Siglfirðingur


Siglfirðingur - 01.03.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 01.03.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 áætli við samningu hverra fjárlaga minst eina miijón krónur er skiftist niður á landshluta eftir þörfum, til atvinnubóta. — Samþ. með öilum greiddum atkvæðum. VII. Frá Skipstjórafjel. Siglufjarðar komu fram eftirgreindar tillögur: 1. Fundurinn skorar á aiþingi að leggja strax á þessu ári símalínu til Sigluness, og ‘ietja þar einnig upp veðurathugunarstöð. Jafnframt álítur fundurinn að óheppilegt sje að hafa veðuratlmgunarstöðvar eing. inni í fjarðarbotnum, og telur því sjálf- sagt, að þær veðurathugunarstöðvar sem hjer eftir verða reistar sjeu á útnesjum. — Samþ. mcð öllum gr. atkvæðum. 2. Fundurinn skorar á þing og stjórn að láta strax á næsta suinri mæla upp og merkja leiðina milli Málmeyjar og Pórðarhöfða, og fel- ur þingmönnum kjördæmisir.s að koma máli þessu í framkvæmd. — Samþ. með öllum greiddum at- kvæðum. 3. Par sem oft er raiklum kostn- aði og erfiðleikum bundið að sækja smáskipapróf tii Akureyrar, en hins- vegar völ á vel færum mönnum í prófnefnd iijer á staðnum, skorar fundurinn á þingmenn kjördæmis- ins að vir.na að því, að smáskipa- próf megi halda á Siglufirði. — Samþ. með öllum gr. atkv. 4. Purtdurinn skorar á alþingi að setja sem allra fyrst upp talstöð á Siglufirði, sem geti orðið í stöðugu sambandi við talstöðina í Grímsey. Með þessu fyrirkomulagi sem nú er, að Grímsey hefir aðeins tal- samband við Húsavík, koma veð- urfregnir þaðan að mjög litlum not- um hjer: Einnig má benda á það að þessi taistöð hjer myndi gera mikið gagn vfir síldartímann, og felur fundurinn þingmönnum kjör- dæmisins að koma þessu máli í framkvæmd — Samþ. með öllum gr. atkv. VIII. Frá Sjómannafjelagi Siglu- fjarðar komu þessar tillögur fram: 1. Fundurinn skorar á alþingi að veita væntanlegu Samvinnufjelagi sjómanna á Siglufirði, ríkisábyrgð til skipakaupa, alt að 300 þús kr. með sömu skilmálum og Samvinnu- fjelagi sjómanna á Akureyri. — Samþ. með öllum gr. atkv. 2. Fundurinn skorar á þingmenn kjördæmisins að beita sjer t'yrir því við þing og stjórn, að eitthvert strandvarnarskipanna verði tekið til björgunarstarfsemi og strandgæslu fyrir Norðurlandi frá 15. sept, til áramóta ár hvert, og hafi aðsetur á Siglufirði. — Samþ. með öllum gr. atkv. IX. Frá Hermanni Einarssyni kom fram svohljóðandi tiilaga: Fund- urinn krest þess, að landið verði gert að einu framfærsluhjeraði, og að fátækraflutningur verði afnum- inn. — Samþ. með öllum gr, atkv. Landsfondur Sjálfstæðisflokksins. Eins og til stóð hófst landsfund- ur Sjálfstæðisflokksins í Rvík 14. þ. m. og stóð yfir í 6 daga. Fundinn sóttu ílokksmenn úr öllum hjeruðum landsins. og var fundurinn enn fjöl- mennari en landsfundur íhaldsflokks- ins 1928. Aðal verkefni þessa fyrsta iands- fundar Sjálfstaéðisflokksins var að sjálfsögðu að marka stefnu flokks- ins í ýmsum helstu dagskrármálum þjóðarinnar. Voru því snemma á fundinum kosnar 12 nefndir tií þess að íhuga og koma fram með tillögur fyrir fundinn. Flestar eða allar þessar nefndir skiluðu tillögum síðar á fundinum en ekki vanst tími til að ræða þær allar. Erú hjer á eftir birtar þær tillögur, er samþyktar voru, en þær sem ekki komu til umræðu, voru afhentar miðstjórninni. í sambandi við skipulag flokksslarfseminnar var það ákveðið, að landsfund skuli flokkurinn halda árlega upp frá þessu. Pessar tillögur voru samþyktar: I. Frá íjármálanefnd. 1. Landsfundur Sjálfstæðismanna lætur í Ijós megnustu óánægju jfir því, að þrátt fyrir undanfarið góð- æri, háa skatta og geysimiklar tekj- ur ríkissjóðs. er fjárhagur hans nú kominn í svo bágborið ástand, að ríkisskuldir eru hærri en nokkru sinni fyr, og ríkisstjórnin sjálf telur ekki fært að veita á yfirstandaridi þingi neitt fje til nýrra verklegra framkvæmda! Lýsir fundurinn al- gerðu vantrausti á þeirri ríkistjórn, sem hefir mistekist svo gersarnlega um meðferð fjármálanna. 2. Landsfundur Sjálfstæðismanna leggur að gefnu tilefni áherslu á, að fjárlög og landsreikningur gefi sem gleggsta og sannasta mynd af tekj- um og gjöldum ríkissjóðs og fjár- hag á hverjum tíma, og telur sjer- staklega varhugavert að gera nokk urar þær breytingar á reiknings- færslunni, sem geri hana flóknari til yfirlits fyrir almenning. II. Frá verslunarmálanefnd. 1. Landsfundurinn er andvígur ríkisrekstrar og einokunarstefnu lands stjórnarinnar og stendur þar á grund- velli hinnar frjálsu verslunar. En viðsjárverðasta telur fundurinn ein- okun í bankamálum og skorar á þingmenn flokksins að beita sjer fyrir því, að endurskoöun á banka- löggjöfinni fari fram sem fyrst og telur rjett að hlynt verði sem best að sparisjóðum og öðrum óháðum peningastofnunum. 2. Landsfundurinn skorar enn fremur á þingmenn flokksins að krefjast sem ítarlegastrar rannsókn- ar á rekstri síldareinkasölunnar frá byrjun, enn fremur á rekstri síldar- verksmiðjunnar. 3. Loks telur fundurinn að leita verði úrræða til að leysa verslunina úr þeim skuldafjötrum sem hún nú er í. III. Frá sjávarútvegsnefnd. 1. Fundurinn skorar áf þing og stjórn, að láta eiriskis ófreistað til þess að fá framgengt óskum lands- manna um rýmkun islenskrar land- helgi. 2. Fundurinn leggur áherslu á, að íslensk landhelgi sje vel varin og átelur því harðlega misnotkun ríkisstjórnarinnar á varðskipunnm. Einkum telur fundurinn það fuft- komið hneyksli, að dómsmálaráð- herra landsins noti skipin í póli- tísku augnamiði. 3. Fundurinn telur brýna nanð- syn á, að hið bráðasta verði stofn- sett, í sambandi við fiskiveiðasjóð íslands, rekstrarlánadeild fyrir báta- útvegsmenn. 4. Fundurinn vill vekja athygli þings og þjóðar á því, hver höfuð nauðsyn það er Islendingúm, að takast megi að ryðja nýjar brautir í hagnýtingu og meðferð á aðal- framleiðsluvörum þjóðarinnar, fisk- inum. Leggur fundurinn áherslu á, að gert verði það, sem þurfa þykir, til að greiða götu einstaklingsfram- fraksins á þessu sviði. 5. Fundurinn telur, að rekstur Síldareinkasölu Islands og síldar- verksmiðu ríkisins á Siglufirði hafi farið mjög illa úr hendi, og álítur að rætur meinsins liggi m. a. í gildandi lagafyrirmæium um skipun stjórnar og framkvæmdastjóra þess- ara fyrirtækja. Enda þótt Sjálfstæðismenn van- treysti ríkiseinkasölu og ríkisrekstri yfirleitt, lætur fundurinn þó eftir at- vikum nægja í þetta sinn, að skora á Alþingi að breyta nú þegar nefnd um lagafyrirmælum á þann hátt, að öll stjórn þessara fyrirtækja verði lögð í hendur útgerðarmanna og sjómanna. Meira.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.