Siglfirðingur


Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 3

Siglfirðingur - 14.03.1931, Blaðsíða 3
SIGLFIRÐINGUR 3 þús., kr. 24 þús, og lcr. 16 þúsund, fáum við út kr. 9 7 þusu nd sem er 10 f>úsundíun kró/ium neð;in við hið upphaflega tiiboð Jóns og Einars. Pað verður elcki hjá þvi komist að svara að litlu leyti grein herra Pieturs Bóassonar í síðasta tbl. Sigl* firðings, þótt varla svari kostnaði. Pað var á margra vitund, áður en greinin. birtist, að Pjetri hefir sjálfum fundist hann og eriginn annar kæmi tíl greina við kirkju- bygginguna þar sem hann slump- aðíst á að verða með í lægri til- boðunum. Nú veit það allur bær- inn, því greinin ber þess svo aug- Ijósan volt að hún er skrifuð af grömu geði, en ekki góðum viija til að skýra rjett frá málavöxtum. Pjetur hefir þar margt eftir mjer sem formanni nefndarinnar, og seg- ist margt hafa við mig talað, sem jeg ekki man til að sje rjett. T. d. segist hann hafa boðist til aðganga inn í tilboð Jens Eyólfssonar. Jeg man ekki eftir því, en þetta getur samt verið satt. Pjetur hefir verið svo þrár í þessu máli og talað svo margt, og viljað ganga að svo mörgu. kappið yfirleitt verið svo óeðlilega mikið, að engin takmörk virtust vera því sett, að hverju hann viidi ganga, aðeins ef nefndin hefði verið til með að trúa honum fyrir verkinu. „Jeg sagði formanni og fleiri „nefndarmönnum að mjer findist „tilboð Jensar ekki geta komið „til greina, þar sem það væri á „alt öðrum grundvelii en útboðið „hefði gert ráð fyrir“ segir Pjetur. Pó gerir hann nefndinni tilboð um að hann gangi inn í þctta tiiboð. Pað var þá ekkert við tilboðið að athuga ef hann hlyti hnossið. Ennfremnr segist hann hafa scítt nokkuð fast að komast inn í 57 þús. króna tilboðið — „þennan iíka aðgengilega samning“ — sem þá varð sennilega lítið athugaverður, og framkoma sóknarnefndar ámælislaus, ef h a n n hefði fengið samninginn. Prátt fyrir þetta lýsti Pjetur því seinast yfir á fundi iðnaðarmanna 2. þ. m. að ennþá væri hann ekki kominn með útreikning sinn á út- boðinu niður úr kr. 122 þúsundum. „Pó jeg ætlaði að reyna að gera það fyrir 105 þúsund“; sagði hann þar. Hvernig á nú að taka slíkan mann alvarlega. Otreikningur Pjeturs á innlenda efninu hefir altaf verið mjer ráðgáta. Jeg get aldrei skilið að þraut- reyndir byggingar.menn munn ekki alveg eins og Pjetur reikna með eðiiíegri rýrnun, en f’jetur er altaí í útreikningum sínum öllum ofar, og altaf með handbókina á lofti. Mjer skilst að handbókin muni sýna rjettar töflur, eri aðferðir Pjeturs við að reikna út teningsmetratóiu í bygg- ingunni, sje röng. í þetta eina skifti sem Pjetur af tilviijun náði í mig og Tryggva Kristinsson kennara til að reikna með, sjer bar okkur aidrei saman. Pað er ekki rjett hjá Pjetri að við höfum ekki viljað reikna heila veggi, þótí gluggar og dyr væru á. Við höfðum það frá byggingarfróðum mönnum að siíkt væri venja við útreikning á byggingum, gluggar og dvr kæmu á móti eðlilegri rýrnun efnis. ITitt vildum við ekki ganga inn á að Pjetur reiknaðí ekkert frá fyrir kóropinu, sem tek- ur þó yfir mikinn hluta þess veggj-' ar. Eins gátum við ekki gengið inn á að rjett mundi reiknað, þegar Pjetur vildi reikna kirkjuskipið 4 veggi heila, kórinn 4 veggi heila og turninn 4 veggi'heila, enda fór svo að miklu munaði á teningsmetrun- um, og óx Pjetur ekkert í augum oklcar sem byggingarmeistari við þá samt’undi. Frá því í haust hefir Pjetur vilj- að hamra því inn í mig og fleiri, að grjót, möl og sandur kostaði aldrei undir 32 þúsundum. 1 grein sinni er hann nú alt í einu kom- inn ofan í kr. 27 þúsundir. Eftir okkar áætlun sem byggð er á nú umsömdu verði, og útreikningi grein- argóðra manna. munar á þessum lið 11 þúsund krónum. Sóknarnefnd reiknar því ekki með að Jrirkjan, komin undir þak, kosti mikið yfir 78 þús. krónur. „Pá cr eftir að ksupa hús og lóð- ir, búa til götu o. fl.“ segir Pjetur. Petta ætlar sóknarnefnd ekki að gera, Pjetur góður. Kirkjan verður bygð þar sem skipulagsuppdráttur bæjarins segir að hún skuli standa, til þess að byggja hana áþeimstað þarf erigin hús að kaupa burtu, svo kostnaður af húsa- eða lóðakaupum koma kirkjusjóðnum ekkert við. A hvern hátt sóknarnefnd muni snúa sjer til safnaðarins um fjár- söfnun ætla jeg ekki að ræða við Pjetur. Pað kernur í Ijós á sínum tíma hver áhrif brölt hans hefir á það mál. Pað eru ekki mörg ár síðan að Hafnfirðingar reistu sjer nýja og veglega kirkju. Pegar þeir byrjuðu á byggingunni stóð ekki ósvipað á fyrir þeim, eins og okkur nú. Peir liöfðu ekki nærri þvi næga peninga til að ijúka verkinu, en byrjuðu samt. Pegar söfnuðurinn sá að byrj- að var á verkinu, hljóp það fjör i söfnunarstarfið, að hægt var að halda áfram byggingunni slilalaust, þar til kírkjan var fullgerð. Pessi saga er jeg viss um að end- urtekur sig hjer hjá okkar. Pegar við sjáum kirkjuna rísa af grunni til sóma og prýði fyrir Siglufjörð, tökum við viðbragð, og hættum ekki fyr en hún stendur fullgerð, hvað svo sem Pjetur eða Páll segir. S. A. Blöndal. S v a r til Sig. Egilssonar. Sigurður Egilsson arkar enn fram á ritvöllinn í síðasta tbl. Siglfirðings og þykist svara grein minni á dög- unum. Fátt er þó í þessari grein hans, sem almenning snertir eða sem gæti verið til þess að skýra mjólk- urmálið, og fáu er þar svarað og ekkert hrakið af þvi sem jeg hjelt frám í grein minni, heldur stað- festir Sigurður flest það sem jeg hjelt þar fram, en líklega gerir hann það ósjálfrátt. En það er þó eitt sem grein S. E. upplýsir og sem jeg raunar hafði óljósan grun um áður en fæ nú fulla vissu fyrir. Pað er að búrekst- ur minn er honum sá þyrnir í aug- um, að það er hann sem virðist hafa slýrt penna hans í þessum skrifum og allri framkomu í mál- inu, og virðist mjer óneitanlega að áhrifin hafi verið sterkari en vænta mátti af jafn iillu tilefni, að Fram- sóknarmaðurinn skyldi soúast önd- verður gegn þeirri stjettinni sem flokkurinn heflr talið sína öflugustu og kastað sjer fagnandi í fang þjóð- nýtingasinna. Petta finst mjer bera vott um svo hjólliðuga sannfæringar- lipurð að jeg hjelt að S. E. ætti hana ekki til, en það eru sumir liðugri í snúningunum en þeir hafa limalagið tii, ef nógu snjalt er spil- að á munnhörpuna. Sigurður virð- ist gefa það í skyn að jeg sje eig- inlega eini keppinautur Hólsbúsins. Jeg veit nú ekki hvað gefur hon- um tilefni til, að demba á mig

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.