Siglfirðingur


Siglfirðingur - 21.03.1931, Blaðsíða 2

Siglfirðingur - 21.03.1931, Blaðsíða 2
2 SIGLFIRÐINGUR S k í ð a m ó t. Dagana 27. og 28. þ. m. verður háð hjer skíðakappmót. Kept verð- ur þar í stökkí, 10 km. göngu og sljettrí brekku, ef færi ieyfir. I stökkinu verða karlmenn flokkaðir þannig: I. fl. 15 ára og eldri II. — 12—15 ára og III. — yngri en 12 ára. Konur keppa í stökki og sljettri brekku allar í einum aldursflokki. I kappgöngunni fá ekki aðrir að keppa en þeir sem keppa í I. fl. í stökki. Rátttakendur eru beðnir að gefa sig fram við Vilhjálm Hjartarson fyrir 25. þ. m. A skíðamóti þessu verður, með aðstoð hr. Torvö reynt að samræma einkunnargjöf fyrir hin einstöku ?f- rek skíðamannanná, við þær al- þjóðavenjur, sem Norðmenn fylgja. Af því menn hjer eru ókunnugir þessum einkunnagjöfum, þá vil jeg reyna að skýra þær að nokkru með örfáum orðum. A öllum aðal skíðakappmótum heimsins eru bestu verðlaun í skíðaíþróttinni veitt þeim skíða- manni, sem fengið hefir flest stig, samanlagt fyrir stökk og 17 km. göngu í sínum flokki. Dæmi um 2 bestu afrek: Skíðamaðurinn A fær 71 stig í stökki og 17 stig í göngu, eða alls 88 stig. R fær 69 stig í stökki, en 20 stig í göngu, alls 89 stig. A þennan hátt fær B fyrstu verð- laun. Munurinn á þessum tveimur mönnum er sá, að annar er besti afreksmaður í stökki (A) en hinn í göngu (B). Báðir góðir skíðagarpar. Norðmenn þykjast hafa fundið út rjettlát hlutföll milli þessara tvejgja afreka svo að úrslit þessarar einkunnar sje sá rjettlátasti mæli- kvarði sem lagður sje á þessa tvo afreksmenn þegar gera þurfi upp á milli þeirra. Einkunnir og röð allra keppenda í hverjum fl. fyrir sig er síðan reiknuð eins, og ætíð miðað við besta afrek í hverri grein og gefin 20 stig fyrir það. “ 1 kappstökki fær hver keppandi að stökkva 2 stökk. Fyrir hvert stökk fær hann 2 einkunnir, aðra fyrir stökklengd og hina fyrir skiða- stöðu og allan limaburð og leikni í stökkinu. Dómarinn (geta lílta verið 2) sem gefur fyrir skíðastöðuna fylgir öllum hreyfingum skíðamannsins frá því ’nann fer af stað óg þar til hann er kominn yfir marklínuna. Fyrir stökklengdina er eink. á- kveðin eftir töflum alt miðað við lengsta standandi stökk í flokknum sem skylt'er að gefa 20 stig fyrir. Síðan er eins gefið fyrir næsta stökk. Sá sem t. d. fær í 1. stökki: 15 stig f. stöðu og )8 — - stökklengd í 2. slökki: % 13 stig f. stöðu og 19 — - stökklengd, fær alls 65 stig. Annar sem t. d. fær 19 stig í stöðu, 20 stig í stökklengd í 1. stökki en dettur í 2. stökki fær alls 39 stig á mótinu og hefir engar líkur til að fá sæmileg verðlaun þó hann sje góður stökkmaður at' því annaðhvort hepni eða vissu vanlaði. Ressu ættu skíðamennirnir aö veita athygli; að sá sem ekki stend- ur bæði stökkin er oftast nær úr sögunni hvað verðlaun snertir, þó góður sje, ekki síst eí þátttak- endur eru margir og nokkuð jaínir. Auk verðlauna fyrir besta afrek í göngu og stökki samanlögðu, verða veitt á móti þessu 1. 2. og 3. verðl. í hverjum flokki fyrir hverja íþrótta- grein. Siglufirði 18. mars 1931 Guðrn. Skarphjeðinsson. Hin ljúfa sönglist leiðir á líflö fagran blæ hún sorg og ólund eyðir og elur himinfræ. Pannig hefir verið kveðið um sönglistina, er með rjettu hefir verið nefnd drotning í ríki listanna, muriu og flestir sammála um, að fátt eða ekkert, sje meira göfgandi, ekkert lyfti huganum hærra yfir dægur- þras og nágrannakrit en einmitt sönglistin. Gamall sveitabóndi er hafði keypt harmonium handa börnum sínum, og látið þau læra á það, komst þannig að orði: „Pað er sama hve þreyttur og úrillur jeg er á kvöldin, ao þegar krakkarnir fara að leilca á hljóðfærið, og syngja, þá er eins og velt sje af mjer þungri torfu. Pá er eins og sál mín vaggist á öidum tónanna inn á einhver undralönd og smámunirnir, sem þreyltu mig og gerðu mjer þungt í skapi, hverfa og verða að engu“. P E R U R allar stærðir ÁSGEIR BJARNASON Hjer í bænum hefir verið starf- andi um alllangan tíma söngfjelag, er nefnir sig karlakórið „Vísir“. Fullyrða má að alt frá byrjun helir fjelagið starfað af áhuga og ást með- limanna á sönglistinni, en ekki af frægöarvon eða auraþrá. Murc og fjárhagur löngum hafa verið þröng- ur hjá fjelaginu, þó skylt sje að geta þess að bfejarstjórn hefir metið viðleiíni þessara manna, og veitt fjelaginu nokkurn fjárhagslegan stuðn- ing. A síðastliðnu ári tók fjelag þetta þátt í söngmóti er haldið var í Reykjavík af sambandi íslenskra karlakóra, og er óhætt að fuliyrða að þar hafi fjelagið komið fram til sóma fyrir Siglufjörð. Hefir fjelag- ið ruí, þrátt fyrir þröngan fjárhag, ráðist í að fá hingað liinn ágæta söngkennara Sigurð Birkis til að lcenna meðlimum fjelagsins; dvaldi hann og hjer, um mánaðartíma, síðastlíðin vetur, og má telja víst að fjelagið hafi haft ómetanlegt gagn af veru hans hjer. Heyrst hefir að Vísir hafi í hyggju að láta heyra til sin opinberlega, nú á næstunni, og hafi þá að mestu eða öllu leyti nýja söngskrá; þar á meðal lag úr hinni nýju kantötu sr. Bjarna Porsteinssonar, er margan mun fýsa að heyra. Munu og á söngskránni verða eitt eða fleiri lög þar sem hinn góðkunni tenor, Aage Schiöth, syngur einsör.g. Ættum við Siglfirðingar að sýna að við kunnum að meta viðleitni söngfjelagsins Vísir með því að fyila húsið er fjelagið lætur til sín heyra. Með því vinnum við þrent í einu, veitum sjálfum okkur ágæta og holla skem'tun, hjálpum fjelag- inu i fjárhagsörðugleikum þess, og veitum því uppörfun til að halda áfram hinu góða og göfgandi starti sínu. Söngvinur. InnflHttar vörur í febrúnrmánuöi námu kr. 2,309,755. finr nf til Rvíkur kr. 1,800,508.

x

Siglfirðingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.