Siglfirðingur


Siglfirðingur - 28.03.1931, Síða 1

Siglfirðingur - 28.03.1931, Síða 1
IV. árá. Siglufirði, Laugardaginn 28. marz 1931 17. tbl. Símfregnir frá Rvík, Alþingi. 22. mars: Fjármálaráðherra svar- aði í gær fyrirspurn Jóns Porláks- sonar og var margt áheyrenda. Fyr- irspyrjandi hjelt langa og mjög ítar- lega ræðu og skýrði fyrirspurnirnar. Svar fjárm.ráðh. var í stuttu máli þetta: a-liður: Petta er fyrirfram- greiðsla sem oft áður heúr tíðkast þjnnig; t'járgreiðslur sem áætlaðar eru til næsta árs en úlbnrgaðar strax. Tilnefndi sem dæmi veg í Dala- og Skaftafellssýslum. b og c-liður: Hjelt fram að upphæðirnar sem þar eru greiddar ættu ekki að koma rekst- ursreikningi ríkisins við; tilnefndi útgjöld vegna byggingar sem ekki væri talin í yfirliti fjárm.ráðh. 1924 nje landsreikningi 1923. Annars væri þetta aðeins formsatriði sem hvorki hann eða J. Porl. væri fær um að greiða atkvæði um. d-liður: Er varla svaraverður. Að ræðu fjárm.ráðh. lokinni töluðu þeir Jón Porl. og Jón Baldvinsson, taldi J. P. svar tjármálaráðh. ófullnægjandi að ýmsu leyti og tók fram, að með því að ráðh. hefði alls ekki hnekt þeim töl- um, sem fyrirspurn sín væri bygð á, væri fullvíst að einnig væru rjett- ar þær ályktanir, er hann hafði af þeim dregið. — Pjetur M. ílytur þ.á.l. um endurnýjun á útvarpsleyfi Arthurs Gook á Akureyri. — M. Jónsson flytur 2 fyrírspurnir til stjórnarinnar. 1. Hve miklu fje hefir verið varið til útgáfu á sögu Kaup- fjelags Evfirðinga, með hvaða heim- ild hefir stjórnin tekið peninga til þess af opinberu fje; er það satt að nú sje í prentun saga um afreks- verk stjórnaririnar. 2. Af hvaða á- stæðum hætti stjórnin við að segja upp samningi „Mikla norræna“ og koma upp stuttbylgjustöð til þess að annast sambandið við útlönd. 24. mars: Mótmæli hafa Alþingi borist frá Norðfirðingum, Húsvík- ingum og Skagfirðingum gegn drag- nótarveiðabreytingum Haraldar. Felt var með 13 gegn 12 atkv. að vísa frv. til sjávarútv.n., taldi flm. það óþarft að frv, færi í nefnd, það hefði verið í nefndum svo oft áður. 26. mars: Ekki búist við 2. um- ræðu fjárlaganna fyr en eftir páska. — Jóh. Jósefsson ber fram breyt- ingu á útfl.gj. á síld svohlj.: Af fyrstu 170 þús. tn. verkaðrar síldar útflutt- um ár hvert skal greiða 150 aura af hverri tn. 108 —120 lítra, af því sem útilutt 'er þar fram yfir skal greiða 1-J- prc. af verði síldarinnar. — J. Porl., J. Baldv. og Jóhannes flytja breytingu við stjórnarskrár- frumvarpið, svohlj.: Umboð allra þingmanna fellur niður að loknu reglulegu Alþingi 1932 og fara þá fram almennar kosningar til Alþing- is. Stjórnarskrárnefndin mælir öll með færslu aldurstakmarksins í 21 ár, en öðru leyti hafa allir nefndar- menn, nema framsóknarmenn, á- skilið sjer rjett til að bera fram breytingartillögur. — Frv. J. Ól. og Haraldar um Útvegsbankann vartil umræðu í gær og urðu umræður snarpastar það sem af er þessu þingi. Aðal nýmæli frumvarpsins er ríkisáb. á innstæðufje og tilsiökun á innlausnarskyldu seðlanna, þannig, að bankinn megi draga þá inn á 10 árum. Íslandsbankamálíð komst allmjög inn í umræðurnar, auk frsm. J. Ólafssonar töluðu M. Guð- mundsson, Sig. Eggerts, O. Thors, Haraldur, fjárm.ráðh., forsætisráðh. o. fl. — Fyrstu lög frá þinginu eru um aukatekjur ríkissjóðs. — Erl. flytur frv. um merkingu útfl. fiski. — J. Baldv. og Erl. flytja frv. til framfærslulaga. Togara náð út. 24. mars: „Ægir” hefir náð út togaranum „Lord Beaconsfield", sem strandaði austan Kúðafljóts. Hafa skip aldrei náðst út af söndum þess- um fyr. Milliríkjasamningur. 24. mars: Pýskaland og Austur- ríki hafa gert viðskiftabandalag um afnám út- og irinflutningstolla inn- byrðis, sömuleiðis að gera ekki nema í sameiningu samninga við landbúnaðarríki Suðaustur-Evrópu. 26. mars: Pýsk-Austuríska , sam- Jarðarför mannsins míns, Jakobs Björnssonar, er ákveðin miðviku- dagínn 1. apríl n. k. og hefst með húskveðju á heimili okkar kl. 1 e. h. Svalbarðseyri 26. mars 1931 Sigríður Björnsson. komulagið er mest umrædda málið í álfunni og virðist ætla að sæta öfl- ugri mótspyrnu annara ríkja. Asigling. 24. mars: Enskur togari sigldi á færeysku skútuna „Lillie". sem kom til Vestmannaeyja mikið brotin. Togarinn hafði engu skeytt um merki skútunnar, sem vafalaust hefði sokk- ið ef nokkuð het'ði verið að veðri. Skútan náði númeri togarans. Verkföll 24. mars: Rafmagnsm.verkfall stend- ur yfir í London og kolaverkfall yfirvofandi í Frakklandi. Fjelag skipaeigenda í Noregi hefir tdkynt 12 prc. kauplækkun frá 14 apríl, búist við verkfalli út af því, sem nái til 30 þús. manna. Skipsstrand 24. mars: Stór franskur botnvörp- ungur strandaði í Grindavík kl. 3 í nótt í þoku. Skipsnöfnin, 38 menn, bjargaðist. Skipið sokkið. Menn úr landi gátu skotið línu út í skipið og björguðu þannig skipsmönnum inn- an 2 tíma. Ef Slysavarnarfjelagið hefði ekki haft tæki þarna, er talið víst að allir mennirnir hefðu farist. Ýms tíðindi. 24. mars: Afli góður í Vestmanna- eyjum. Útflutningur nýs fiskja/ held- ur áfram þar. — í búatala Islands ca. 108,500. — Hermála- og stú- dentaóeirðir á Sáni. 27. mars: Atvinnuleysi minkandi í Bretlandi en vaxandi í Pýska- landi, þar eru nú nærri 5 milj. at- vinnulausir. — Lýsisverð hefirhækk- að allmikið og horfur á fisksölu heldur batnandi. Húsbruni. 26. mars: Eldur kom í nótt upp í húsinu Nýhöfn við Kafnarfirði og var hann slöktur á klukk.ustund. Efri hæðin er mikið skemd, Fólk bjargaðist nauðuglega og varð að bjarga einni stúlku út um glugga. Kviknað mun hafa í eldhúsinu.

x

Siglfirðingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Siglfirðingur
https://timarit.is/publication/803

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.