum í gær. 36 manns var búandi í húsinu, alt fátækt fólk og brunnu allar eigur þeirra óvátrygð- ar. Samskot eru hafin í Rvík og Hafnarfirði. 27. febr.: Upptök eldsins voru þau, að ofn sprakk þegar verið var að kveykja upp um morguninn, og varð herbergið alelda á augnabliki. Frá Spáni. 23. febr. Á ráðherrafundi í dag verður tekin ákvörðun um 3 þýð- ingarmestu málin: launahækkunar- kröfur járnbrautarmanna, opnun há- Fjelag Sjálf- stæðismanna .á Siglufirði, heldur fund i Brúarfoss kl. 4 á morgun (sunnudag.) FUNDAREFNI: Frjettir af Landsfundinum o. fl. Stjórnin. skólanna og ótnefningar fylkisstjór- anna. Jafnaðarmenn á Spáni hafa ákveðið að taka ekki þátt í þing- kosningunum. Kröfugöngur. 24. febr. Komrnúnistar ætla að hefja kröfugöngur í öllum Skand- inavíulöndum á mörgun, samkv. undirlagi frá Moskva, gegn atvinnu- leysinu í heiminum. I sambandi við þessa fyrirhuguðu kröfugöngu hefir lögreglan í Höfn handtekið marga menn, sakaða um að ætla að sprengja ráðhús borgarinnar í lopt upp, „Ekstrabl." fjekk og hótun um að bygging þess yrði sprengd upp. 26. febr. Kommúnistarfóru kröfu- göngur víða í álfunni í gær eftir skip- un frá Moskva til mótmæla atvinnu leysinu. Lítilfjörleg þátttaka víðast og litlar óeirðir nema í Leipzig, þar biðu 4 kröfugöngumenn bana og 'nokkrir særðust. Aflasala. 24. febr: Venus 2578, Tryggvi gamli 2174. Ólafur 1130 stpd. Konur móti banni. 26. febr: Frá Helsingfors er sím- að að ýms helstu kvenfjelög Finn- lands sjeu að safna undirskriftum undir ávörp til forsetans um afnám bannlaganna. Frá Moskva. 27. febr.: Fjórtán af umboðsmönn- um stjórnarinnar hafa verið kærðir fyrir landráð. Rjettarhöld yfir þeim hefjast 1. marz.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.