Siglfirðingur


Siglfirðingur - 07.03.1931, Síða 1

Siglfirðingur - 07.03.1931, Síða 1
IV. árg. Siglufirði, Laugardaginn 7. marz 1931 14. tbl. Símfre£nir frá Rvík, Raflagningar og Radió-tæki hvortveégja ge£n mánaðarlegum aíborgunum Ásgeir Bjarnason. Alþingi. 3. mars: Ýms mál hafa verið samþ. til nefnda og ein eða tvær umræður ákveðnar um þingssálykt- unartillögur. Allhvassar umræður urðu í gær um vaxtalækkunartiílög- una og komust þingm. útí að ræða meðferð þings og stjórnar á banka- málum. Umræounum ekki lokið enn. Annars ekkert markvert. 4. mars: Pvargið um vaxtalækk- unina heidur enn áfram í n.d. í e. d. var þingsál. Erlings og j. Baldv. um Rússavíxlana, samþ. til nefndar. H. Steinsson og J. Porl. töluðu möti tiliögunni. Aílasalan. 3. mars: Gyilir í Cuxhavan 36, 000 mftrk. Skúli fógeti 1008 og Andri 1200 stp., báðir í Grimsby. Karlsefni 1090 stpd. í Huli. -2 Meira en helmingur línuveiðaranna farinn til veiða, alli góður. Mikil snjókoma í Rvik. • 3. mars: Fádæma snjó kyngdi niður í morgun. Bifreiðar komust ekki til Hafnarfjarðar og um sumar götur i bænum komust þær ekki. 4. mars: Aftaka hríð í morgun og snjókoma. Bifreiðum er ófært um mestan hiuta borgarinnar. Nú ^ komin hláka. Inflúensan. 3. mars: Frá Pjórsá er símað að inflúensan sje ekki komin austur fyrir heiði. — I Stykkishólmi er mikil inflúensa. í Rvík mikil inflúensa og framhaldandi samkomubann, en engin dauðsföll enn. Atvinnuleysið í Englandi. 4. mars: Frá London er símað að tala atvinnul. sje nú 2,617,658 sem sje 1,078,395 fleiri en á sama tima í fyrra, en 13,000 færri en vikuna á undan. Um Indlandsmálið. 4. mars: Samkomulag hefir náðst milli vicekonungs Breta i Indlandi og Gandhi um að Gandhi aftur- kalli mótþróastefnu sina gegn Bret- um í Indlandi, en af þessu hefir leitt að þúsundir Indverja hafa ver- ið handteknir og mörg hundruð vegnir auk gífurlegs viðskitta og eignatjóns siðan í, maí í fyrra. Sam- komulag þetta er talið afar þýðing- ingarmikið. Ibúatala Rvíkur. 4. mars: Samkv. bráðabirgðar- talningu var íbúatala Reykjavíkur 2. des. s, 1. 28,182 Nýtt sönglagahefti. Sóknarprestur okkar, síra Bjarni Porsteinsson, orkti sem mörgum er kunnugt, lög við öll 14 Alþingis- hátíðarljóð Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi. Petta ljóða ög lagasafn er kallað Kantata. En ekki fann kantata þessi fúllkomna náð fyrir augum dómnefndar. Hún vildi ekki að verðlaunin eða heiðurinn færi út fyrir Reykjavík. Til þess þó að gefa mónnuru kost á að sjá eitthvað af þessum lögum, hefir höfundurinn gefið út sjö af þeim fyrir eina rödd, háan tenór, með Fortepíanó undir- spili, þótt þau sjeu ýmist kórlög eða einsöngvar í kantötunni. Fást þau hjá bóksölum hjer, og kosta 5 kr. Kirkjubyggiiig bæjarins hefir nú um allmörg ár ver- ið eitt mesto deiluefni bæjarmanna. Var fyrst lengi deilt urn hvar hin nýja kirkja skyidi standa og tafði sá ágreiningur bygginguna um nokk- ur ár. En nú, þegar kirkjunni hefir verið ákveðinn staður og samningar gerðirum byggingu henn- ar, þá kemur nýtt ágreiningsefni til sögunnar, eins og grein urn þáð mál á öðrum stað hjer í hlaðinu ber Skí ðaf j e 1 ags- fu n d u r verður haldinn sunnud. 8. mars kl. 5 siðd, í „Brúarfoss“ Siglufirði 5. mars 1931. Formaður. T A P A S T hefir kvenveski með peningum og sjálfblekung. Skilist gegn fundarlaunum í Norðurgötu 11. með sjer. Að svo stöddu skal hjer enginn dómur lagður á þennan nýja ágreining, en að sjálfsögðu er sókn- arnefnd heimilt rúm i blaðinu til andsvara. Geta menn þá betur átt- að sig á hvort rjettar muni vera þær ásakanir, sem á góknarnefnd eru bornar, þegar málið hefir verið rætt opinberlega frá báðum hliðum. Nýja-Bió sýnir í kvöld kl. 8£ og kl. 6 á morgun „Flóðbylgjan" mikla" með undrahund í aðalhlutverkinu. Kl. 8|- á morgun verður sýnd ný mynd „Susi orðin gjafvaxta". Aðalhlut- verkið lcikur Annv Ondra. Helge Torvö heitir norski skíðakennarinn sem hingað kom með Nova. Pykir mik- ið koma til kunnáttu hans. enda mikil aðsókn að kenslunni. Spegillinn ' kemur út í Rvík í dag og er væntanlegur hingað með Novu. 1 blaðinu er „Síldarkantata frá Siglu- firði“ með myndum og svo löng, að hafa varð blaðið tvöfalt.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.