Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 1

Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 1
Símfregnir írá Rvík. Alþingi. 5. mars: Talsverðar umræður urðu i n.d. í gær um tollamálin. Hjeðinn og Haraldur voru annars- vegar enn Sjáifstæðismenn og Fram- sókn á móti, sem eiga samleið í þessum málum. — Ný mál: Um vjelstjóraskóla á Ak„ um stækkun lögsagnarumd. Rvikur, um jöfnunar- sjóð, um verslunarnám, um atvinnu- rj. verslunarm. um sveitargjöld, um sölu víðtækja, um lækkun á síldar- gjaldi til flugmálasjóðs. 10. mars: Ný mál: Frv. um sjó- veitu í Vestm. Um opínbera vinnu, um sauðfjármörk. Guðrún L. flytur frv. unrbreytingu á fátækralögunum, um að banna fátækraflutning eldri manna en 65 ára. Stjórnin flytur frv. um verðfestingu ísl. gjaldeyris. 12. mars: Lækkun Haraldar á feaffi og sykurtolli feld. Ný mál: Um innh. útsvara í Rvík, um að heimila rikisstj. að verja 50 þús. kr. til að gera að ári tilraun með nýjar veíðiaðferðir og veiðarfæri, um heimild tíl stj. að styðja að útflutn- ingi nýs fiskjar, um heimild til að kaupa eða leigja kæliskip og halda uppi reglubundnum hraðferðum með kældan fisk. — Nefndarálit um á- byrgð rikisins á rússavíxlunum er komið fram, vill Ingvar að ríkið ábyrgist 2 miljónir skilyrðislaust en Jón Porláksson vill að til komi gagnábyrgð Einkasölunnar. 13. mars: I n.d. voru harðar um- ræður í gær um frv. stjórnarinnar um vitagjald, er það var til 3 umr. Er með frv. gert ráð fyrir að vita- gjaldið hækki um það sem gengisvið- aukanum á aðflutningsgjaldi nemur, en að hann falli niður, Sjáfarút- vegsnefnd ber fram tillögu um að gjaldinu verði öllu varið til vita- mála og annars þess, er tryggi ör- yggi á siglingaleiðinni með strönd- um fram. En sú- tillaga fjell með 14 gegn 10 atkv. eftir 3ja stunda rimmu. — Ingvar ber fram frv. um fimtardóm, að tilhlutun dómsmála- ráðherra. — Jón Porláksson flytur svohljóðandi fyrirspurn til fjármála- ráðh: Hversvegna hefir fjmráðh. í bráðabyrgðauppgerð þeirri um tekj- ur og gjöld ríkissjóðs árið 1930, sem hann lagði fram við 1. umr. fjárlaganna 21. f. m.: a. talið gjöld til vega- og símamála samtals 550 þús. kr. lægri en þau vitanlega eru; b. undanfelt með öllu að telja gjalda- megin kostnaðinn við nokkrar verk- legár framkvæmdir ríkissjóðs 1930 er virðast hafa kostað 4þ miljón kr. samtals, þar á meðal til bygg- ingar sildarbræðslustöðvar, lands- spítala, landsimastöðvar, skrifstofu- byggingar og til kaupa á Súðinni; c undanfelt einnig með öllu að telja til útgjalda það fje, sem varið hefir verið á árinu til kaupa á hluta- brjefum í Útvegsbankanum, þar á meðal sjerstaklega 1| miljón kr. sem beinlínis var útborguð vegna þessara hlutabrefakaupa; d. talið tekjuafgang kr. 81,933 í stað þess að greiðsluhalli hefir sjáanlega orð- ið yfir 6þ miijón kr, sem jafnaður hefir verið með lántökum. Mál Dr. Helga Tómassonar. 6. mars: Dómur fallinn í máli Helga Tómassonar gegn ríkisstj. sem er dæmd að greiða Helga missiriskaup auk þóknunar fyrir húsnæði ljós og hita jafnlangan tima. 11. mars: Dómur er fallinn í meiðyrðamáli Helga þannig: Har. Guðm. 75 kr' sekt 94 kr. málslc. Halldór Laxness 150 kr. sekt 75 kr. málsk. Guðbr. áfengisforstjóri, Hannes dýral. og Gunnar Árnason 75 kr. sekt og 100 kr. málskostn. hver, Halldór Stefánsson 100 kr. sekt 94 kr. málsk. Frá Frakklandi. 10. mars: Námuverkfall er yfir- vofandi í öllu Frakklandi, orsök: launalækkunartilraunir. 11. mars: Tilr^iunir til að knýja fram launalækkanir standa yfir í helstu löndum álfunnar. Deilurnar alvarlegastar í Frakklandi og búist við alsherjarverkfalli 16. mars: Skattanefndin skorar á þá sem ekki hafa sent skattframtal, að koma þvi til skattanefndar í Vetrarbraut 14 fyrir næstkomandi miðvikudag 18. mars. Eftir þann tíma tek- ur skattanefndin ekki móti skattaskýrslum. Frá Vestmmannaeyjum. 11. mars: Bátar fóru á sjó í gær og fyrradag efttir 5 daga landlegu, afli altað 2700 þorskar. Tveir þýskir og 1. ísl. togari taka nýjan fisk til útflutnings. „Lordtalbot“, sem fór til Englands 2. febr. kom til Eyja i gær, hafði fengið 2000 lúður. Frá Englandi. 11. mars: Taugaveiki virðist vera að útbreiðast iskyggilega í Englandi. Um 400 hafa fengið veikina og eru margir þegar dánir. Prófesscrsembættið. 13. mars: Dómnefndin hefir á- kveðið að Árni Pálsson og Porkell Jóhannesson skuli einir halda áfram samkeppninni um prófessorembættið við háskólann. G. Hannesson bæjarfógeti, verður 50 ára 17. þ. m. ÓlöJ Éinarsdóttir (Heímannssonar) er nýlaga látin á spítala í Rvík. Karlakóriö „Vísir“ æfir nú söng af míklu kappi og mun væntanlega halda hjer söngskemtun bráðlega. Einkasalan. Sjálfstæðismenn í sjáfarútvegs- nefnd flytja frupivarp um gagngerða breytingu á stjórn Einkasölunnar. Verður þessara markverðu breyt- inga ,^etið í næsta blaði.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.